Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2025 08:00 Michael van Gerwen er einn fremsti pílukastari heims. Getty/Lewis Storey Einn fremsti pílukastari heims, þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen, stóð í slagsmálum á kebabstað um helgina. Myndband af áflogunum fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Van Gerwen var í fríi um helgina eftir að hafa dregið sig út úr Swiss Darts Trophy en þessi 36 ára Hollendingur kom sér engu að síður í fréttirnar, á röngum forsendum. Á myndbandinu sést Van Gerwen eiga í harkalegum orðaskiptum við annan mann áður en þeir ákveða að láta frekar hnefana tala. Menn í kringum þá, þar af tveir öryggisverðir að því er virðist, reyndu að stöðva þá og tókst það fljótt, áður en Van Gerwen var svo fylgt út af staðnum. Michael van Gerwen slaat 180 in de Donerzaak#vechtpartij #mightymike pic.twitter.com/AaYM45mLZg— Jef (@rallyjef3) September 28, 2025 Van Gerwen hefur nú tjáð sig um málið, við Darts News, og vildi sem minnst úr því gera: „Eftir ánægjulega kvöldstund vildum við grípa eitthvað til að borða og því miður endaði ég í aðstæðum sem maður vill frekar forðast. Maðurinn kom að mér úr eldhúsinu, það var ekki á hinn veginn, eftir að við höfðum skipst á orðum. Fólk hefur verið að láta þetta hljóma meira dramatískt en það var, sem er synd,“ sagði Hollendingurinn. „Eins og sjá má þá greip fólk þarna strax inn í og málið var leyst. Ég talaði meira að segja við frænda mannsins eftir á, og við hreinsuðum loftið áður en við fórum,“ bætti hann við. Daily Mail segir að málið komi upp á erfiðu ári fyrir Van Gerwen sem hafi skilið við eiginkonu sína Daphne í maí, eftir tíu ára samband. Þau eiga tvö börn saman. Van Gerwen hefur unnið til fjöld averðlauna á sínum ferli, meðal annars þrjá heimsmeistaratitla árin 2014, 2017 og 2019. Hann er sem stendur í 3. sæti heimslistans, á eftir Luke Littler og Luke Humphries. Pílukast Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir Kúrekarnir skutu Ernina niður Doncic áfram óstöðvandi og setti met María aftur heim til Klepp Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Orri skoraði sex í stórsigri Sjá meira
Van Gerwen var í fríi um helgina eftir að hafa dregið sig út úr Swiss Darts Trophy en þessi 36 ára Hollendingur kom sér engu að síður í fréttirnar, á röngum forsendum. Á myndbandinu sést Van Gerwen eiga í harkalegum orðaskiptum við annan mann áður en þeir ákveða að láta frekar hnefana tala. Menn í kringum þá, þar af tveir öryggisverðir að því er virðist, reyndu að stöðva þá og tókst það fljótt, áður en Van Gerwen var svo fylgt út af staðnum. Michael van Gerwen slaat 180 in de Donerzaak#vechtpartij #mightymike pic.twitter.com/AaYM45mLZg— Jef (@rallyjef3) September 28, 2025 Van Gerwen hefur nú tjáð sig um málið, við Darts News, og vildi sem minnst úr því gera: „Eftir ánægjulega kvöldstund vildum við grípa eitthvað til að borða og því miður endaði ég í aðstæðum sem maður vill frekar forðast. Maðurinn kom að mér úr eldhúsinu, það var ekki á hinn veginn, eftir að við höfðum skipst á orðum. Fólk hefur verið að láta þetta hljóma meira dramatískt en það var, sem er synd,“ sagði Hollendingurinn. „Eins og sjá má þá greip fólk þarna strax inn í og málið var leyst. Ég talaði meira að segja við frænda mannsins eftir á, og við hreinsuðum loftið áður en við fórum,“ bætti hann við. Daily Mail segir að málið komi upp á erfiðu ári fyrir Van Gerwen sem hafi skilið við eiginkonu sína Daphne í maí, eftir tíu ára samband. Þau eiga tvö börn saman. Van Gerwen hefur unnið til fjöld averðlauna á sínum ferli, meðal annars þrjá heimsmeistaratitla árin 2014, 2017 og 2019. Hann er sem stendur í 3. sæti heimslistans, á eftir Luke Littler og Luke Humphries.
Pílukast Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir Kúrekarnir skutu Ernina niður Doncic áfram óstöðvandi og setti met María aftur heim til Klepp Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Orri skoraði sex í stórsigri Sjá meira