Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. september 2025 11:58 Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir gjaldþrot Play koma til með að hafa áhrif. Vísir/Arnar Gjaldþrot Play er verulegt högg fyrir ferðaþjónustu hér á landi að minnsta kosti næstu mánuðina. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar og jafnframt að því fylgi nokkur óvissa þegar kemur að bókunum hjá ferðaþjónustufyrirtækjum í vetur. Strax í gær þegar tilkynnt var um gjaldþrotið var tólf flugferðum Play aflýst til og frá Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia átti Play 12% af flugframboði í þessum og næsta mánuði frá Keflavíkurflugvelli. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir gærdaginn hafa verið slæman fyrir ferðaþjónustu hér á landi. Þá séu margir í erfiðri stöðu sem áttu bókaðar ferðir með flugfélaginu á næstunni. „Manni verður náttúrulega fyrst hugsað til starfsfólksins og þeirra sem eru að missa vinnuna og síðan ekki síður þeirra sem eru svona strandaglópar hér og þar. Það eru verkefni sem þarf að leysa úr vonandi bara fljótt og vel.“ Gjaldþrotið hafi áhrif sér í lagi til skamms tíma. Blikur hafi verið á lofti í ferðaþjónustunni um tíma og minna bókað hjá ferðaþjónustufyrirtækjum en vonast var til. „Það er væntanlega töluvert af fólki sem átti bókanir með Play sem þarf þó annað hvort að taka ákvarðanir um hvort að það kaupi annan miða til þess að halda sig við plönin eða hvort það þarf að fara í endurgreiðslukröfu og bíði eftir því og fresti þá ferð eða eitthvað slíkt. Þannig þetta hefur vissulega óvissuáhrif og það hríslast niður ferðaþjónustukeðjuna. Það er svona ákveðin óvissa inn í veturinn nú þegar varðandi bókunarstöðu og annað. Við heyrum það á okkar félagsmönnum að fólk er ekkert allt of ánægt með það hvernig staðan er í inni í vetrarmánuðina. Við höfum verið að heyra frá stórum birgjum í Bandaríkjunum að þar er líka óvissa varðandi efnahagsástand og ferðavilja inn í næsta sumar. Þetta er eitthvað sem við verðum að reyna að fylgjast vel með og afla eins mikilla og góðar gagna um og við getum og sjá svo hvert stefnir. Það er alveg ljóst að þetta er verulegt högg inn í næstu mánuði.“ Isavia Keflavíkurflugvöllur Gjaldþrot Play Play Ferðaþjónusta Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Strax í gær þegar tilkynnt var um gjaldþrotið var tólf flugferðum Play aflýst til og frá Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia átti Play 12% af flugframboði í þessum og næsta mánuði frá Keflavíkurflugvelli. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir gærdaginn hafa verið slæman fyrir ferðaþjónustu hér á landi. Þá séu margir í erfiðri stöðu sem áttu bókaðar ferðir með flugfélaginu á næstunni. „Manni verður náttúrulega fyrst hugsað til starfsfólksins og þeirra sem eru að missa vinnuna og síðan ekki síður þeirra sem eru svona strandaglópar hér og þar. Það eru verkefni sem þarf að leysa úr vonandi bara fljótt og vel.“ Gjaldþrotið hafi áhrif sér í lagi til skamms tíma. Blikur hafi verið á lofti í ferðaþjónustunni um tíma og minna bókað hjá ferðaþjónustufyrirtækjum en vonast var til. „Það er væntanlega töluvert af fólki sem átti bókanir með Play sem þarf þó annað hvort að taka ákvarðanir um hvort að það kaupi annan miða til þess að halda sig við plönin eða hvort það þarf að fara í endurgreiðslukröfu og bíði eftir því og fresti þá ferð eða eitthvað slíkt. Þannig þetta hefur vissulega óvissuáhrif og það hríslast niður ferðaþjónustukeðjuna. Það er svona ákveðin óvissa inn í veturinn nú þegar varðandi bókunarstöðu og annað. Við heyrum það á okkar félagsmönnum að fólk er ekkert allt of ánægt með það hvernig staðan er í inni í vetrarmánuðina. Við höfum verið að heyra frá stórum birgjum í Bandaríkjunum að þar er líka óvissa varðandi efnahagsástand og ferðavilja inn í næsta sumar. Þetta er eitthvað sem við verðum að reyna að fylgjast vel með og afla eins mikilla og góðar gagna um og við getum og sjá svo hvert stefnir. Það er alveg ljóst að þetta er verulegt högg inn í næstu mánuði.“
Isavia Keflavíkurflugvöllur Gjaldþrot Play Play Ferðaþjónusta Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira