Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2025 13:21 Frá heimsókn sérfræðinga Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar til Sapórisjía árið 2023. EPA/SERGEI ILNITSKY Kjarnorkuverið í Sapórisjía í Úkraínu hefur nú verið ótengt í fimm daga og kælikerfi þess keyrt með ljósavélum. Auknar áhyggjur eru uppi um öryggi kjarnorkuversins en Úkraínumenn og Rússar skiptast á að kenna hvor öðrum um ástandið. Kjarnorkuverið er í höndum Rússa, sem náðu stjórn á því tiltölulega snemma í innrás þeirra í Úkraínu. Síðasta rafmagnslínan í kjarnorkuverið, sem er það stærsta í Evrópu, slitnaði á þriðjudaginn en Úkraínumenn segja það hafa gerst í stórskotaliðsárás Rússa, samkvæmt frétt France24. Rússar segja Úkraínumenn bera ábyrgð á ástandinu en síðasta rafmagnslínan til kjarnorkuversins fór í gegnum úkraínskt yfirráðasvæði. Úkraínumenn hafa séð öryggiskerfum orkuversins fyrir rafmagni. Slökkt hefur verið á sex kjarnakljúfum orkuversins um nokkuð skeið en orka er þrátt fyrir það nauðsynleg til að kæla kljúfana og koma þannig í veg fyrir að þeir bræði úr sér. Kjarnorkuverið hefur nokkrum sinnum áður verið rafmagnslaust en aldrei svona lengi. Fari svo að ljósavélarnar bili eða verði eldsneytislausar gæti skapast verulega hættulegt ástand sem gæti líkst kjarnorkuslysinu í Fukushima í Japan árið 2011 eða jafnvel slysinu þegar kjarnakljúfur sprakk í Tjernóbil árið 1986. Rússar segjast þó eiga næga dísilolíu til að keyra kælikerfið um langt skeið. Ætla mögulega að gangsetja einn kljúfur AP fréttaveitan hefur eftir kjarnorkusérfræðingi hjá Greenpeace í Úkraínu að gervihnattamyndir bendi til þess að Rússar séu að reyna að gangsetja að innsta kosti einn af kjarnakljúfum orkuversins og tengja það við hernumdu borgirnar Melítópol og Maríupól. Síðasta desember hafi Rússar byrjað að reisa rafmagnslínur með þetta í huga. Þessi sérfræðingur Greenpeace segir að líklega sé það ástæða þess að Rússar hafi gert árásir á síðustu rafmagnslínuna sem tengdi orkuverið við Úkraínu. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Tengdar fréttir Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt einhverjar umfangsmestu loftárásir á Úkraínu hingað til. Árásirnar stóðu yfir í rúma tólf tíma og notuðust Rússar við nærri því sex hundruð sjálfsprengidróna og tæplega fimmtíu eldflaugar af ýmsum gerðum, þar á meðal ofurhljóðfráar stýriflaugar. 28. september 2025 07:52 Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Tilkynningum um rússneska dróna eða rússneskar herþotur inn í lofthelgi eða á loftvarnarsvæðum ríkja Atlantshafsbandalagsins hefur náð nýjum hæðum í þessum mánuði. Þetta hefur varpað ljósi á holur í vörnum NATO og í senn vakið spurningar um hvað ráðamönnum í Rússlandi standi til. 27. september 2025 16:01 Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Utanríkisráðherra Rússlands segir að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafi lýst yfir raunverulegu stríði við Rússland, í gegnum Úkraínu. Á fundi utanríkisráðherra G20 ríkjanna svokölluðu sagði Sergei Lavrov einnig að Vesturlönd bæru ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu. 25. september 2025 16:53 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Sjá meira
Kjarnorkuverið er í höndum Rússa, sem náðu stjórn á því tiltölulega snemma í innrás þeirra í Úkraínu. Síðasta rafmagnslínan í kjarnorkuverið, sem er það stærsta í Evrópu, slitnaði á þriðjudaginn en Úkraínumenn segja það hafa gerst í stórskotaliðsárás Rússa, samkvæmt frétt France24. Rússar segja Úkraínumenn bera ábyrgð á ástandinu en síðasta rafmagnslínan til kjarnorkuversins fór í gegnum úkraínskt yfirráðasvæði. Úkraínumenn hafa séð öryggiskerfum orkuversins fyrir rafmagni. Slökkt hefur verið á sex kjarnakljúfum orkuversins um nokkuð skeið en orka er þrátt fyrir það nauðsynleg til að kæla kljúfana og koma þannig í veg fyrir að þeir bræði úr sér. Kjarnorkuverið hefur nokkrum sinnum áður verið rafmagnslaust en aldrei svona lengi. Fari svo að ljósavélarnar bili eða verði eldsneytislausar gæti skapast verulega hættulegt ástand sem gæti líkst kjarnorkuslysinu í Fukushima í Japan árið 2011 eða jafnvel slysinu þegar kjarnakljúfur sprakk í Tjernóbil árið 1986. Rússar segjast þó eiga næga dísilolíu til að keyra kælikerfið um langt skeið. Ætla mögulega að gangsetja einn kljúfur AP fréttaveitan hefur eftir kjarnorkusérfræðingi hjá Greenpeace í Úkraínu að gervihnattamyndir bendi til þess að Rússar séu að reyna að gangsetja að innsta kosti einn af kjarnakljúfum orkuversins og tengja það við hernumdu borgirnar Melítópol og Maríupól. Síðasta desember hafi Rússar byrjað að reisa rafmagnslínur með þetta í huga. Þessi sérfræðingur Greenpeace segir að líklega sé það ástæða þess að Rússar hafi gert árásir á síðustu rafmagnslínuna sem tengdi orkuverið við Úkraínu.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Tengdar fréttir Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt einhverjar umfangsmestu loftárásir á Úkraínu hingað til. Árásirnar stóðu yfir í rúma tólf tíma og notuðust Rússar við nærri því sex hundruð sjálfsprengidróna og tæplega fimmtíu eldflaugar af ýmsum gerðum, þar á meðal ofurhljóðfráar stýriflaugar. 28. september 2025 07:52 Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Tilkynningum um rússneska dróna eða rússneskar herþotur inn í lofthelgi eða á loftvarnarsvæðum ríkja Atlantshafsbandalagsins hefur náð nýjum hæðum í þessum mánuði. Þetta hefur varpað ljósi á holur í vörnum NATO og í senn vakið spurningar um hvað ráðamönnum í Rússlandi standi til. 27. september 2025 16:01 Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Utanríkisráðherra Rússlands segir að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafi lýst yfir raunverulegu stríði við Rússland, í gegnum Úkraínu. Á fundi utanríkisráðherra G20 ríkjanna svokölluðu sagði Sergei Lavrov einnig að Vesturlönd bæru ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu. 25. september 2025 16:53 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Sjá meira
Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt einhverjar umfangsmestu loftárásir á Úkraínu hingað til. Árásirnar stóðu yfir í rúma tólf tíma og notuðust Rússar við nærri því sex hundruð sjálfsprengidróna og tæplega fimmtíu eldflaugar af ýmsum gerðum, þar á meðal ofurhljóðfráar stýriflaugar. 28. september 2025 07:52
Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Tilkynningum um rússneska dróna eða rússneskar herþotur inn í lofthelgi eða á loftvarnarsvæðum ríkja Atlantshafsbandalagsins hefur náð nýjum hæðum í þessum mánuði. Þetta hefur varpað ljósi á holur í vörnum NATO og í senn vakið spurningar um hvað ráðamönnum í Rússlandi standi til. 27. september 2025 16:01
Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Utanríkisráðherra Rússlands segir að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafi lýst yfir raunverulegu stríði við Rússland, í gegnum Úkraínu. Á fundi utanríkisráðherra G20 ríkjanna svokölluðu sagði Sergei Lavrov einnig að Vesturlönd bæru ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu. 25. september 2025 16:53