Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. september 2025 10:36 Anton Ingi er nú á Keflavíkurflugvelli ásamt hópi farþega sem átti flug til Tenerife klukkan 10:30. Anton Ingi Rúnarsson knattspyrnuþjálfari er einn þeirra farþega Play sem situr nú eftir á Keflavíkurflugvelli án flugs eftir gjaldþrot félagsins. Hann átti flug til Tenerife núna klukkan 10:30 og var á klósettinu þegar hann fékk tíðindin af falli félagsins. Miðann keypti hann fyrir gjafabréf sem hann fékk eftir ótrúlega seinkun á flugi félagsins í vetur. „Maður stóð bara þarna að pissa þegar maður fékk símhringingarnar. Það var komið upp „go to gate“ á skjáinn og það var þannig í tíu mínútur í viðbót. Ég hugsaði þarna að ég yrði síðasti farþegi Play en það varð ekki,“ segir Anton Ingi í samtali við Vísi, merkilega brattur miðað við aðstæður. Síðar hafi loksins birst skilaboðin „Cancelled“ á skjánum. Flugferðin átti að hefjast 10:30 en tilkynnt var um að flugfélagið Play væri hætt starfsemi fyrir klukkan tíu. Anton Ingi sem þjálfar knattspyrnu í Grindavík var á leið til Tenerife ásamt eiginkonu sinni en er nú eftir ásamt öðrum farþegum á Keflavíkurflugvelli. Hann segir farþega nokkuð ringlaða og klóra sér í kollinum yfir því hvað þeir eigi að gera, enda óvenjulegar aðstæður svo vægt sé til orða tekið. „Fólk er mikið að pæla í því í kringum mig hérna hvort það megi nota tollinn á leiðinni út. Fólk veit það ekki, starfsmaður sagði okkur að hann væri ekki viss. Fólk er bara að týna töskur af beltinu núna.“ Anton segir það ekki koma til greina að láta fall Play ræna sig fríinu erlendis. Þau séu að ráða ráðum sínum hvað þau geri, það sé annað hvort að kaupa annað flug til Tenerife eða fara einfaldlega bara eitthvert allt annað. „Nýta fríið í fótboltanum þessar tvær vikur sem maður nær að hoppa, það er helvíti svekkjandi að hafa misst af þessu flugi. Markmiðið í dag er að bóka annað flug.“ Hvernig er tilfinningin að sitja eftir í Keflavík við svona aðstæður? „Maður veit ekki hvort maður eigi að hlæja eða grenja að þessu. Ætli maður verði ekki bara að hlæja að þessu.“ Hann segir það svo ótrúlegt mál að hafa keypt miðann til Tenerife með gjafabréfi sem hann fékk eftir að flug sem hann átti með félaginu í vetur seinkaði um rúmar 36 klukkustundir. „Þetta er ferðin sem ég ætlaði að fara í í staðinn, það er trixið í þessu, gjafabréfið felldi Play,“ segir Anton í gríni. Play Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Neytendur Tengdar fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Það skiptir máli fyrir þá sem hyggjast fá endurgreitt frá Play vegna flugferðar sem ekki var farið í eftir gjaldþrot félagsins, hvernig greitt var fyrir ferðina. Gjafabréf enda sem kröfur í þrotabú. 29. september 2025 10:30 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
„Maður stóð bara þarna að pissa þegar maður fékk símhringingarnar. Það var komið upp „go to gate“ á skjáinn og það var þannig í tíu mínútur í viðbót. Ég hugsaði þarna að ég yrði síðasti farþegi Play en það varð ekki,“ segir Anton Ingi í samtali við Vísi, merkilega brattur miðað við aðstæður. Síðar hafi loksins birst skilaboðin „Cancelled“ á skjánum. Flugferðin átti að hefjast 10:30 en tilkynnt var um að flugfélagið Play væri hætt starfsemi fyrir klukkan tíu. Anton Ingi sem þjálfar knattspyrnu í Grindavík var á leið til Tenerife ásamt eiginkonu sinni en er nú eftir ásamt öðrum farþegum á Keflavíkurflugvelli. Hann segir farþega nokkuð ringlaða og klóra sér í kollinum yfir því hvað þeir eigi að gera, enda óvenjulegar aðstæður svo vægt sé til orða tekið. „Fólk er mikið að pæla í því í kringum mig hérna hvort það megi nota tollinn á leiðinni út. Fólk veit það ekki, starfsmaður sagði okkur að hann væri ekki viss. Fólk er bara að týna töskur af beltinu núna.“ Anton segir það ekki koma til greina að láta fall Play ræna sig fríinu erlendis. Þau séu að ráða ráðum sínum hvað þau geri, það sé annað hvort að kaupa annað flug til Tenerife eða fara einfaldlega bara eitthvert allt annað. „Nýta fríið í fótboltanum þessar tvær vikur sem maður nær að hoppa, það er helvíti svekkjandi að hafa misst af þessu flugi. Markmiðið í dag er að bóka annað flug.“ Hvernig er tilfinningin að sitja eftir í Keflavík við svona aðstæður? „Maður veit ekki hvort maður eigi að hlæja eða grenja að þessu. Ætli maður verði ekki bara að hlæja að þessu.“ Hann segir það svo ótrúlegt mál að hafa keypt miðann til Tenerife með gjafabréfi sem hann fékk eftir að flug sem hann átti með félaginu í vetur seinkaði um rúmar 36 klukkustundir. „Þetta er ferðin sem ég ætlaði að fara í í staðinn, það er trixið í þessu, gjafabréfið felldi Play,“ segir Anton í gríni.
Play Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Neytendur Tengdar fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Það skiptir máli fyrir þá sem hyggjast fá endurgreitt frá Play vegna flugferðar sem ekki var farið í eftir gjaldþrot félagsins, hvernig greitt var fyrir ferðina. Gjafabréf enda sem kröfur í þrotabú. 29. september 2025 10:30 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Það skiptir máli fyrir þá sem hyggjast fá endurgreitt frá Play vegna flugferðar sem ekki var farið í eftir gjaldþrot félagsins, hvernig greitt var fyrir ferðina. Gjafabréf enda sem kröfur í þrotabú. 29. september 2025 10:30