Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. september 2025 13:22 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Icelandair eiga í samtali við stjórnvöld um mögulega aðkomu félagsins að því að bjarga strandaglópum sem sitja fastir erlendis vegna gjaldþrots Play. Forstjóri Icelandair segir samtalið á frumstigi, engar ákvarðanir hafi verið teknar. „Okkar fyrstu viðbrögð eru náttúrulega þau að við finnum til með farþegum og starfsfólki Play og þeim sem sitja núna fastir að reyna að finna út úr sínum ferðaplönum,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair í samtali við Vísi. Óljóst sé hvort félagið muni eiga aðkomu að því að aðstoða strandaglópa. „Við erum náttúrulega með umfangsmikla flugáætlun í gangi og næstu dagar eru mjög bókaðir og lítið af lausum sætum. Við erum í samtali við stjórnvöld núna, við erum með varavélar sem við gætum nýtt en þetta er atburður sem er nýskeður. Við ræðum það nú við stjórnvöld hvað sé hægt að gera, það samtal er nýhafið og við þurfum að sjá hvernig þetta þróast.“ Hækkanir ráðist af fjölda sæta Fréttastofu hefur borist ábendingar frá farþegum sem telja að miðar með Icelandair hafi hækkað mikið í dag eftir að fréttir bárust af falli Play. Bogi segir að almennt hafi fyrirtækið ekki gripið til verðhækkana eftir nýjustu tíðindin. „En eins og ég nefndi áðan er mjög lítið af sætum laus hjá okkur almennt næstu daga. Í flugrekstri er það þannig að síðustu sætin eru á hæsta verðinu. Þau hafa selst mjög hratt og áætlunin okkar er ekki eins stór núna eins og hún var í byrjun september, það er mjög mikið bókað og það var staðan fyrir þessar fréttir. Það er það sem hefur áhrif á verðlagningu.“ Hann segir fall Play ekki breyta því að Icelandair sé í gríðarlegri samkeppni. Til og frá Íslands fljúgi tuttugu flugfélög frá Evrópu og þó nokkur frá Norður-Ameríku. Virði hlutabréfa í félaginu hefur rokið upp eftir tíðindin af falli Play. „Þetta verður áfram mjög krefjandi samkeppni sem við verðum í og að reka lítið flugfélag frá Íslandi verður áfram krefjandi, í þessu verðbólguumhverfi, með þessum launahækkunum og með þessari stærðarhagkvæmni. Við verðum að halda áfram að vera á tánum.“ Icelandair Fréttir af flugi Gjaldþrot Play Play Ferðalög Neytendur Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
„Okkar fyrstu viðbrögð eru náttúrulega þau að við finnum til með farþegum og starfsfólki Play og þeim sem sitja núna fastir að reyna að finna út úr sínum ferðaplönum,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair í samtali við Vísi. Óljóst sé hvort félagið muni eiga aðkomu að því að aðstoða strandaglópa. „Við erum náttúrulega með umfangsmikla flugáætlun í gangi og næstu dagar eru mjög bókaðir og lítið af lausum sætum. Við erum í samtali við stjórnvöld núna, við erum með varavélar sem við gætum nýtt en þetta er atburður sem er nýskeður. Við ræðum það nú við stjórnvöld hvað sé hægt að gera, það samtal er nýhafið og við þurfum að sjá hvernig þetta þróast.“ Hækkanir ráðist af fjölda sæta Fréttastofu hefur borist ábendingar frá farþegum sem telja að miðar með Icelandair hafi hækkað mikið í dag eftir að fréttir bárust af falli Play. Bogi segir að almennt hafi fyrirtækið ekki gripið til verðhækkana eftir nýjustu tíðindin. „En eins og ég nefndi áðan er mjög lítið af sætum laus hjá okkur almennt næstu daga. Í flugrekstri er það þannig að síðustu sætin eru á hæsta verðinu. Þau hafa selst mjög hratt og áætlunin okkar er ekki eins stór núna eins og hún var í byrjun september, það er mjög mikið bókað og það var staðan fyrir þessar fréttir. Það er það sem hefur áhrif á verðlagningu.“ Hann segir fall Play ekki breyta því að Icelandair sé í gríðarlegri samkeppni. Til og frá Íslands fljúgi tuttugu flugfélög frá Evrópu og þó nokkur frá Norður-Ameríku. Virði hlutabréfa í félaginu hefur rokið upp eftir tíðindin af falli Play. „Þetta verður áfram mjög krefjandi samkeppni sem við verðum í og að reka lítið flugfélag frá Íslandi verður áfram krefjandi, í þessu verðbólguumhverfi, með þessum launahækkunum og með þessari stærðarhagkvæmni. Við verðum að halda áfram að vera á tánum.“
Icelandair Fréttir af flugi Gjaldþrot Play Play Ferðalög Neytendur Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira