Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Bjarki Sigurðsson skrifar 29. september 2025 15:38 Jóhann Óskar Borgþórsson er forseti Íslenska flugstéttarfélagsins. Play er eini viðsemjandi félagsins. Aðsend/Vísir/Vilhelm Forseti Íslenska flugstéttarfélagsins (ÍFF) segir gjaldþrot Play hafa komið öllum starfsmönnum á óvart. Hann segir gjaldþrotið gríðarlega þungt fyrir hans félagsfólk en félagið hafi sýnt síðustu mánuði að það hafi horfið frá upphaflegum gildum sínum. Play og ÍFF höfðu fundað reglulega síðustu vikur vegna kröfu stéttarfélagsins um að Play myndi staðfesta að kjarasamningar flugmanna myndu halda sér þegar félagið færði starfsemi sína til Möltu. Jóhann Óskar Borgþórsson, forseti ÍFF, segir í samtali við fréttastofu að enginn frá félaginu hafi á þessum fundum gert sér grein fyrir því að staðan væri orðin það slæm að félagið væri á leið í þrot. „Við fengum ekkert veður af þessu á þeim fundum. Hins vegar fóru að renna á okkur tvær grímur þegar jákvæða hljóðið sem var til að byrja með varð allt í einu þyngra. Þá varð ljóst frá okkar bæjardyrum, þó félagið muni halda einhverju öðru fram, að það stóð aldrei til að viðurkenna þetta ráðningarsamband við flugfélagið á Möltu. Þetta var orðið þungt að okkar mati,“ segir Jóhann Óskar, þó svo hann hafi ekki endilega talið að félagið væri að verða gjaldþrota. Reyna að tryggja réttindi Nú fer af stað vinna innan stéttarfélagsins að tryggja að félagsmenn fái það greitt sem þeir eiga inni hjá Play. Hljóðið sé þungt í hans félagsmönnum. „Stemningin í hópnum var kannski ekki góður undanfarið út af þessum breytingum. Þegar félög eru í niðurskurði og á að fækka fólki er kannski aldrei góð stemning. Fólk er mjög slegið yfir þessu,“ segir Jóhann Óskar. Átti að bjarga flugmönnum WOW Hann býst við því að margir þeirra flugmanna sem störfuðu hjá Play muni þurfa að leita að vinnu erlendis, vilji þeir halda áfram innan fluggeirans. „Það sem er daprast í þessu er að þegar félagið var stofnað á sínum tíma var tilgangurinn að búa til vinnu fyrir það fólk sem missti vinnuna hjá WOW á sínum tíma. Síðustu átján mánuði hefur orðið mikil breyting á því innan félagsins. Það hefur ekki verið mikill áhugi á að hafa okkur öll í vinnu,“ segir Jóhann Óskar. Engin ást eftir Þá hafi starfsmenn ekki borið mikinn hlýhug til fyrirtækisins og stjórnenda. „Það var alveg farið. Það var engin ást eftir get ég sagt þér. Hún var bara núll,“ segir Jóhann Óskar. Hins vegar hafi stjórnendur aldrei áttað sig á því að þeir hefðu misst salinn. „Það er kannski það grátlega í þessu. Við sögðum að ef þeir læsu salinn og tækju utan um okkur myndum við flytja fjöll fyrir þau,“ segir Jóhann Óskar. Stéttarfélög Gjaldþrot Play Gjaldþrot Play Vinnumarkaður Fréttir af flugi Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Innlent Fleiri fréttir Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Play og ÍFF höfðu fundað reglulega síðustu vikur vegna kröfu stéttarfélagsins um að Play myndi staðfesta að kjarasamningar flugmanna myndu halda sér þegar félagið færði starfsemi sína til Möltu. Jóhann Óskar Borgþórsson, forseti ÍFF, segir í samtali við fréttastofu að enginn frá félaginu hafi á þessum fundum gert sér grein fyrir því að staðan væri orðin það slæm að félagið væri á leið í þrot. „Við fengum ekkert veður af þessu á þeim fundum. Hins vegar fóru að renna á okkur tvær grímur þegar jákvæða hljóðið sem var til að byrja með varð allt í einu þyngra. Þá varð ljóst frá okkar bæjardyrum, þó félagið muni halda einhverju öðru fram, að það stóð aldrei til að viðurkenna þetta ráðningarsamband við flugfélagið á Möltu. Þetta var orðið þungt að okkar mati,“ segir Jóhann Óskar, þó svo hann hafi ekki endilega talið að félagið væri að verða gjaldþrota. Reyna að tryggja réttindi Nú fer af stað vinna innan stéttarfélagsins að tryggja að félagsmenn fái það greitt sem þeir eiga inni hjá Play. Hljóðið sé þungt í hans félagsmönnum. „Stemningin í hópnum var kannski ekki góður undanfarið út af þessum breytingum. Þegar félög eru í niðurskurði og á að fækka fólki er kannski aldrei góð stemning. Fólk er mjög slegið yfir þessu,“ segir Jóhann Óskar. Átti að bjarga flugmönnum WOW Hann býst við því að margir þeirra flugmanna sem störfuðu hjá Play muni þurfa að leita að vinnu erlendis, vilji þeir halda áfram innan fluggeirans. „Það sem er daprast í þessu er að þegar félagið var stofnað á sínum tíma var tilgangurinn að búa til vinnu fyrir það fólk sem missti vinnuna hjá WOW á sínum tíma. Síðustu átján mánuði hefur orðið mikil breyting á því innan félagsins. Það hefur ekki verið mikill áhugi á að hafa okkur öll í vinnu,“ segir Jóhann Óskar. Engin ást eftir Þá hafi starfsmenn ekki borið mikinn hlýhug til fyrirtækisins og stjórnenda. „Það var alveg farið. Það var engin ást eftir get ég sagt þér. Hún var bara núll,“ segir Jóhann Óskar. Hins vegar hafi stjórnendur aldrei áttað sig á því að þeir hefðu misst salinn. „Það er kannski það grátlega í þessu. Við sögðum að ef þeir læsu salinn og tækju utan um okkur myndum við flytja fjöll fyrir þau,“ segir Jóhann Óskar.
Stéttarfélög Gjaldþrot Play Gjaldþrot Play Vinnumarkaður Fréttir af flugi Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Innlent Fleiri fréttir Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira