Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 29. september 2025 22:22 Boeing 737-þota Arnarflugs með DC 8-þotu Icelandair í baksýn að aka frá gömlu flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Arnarflug starfaði í fjórtán ár á árunum 1976 til 1990. Úr safni fyrrverandi starfsmanna Arnarflugs Allt frá sameiningu Flugfélags Íslands og Loftleiða fyrir ríflega hálfri öld hafa minnst fimm íslensk félög verið stofnuð til að keppa við Icelandair í farþegaflugi til og frá Íslandi. Öll hafa þau farið á hausinn. Sagan var rifjuð upp í fréttum Sýnar en Icelandair fagnaði því í sumar að áttatíu ár voru liðin frá fyrsta millilandaflugi Íslendinga. Fyrsta ferðin var á Catalina-flugbát Flugfélags Íslands til Skotlands. Millilandaflugið hófst þó vart af alvöru fyrr en Loftleiðir og Flugfélag Íslands tóku fjögurra hreyfla Skymaster-flugvélar, eða fjarkana, í þjónustu sína. Frá árinu 1948 háðu flugfélögin harða samkeppni um hylli flugfarþega sem stóð yfir í aldarfjórðung allt til ársins 1973 þegar stjórnvöld í raun knúðu þau til sameiningar. Ástæðan var sú að ríkisstjórnin óttaðist að samkeppnin myndi keyra bæði félögin í þrot en flugrekstur var þá orðinn þýðingarmikill þáttur í þjóðarbúskap landsmanna. Boeing 720-þota Air Viking. Þessi flugvél fór síðar til Arnarflugs.wikipedia/Steve Fitzgerald Hið sameinaða félag Flugleiðir sat þó ekki eitt að markaðnum því Guðni Þórðarson, eigandi ferðaskrifstofunnar Sunnu, sem stofnað hafði Air Viking árið 1970, birtist sem stormsveipur með kaupum á tveimur Boeing 720 þotum árið 1974. Þótt Air Viking sinnti ekki áætlunarflugi tókst félaginu engu að síður með ódýru leiguflugi að ná til sín umtalsverðum farþegaflutningum, bæði til sólarlanda og einstakra borga. Þegar Air Viking fór í þrot árið 1976 var Arnarflug stofnað og tók yfir reksturinn. Arnarflug lét sér ekki nægja leiguflug heldur hóf einnig áætlunarflug til evrópskra borga sem og innanlandsflug. Arnarflug fór í þrot árið 1990 eftir fjórtán ára starfstíma. Boeing 737-þota Iceland Express.skjáskot/Stöð 2 Iceland Express kom inn á flugmarkaðinn árið 2003 og var helsti keppinautur Icelandair um níu ára skeið. Félagið var þó ekki sjálft með flugrekstrarleyfi og reksturinn rann á endanum inn í Wow Air árið 2012. Árið eftir var Iceland Express tekið til gjaldþrotaskipta. Skúli Mogensen hafði kynnt stofnun Wow Air haustið 2011 og náði hann á sjö árum að gera Wow að næst stærsta áætlunarflugfélagi Íslendinga með tuttugu þotur í rekstri. Allt voru þetta Airbus-þotur, þar á meðal breiðþotur. Skúli Mogensen fagnar fyrstu Airbus A321-þotu Wow Air á Reykjavíkurflugvelli árið 2015.Vilhelm Gunnarsson Með Wow fjölgaði mjög íslenskum starfsmönnum í fluginu en þegar mest var störfuðu um ellefuhundruð manns hjá félaginu. Wow fór í þrot í marsmánuði 2019 en það er enn í dag langstærsta íslenska félagið sem keppt hefur við Icelandair í millilandafluginu. Flugfélagið Play byggðist upp af rótum Wow Air og þaðan komu margir af lykilmönnum þess. Vegna covid-heimsfaraldursins dróst þó að Play kæmist á laggirnar og var fyrsta flug þess vorið 2021, tveimur árum eftir fall Wow. Play virtist fara vel af stað, byggði upp flota Airbus-véla, og aðeins tveimur árum eftir fyrsta flugið tók það við sinni tíundu þotu beint úr verksmiðju Airbus. Niceair reyndist skammvinn tilraun Norðlendinga til að halda úti íslensku millilandaflugi milli Akureyrar og borga Evrópu.Vísir7Tryggvi Um líkt leyti og Play var að byggjast upp fóru Norðlendingar af stað með stofnun Niceair, sem þó var líkt og Iceland Express ekki með eigið flugrekstrarleyfi. Fyrsta flug Niceair var í júní 2002 en rekstri þess lauk aðeins tíu mánuðum síðar. Núna þegar örlög Play eru ráðin og saga allra hinna félaganna er rifjuð upp spyrja eflaust margir: Er fullreynt að hægt sé að reka tvö íslensk flugfélög í farþegaflugi til og frá landinu eða munu fleiri reyna síðar? Fréttir af flugi Icelandair Play WOW Air Niceair Gjaldþrot Gjaldþrot Play Tengdar fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Icelandair fagnar því um þessar mundir að áttatíu ár eru liðin frá fyrsta millilandaflugi Íslendinga. Afmælisins var sérstaklega minnst á flugvellinum í Glasgow í fyrradag en fyrsta flugið frá Íslandi var einmitt til Skotlands. 13. júlí 2025 22:32 Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44 Koma fyrstu þotunnar einn af hápunktum flugsögu Íslands Koma Gullfaxa, fyrstu þotunnar, er einn af hápunktum flugsögu Íslendinga. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 rifja fyrrverandi starfsmenn Flugfélags Íslands upp þætti úr sögu félagsins, þar á meðal daginn þegar Boeing 727-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í júnímánuði 1967. 15. september 2024 07:27 Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44 „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Einn helsti brautryðjandi flugútrásar Íslendinga, Arngrímur Jóhannsson, segir galdurinn að góðum árangri ekki flókinn; innkoman verði að vera meiri en útgjöldin. Í þættinum Flugþjóðin Stöð 2 í kvöld var fjallað um alþjóðaútrás Íslendinga í fluginu í gegnum tíðina. 18. mars 2025 21:42 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Sagan var rifjuð upp í fréttum Sýnar en Icelandair fagnaði því í sumar að áttatíu ár voru liðin frá fyrsta millilandaflugi Íslendinga. Fyrsta ferðin var á Catalina-flugbát Flugfélags Íslands til Skotlands. Millilandaflugið hófst þó vart af alvöru fyrr en Loftleiðir og Flugfélag Íslands tóku fjögurra hreyfla Skymaster-flugvélar, eða fjarkana, í þjónustu sína. Frá árinu 1948 háðu flugfélögin harða samkeppni um hylli flugfarþega sem stóð yfir í aldarfjórðung allt til ársins 1973 þegar stjórnvöld í raun knúðu þau til sameiningar. Ástæðan var sú að ríkisstjórnin óttaðist að samkeppnin myndi keyra bæði félögin í þrot en flugrekstur var þá orðinn þýðingarmikill þáttur í þjóðarbúskap landsmanna. Boeing 720-þota Air Viking. Þessi flugvél fór síðar til Arnarflugs.wikipedia/Steve Fitzgerald Hið sameinaða félag Flugleiðir sat þó ekki eitt að markaðnum því Guðni Þórðarson, eigandi ferðaskrifstofunnar Sunnu, sem stofnað hafði Air Viking árið 1970, birtist sem stormsveipur með kaupum á tveimur Boeing 720 þotum árið 1974. Þótt Air Viking sinnti ekki áætlunarflugi tókst félaginu engu að síður með ódýru leiguflugi að ná til sín umtalsverðum farþegaflutningum, bæði til sólarlanda og einstakra borga. Þegar Air Viking fór í þrot árið 1976 var Arnarflug stofnað og tók yfir reksturinn. Arnarflug lét sér ekki nægja leiguflug heldur hóf einnig áætlunarflug til evrópskra borga sem og innanlandsflug. Arnarflug fór í þrot árið 1990 eftir fjórtán ára starfstíma. Boeing 737-þota Iceland Express.skjáskot/Stöð 2 Iceland Express kom inn á flugmarkaðinn árið 2003 og var helsti keppinautur Icelandair um níu ára skeið. Félagið var þó ekki sjálft með flugrekstrarleyfi og reksturinn rann á endanum inn í Wow Air árið 2012. Árið eftir var Iceland Express tekið til gjaldþrotaskipta. Skúli Mogensen hafði kynnt stofnun Wow Air haustið 2011 og náði hann á sjö árum að gera Wow að næst stærsta áætlunarflugfélagi Íslendinga með tuttugu þotur í rekstri. Allt voru þetta Airbus-þotur, þar á meðal breiðþotur. Skúli Mogensen fagnar fyrstu Airbus A321-þotu Wow Air á Reykjavíkurflugvelli árið 2015.Vilhelm Gunnarsson Með Wow fjölgaði mjög íslenskum starfsmönnum í fluginu en þegar mest var störfuðu um ellefuhundruð manns hjá félaginu. Wow fór í þrot í marsmánuði 2019 en það er enn í dag langstærsta íslenska félagið sem keppt hefur við Icelandair í millilandafluginu. Flugfélagið Play byggðist upp af rótum Wow Air og þaðan komu margir af lykilmönnum þess. Vegna covid-heimsfaraldursins dróst þó að Play kæmist á laggirnar og var fyrsta flug þess vorið 2021, tveimur árum eftir fall Wow. Play virtist fara vel af stað, byggði upp flota Airbus-véla, og aðeins tveimur árum eftir fyrsta flugið tók það við sinni tíundu þotu beint úr verksmiðju Airbus. Niceair reyndist skammvinn tilraun Norðlendinga til að halda úti íslensku millilandaflugi milli Akureyrar og borga Evrópu.Vísir7Tryggvi Um líkt leyti og Play var að byggjast upp fóru Norðlendingar af stað með stofnun Niceair, sem þó var líkt og Iceland Express ekki með eigið flugrekstrarleyfi. Fyrsta flug Niceair var í júní 2002 en rekstri þess lauk aðeins tíu mánuðum síðar. Núna þegar örlög Play eru ráðin og saga allra hinna félaganna er rifjuð upp spyrja eflaust margir: Er fullreynt að hægt sé að reka tvö íslensk flugfélög í farþegaflugi til og frá landinu eða munu fleiri reyna síðar?
Fréttir af flugi Icelandair Play WOW Air Niceair Gjaldþrot Gjaldþrot Play Tengdar fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Icelandair fagnar því um þessar mundir að áttatíu ár eru liðin frá fyrsta millilandaflugi Íslendinga. Afmælisins var sérstaklega minnst á flugvellinum í Glasgow í fyrradag en fyrsta flugið frá Íslandi var einmitt til Skotlands. 13. júlí 2025 22:32 Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44 Koma fyrstu þotunnar einn af hápunktum flugsögu Íslands Koma Gullfaxa, fyrstu þotunnar, er einn af hápunktum flugsögu Íslendinga. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 rifja fyrrverandi starfsmenn Flugfélags Íslands upp þætti úr sögu félagsins, þar á meðal daginn þegar Boeing 727-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í júnímánuði 1967. 15. september 2024 07:27 Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44 „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Einn helsti brautryðjandi flugútrásar Íslendinga, Arngrímur Jóhannsson, segir galdurinn að góðum árangri ekki flókinn; innkoman verði að vera meiri en útgjöldin. Í þættinum Flugþjóðin Stöð 2 í kvöld var fjallað um alþjóðaútrás Íslendinga í fluginu í gegnum tíðina. 18. mars 2025 21:42 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Icelandair fagnar því um þessar mundir að áttatíu ár eru liðin frá fyrsta millilandaflugi Íslendinga. Afmælisins var sérstaklega minnst á flugvellinum í Glasgow í fyrradag en fyrsta flugið frá Íslandi var einmitt til Skotlands. 13. júlí 2025 22:32
Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44
Koma fyrstu þotunnar einn af hápunktum flugsögu Íslands Koma Gullfaxa, fyrstu þotunnar, er einn af hápunktum flugsögu Íslendinga. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 rifja fyrrverandi starfsmenn Flugfélags Íslands upp þætti úr sögu félagsins, þar á meðal daginn þegar Boeing 727-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í júnímánuði 1967. 15. september 2024 07:27
Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44
„Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Einn helsti brautryðjandi flugútrásar Íslendinga, Arngrímur Jóhannsson, segir galdurinn að góðum árangri ekki flókinn; innkoman verði að vera meiri en útgjöldin. Í þættinum Flugþjóðin Stöð 2 í kvöld var fjallað um alþjóðaútrás Íslendinga í fluginu í gegnum tíðina. 18. mars 2025 21:42