Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. september 2025 13:22 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Icelandair eiga í samtali við stjórnvöld um mögulega aðkomu félagsins að því að bjarga strandaglópum sem sitja fastir erlendis vegna gjaldþrots Play. Forstjóri Icelandair segir samtalið á frumstigi, engar ákvarðanir hafi verið teknar. „Okkar fyrstu viðbrögð eru náttúrulega þau að við finnum til með farþegum og starfsfólki Play og þeim sem sitja núna fastir að reyna að finna út úr sínum ferðaplönum,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair í samtali við Vísi. Óljóst sé hvort félagið muni eiga aðkomu að því að aðstoða strandaglópa. „Við erum náttúrulega með umfangsmikla flugáætlun í gangi og næstu dagar eru mjög bókaðir og lítið af lausum sætum. Við erum í samtali við stjórnvöld núna, við erum með varavélar sem við gætum nýtt en þetta er atburður sem er nýskeður. Við ræðum það nú við stjórnvöld hvað sé hægt að gera, það samtal er nýhafið og við þurfum að sjá hvernig þetta þróast.“ Hækkanir ráðist af fjölda sæta Fréttastofu hefur borist ábendingar frá farþegum sem telja að miðar með Icelandair hafi hækkað mikið í dag eftir að fréttir bárust af falli Play. Bogi segir að almennt hafi fyrirtækið ekki gripið til verðhækkana eftir nýjustu tíðindin. „En eins og ég nefndi áðan er mjög lítið af sætum laus hjá okkur almennt næstu daga. Í flugrekstri er það þannig að síðustu sætin eru á hæsta verðinu. Þau hafa selst mjög hratt og áætlunin okkar er ekki eins stór núna eins og hún var í byrjun september, það er mjög mikið bókað og það var staðan fyrir þessar fréttir. Það er það sem hefur áhrif á verðlagningu.“ Hann segir fall Play ekki breyta því að Icelandair sé í gríðarlegri samkeppni. Til og frá Íslands fljúgi tuttugu flugfélög frá Evrópu og þó nokkur frá Norður-Ameríku. Virði hlutabréfa í félaginu hefur rokið upp eftir tíðindin af falli Play. „Þetta verður áfram mjög krefjandi samkeppni sem við verðum í og að reka lítið flugfélag frá Íslandi verður áfram krefjandi, í þessu verðbólguumhverfi, með þessum launahækkunum og með þessari stærðarhagkvæmni. Við verðum að halda áfram að vera á tánum.“ Icelandair Fréttir af flugi Gjaldþrot Play Play Ferðalög Neytendur Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
„Okkar fyrstu viðbrögð eru náttúrulega þau að við finnum til með farþegum og starfsfólki Play og þeim sem sitja núna fastir að reyna að finna út úr sínum ferðaplönum,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair í samtali við Vísi. Óljóst sé hvort félagið muni eiga aðkomu að því að aðstoða strandaglópa. „Við erum náttúrulega með umfangsmikla flugáætlun í gangi og næstu dagar eru mjög bókaðir og lítið af lausum sætum. Við erum í samtali við stjórnvöld núna, við erum með varavélar sem við gætum nýtt en þetta er atburður sem er nýskeður. Við ræðum það nú við stjórnvöld hvað sé hægt að gera, það samtal er nýhafið og við þurfum að sjá hvernig þetta þróast.“ Hækkanir ráðist af fjölda sæta Fréttastofu hefur borist ábendingar frá farþegum sem telja að miðar með Icelandair hafi hækkað mikið í dag eftir að fréttir bárust af falli Play. Bogi segir að almennt hafi fyrirtækið ekki gripið til verðhækkana eftir nýjustu tíðindin. „En eins og ég nefndi áðan er mjög lítið af sætum laus hjá okkur almennt næstu daga. Í flugrekstri er það þannig að síðustu sætin eru á hæsta verðinu. Þau hafa selst mjög hratt og áætlunin okkar er ekki eins stór núna eins og hún var í byrjun september, það er mjög mikið bókað og það var staðan fyrir þessar fréttir. Það er það sem hefur áhrif á verðlagningu.“ Hann segir fall Play ekki breyta því að Icelandair sé í gríðarlegri samkeppni. Til og frá Íslands fljúgi tuttugu flugfélög frá Evrópu og þó nokkur frá Norður-Ameríku. Virði hlutabréfa í félaginu hefur rokið upp eftir tíðindin af falli Play. „Þetta verður áfram mjög krefjandi samkeppni sem við verðum í og að reka lítið flugfélag frá Íslandi verður áfram krefjandi, í þessu verðbólguumhverfi, með þessum launahækkunum og með þessari stærðarhagkvæmni. Við verðum að halda áfram að vera á tánum.“
Icelandair Fréttir af flugi Gjaldþrot Play Play Ferðalög Neytendur Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira