Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar 30. september 2025 13:30 Þingmaður Flokks fólksins, Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, skrifaði Skoðun á visir.is 25. september sl. undir yfirskriftinni Græðgin í forgrunni þar sem hún gagnrýndi tekjuöflun íþróttahreyfingarinnar, Háskóla Íslands, Rauða Krossins á Íslandi og Landsbjargar sem leiðandi aðila í rekstri fjárhættuspila á Íslandi. Gagnrýninni væri þó betur beint að stjórnvöldum, í það minnsta hvað Íslandsspil varðar. Íslandsspil sf. eiga og reka söfnunarkassa samkvæmt lögum, en féð sem safnast fer til rekstrar Rauða krossins á Íslandi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem starfa í þágu almannaheilla og er að hluta ætlað að fjármagna sig með þessum hætti. Þetta fyrirkomulag er ákveðið af stjórnvöldum, ekki Íslandsspilum. Fleiri eru starfandi á sama markaði samkvæmt íslenskum lögum, t.d. Happdrætti Háskóla Íslands, Happdrætti SÍBS og DAS og Getspá/Getraunir. Þá eru ótalin erlendu stórfyrirtækin sem Kolbrún nefnir sem reka fjárhættuspil á markaðnum, eða önnur peningaspil þar sem starfsemi er ekki í samræmi við það umhverfi sem íslensku aðilunum er skapað í þágu almannaheilla. Peningaspil hafa oft á tíðum verið gagnrýnd á Íslandi meðal annars vegna hagsmuna einstaklinga með spilavanda. Ekki er hægt að neita því að umhverfið sem nú gildir getur falið í sér freistingar fyrir spilafíkla, líkt og með aðra fíknisjúkdóma sem lögleg viðskipti geta ýtt undir. Spurningin um hvernig sé best að haga spilaumhverfinu á Íslandi hangir því í loftinu hjá Kolbrúnu. Það hlýtur að vera vilji allra að skapa skaðaminnkandi umhverfi, bæta spilamenningu og ná utan um starfsemina með lögum, enda þekkt að bönn leysa ekki vandann heldur færa hann bara í afkima samfélagsins. Íslandsspil hefur um nokkurt skeið starfrækt innanhúsnefnd um ábyrg peningaspil og á grunni hennar markaði fyrirtækið sér þá stefnu að berjast fyrir breyttu og betra spilaumhverfi á Íslandi með skaðaminnkun að leiðarljósi. Þessi grein er fyrsta formlega opinbera innlegg Íslandsspila í þessa umræðu. Spilakort hjálpa fólki með spilavanda Sú leið sem hópurinn innan Íslandsspila telur að sé farsælust er að sú að innleiða eitt spilakort fyrir öll peningaspil á Íslandi undir hatti eins rekstraraðila. Með því móti er hægt að leysa öll stærstu og þekktustu vandamál peningaspila með ábyrgum hætti. Afar mikilvægt er að spilakortið nái yfir alla starfssemi peningaspila á Íslandi því aðeins þannig skapast betri spilamenning þar sem peningaspilin innan spilakortsins eru viðurkennd. Þau spil sem falla þar fyrir utan eins og erlend fjárhættuspil verða þá jaðarspil sem auðveldara er útiloka, með lagaeftirfylgni og samfélagslegum hagsmunum spilara sem geta styrkt góðan málsstað með hóflegum upphæðum. Með spilakorti gæfist einnig tækifæri til forvarna og fræðslu um ábyrga spilun. Þá gæfi spilakort einnig möguleika á inngripum og hjálp til handa einstaklinga með spilavanda, en í núverandi umhverfi er ekki hægt að ná til þeirra með forvirkum hætti né heldur er hægt að hemja spilamennsku með neinum hætti nema með því að brjóta persónuverndarlög. Það er von Íslandsspila nú þegar þrettándi dómsmálaráðherrann er með umhverfi peningaspila til skoðunar að núverandi lögum verði breytt, peningaspilamarkaðurinn verði sameinaður í einu spilakorti og samið verði um hlutdeild í markaðnum vegna þeirra tekna sem fari eingöngu til mikilvægra málefna í þágu almannaheilla. Á sama tíma verði unnið í forvörnum og fræðslu og haldið betur utan um fólk með spilavanda með því að gera fólki kleift að útiloka sig frá spilun, setja viðmið um hvenær gripið er inn í óhóflega spilamennsku og koma á kerfi þar sem viðkomandi er boðin aðstoð til að takast á við sinn vanda. Með því að ná utan um erlenda netspilun, lækka alltof háa vinninga spilavítisvéla Happdrættis Háskóla Íslands og koma í veg fyrir ásókn stærstu aðilanna í markaðinn, ætti að takast að auka tekjur til forvarna og almannaheilla á sama tíma og hlúð er að fólki sem glímir við spilavanda. Svipað fyrirkomulag hefur gefist vel í nágrannalöndunum. Það er því löngu tímabært að mörkuð verði opinber stefna fyrir málaflokkinn sem tekur á þeim hættum sem steðja að íslenskum spilurum vegna of hárrar vogunar og erlendrar ásóknar inn á markaðinn. Höfundur er stjórnarmaður Íslandsspila sf. fyrir hönd Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingvar Örn Ingvarsson Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Þingmaður Flokks fólksins, Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, skrifaði Skoðun á visir.is 25. september sl. undir yfirskriftinni Græðgin í forgrunni þar sem hún gagnrýndi tekjuöflun íþróttahreyfingarinnar, Háskóla Íslands, Rauða Krossins á Íslandi og Landsbjargar sem leiðandi aðila í rekstri fjárhættuspila á Íslandi. Gagnrýninni væri þó betur beint að stjórnvöldum, í það minnsta hvað Íslandsspil varðar. Íslandsspil sf. eiga og reka söfnunarkassa samkvæmt lögum, en féð sem safnast fer til rekstrar Rauða krossins á Íslandi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem starfa í þágu almannaheilla og er að hluta ætlað að fjármagna sig með þessum hætti. Þetta fyrirkomulag er ákveðið af stjórnvöldum, ekki Íslandsspilum. Fleiri eru starfandi á sama markaði samkvæmt íslenskum lögum, t.d. Happdrætti Háskóla Íslands, Happdrætti SÍBS og DAS og Getspá/Getraunir. Þá eru ótalin erlendu stórfyrirtækin sem Kolbrún nefnir sem reka fjárhættuspil á markaðnum, eða önnur peningaspil þar sem starfsemi er ekki í samræmi við það umhverfi sem íslensku aðilunum er skapað í þágu almannaheilla. Peningaspil hafa oft á tíðum verið gagnrýnd á Íslandi meðal annars vegna hagsmuna einstaklinga með spilavanda. Ekki er hægt að neita því að umhverfið sem nú gildir getur falið í sér freistingar fyrir spilafíkla, líkt og með aðra fíknisjúkdóma sem lögleg viðskipti geta ýtt undir. Spurningin um hvernig sé best að haga spilaumhverfinu á Íslandi hangir því í loftinu hjá Kolbrúnu. Það hlýtur að vera vilji allra að skapa skaðaminnkandi umhverfi, bæta spilamenningu og ná utan um starfsemina með lögum, enda þekkt að bönn leysa ekki vandann heldur færa hann bara í afkima samfélagsins. Íslandsspil hefur um nokkurt skeið starfrækt innanhúsnefnd um ábyrg peningaspil og á grunni hennar markaði fyrirtækið sér þá stefnu að berjast fyrir breyttu og betra spilaumhverfi á Íslandi með skaðaminnkun að leiðarljósi. Þessi grein er fyrsta formlega opinbera innlegg Íslandsspila í þessa umræðu. Spilakort hjálpa fólki með spilavanda Sú leið sem hópurinn innan Íslandsspila telur að sé farsælust er að sú að innleiða eitt spilakort fyrir öll peningaspil á Íslandi undir hatti eins rekstraraðila. Með því móti er hægt að leysa öll stærstu og þekktustu vandamál peningaspila með ábyrgum hætti. Afar mikilvægt er að spilakortið nái yfir alla starfssemi peningaspila á Íslandi því aðeins þannig skapast betri spilamenning þar sem peningaspilin innan spilakortsins eru viðurkennd. Þau spil sem falla þar fyrir utan eins og erlend fjárhættuspil verða þá jaðarspil sem auðveldara er útiloka, með lagaeftirfylgni og samfélagslegum hagsmunum spilara sem geta styrkt góðan málsstað með hóflegum upphæðum. Með spilakorti gæfist einnig tækifæri til forvarna og fræðslu um ábyrga spilun. Þá gæfi spilakort einnig möguleika á inngripum og hjálp til handa einstaklinga með spilavanda, en í núverandi umhverfi er ekki hægt að ná til þeirra með forvirkum hætti né heldur er hægt að hemja spilamennsku með neinum hætti nema með því að brjóta persónuverndarlög. Það er von Íslandsspila nú þegar þrettándi dómsmálaráðherrann er með umhverfi peningaspila til skoðunar að núverandi lögum verði breytt, peningaspilamarkaðurinn verði sameinaður í einu spilakorti og samið verði um hlutdeild í markaðnum vegna þeirra tekna sem fari eingöngu til mikilvægra málefna í þágu almannaheilla. Á sama tíma verði unnið í forvörnum og fræðslu og haldið betur utan um fólk með spilavanda með því að gera fólki kleift að útiloka sig frá spilun, setja viðmið um hvenær gripið er inn í óhóflega spilamennsku og koma á kerfi þar sem viðkomandi er boðin aðstoð til að takast á við sinn vanda. Með því að ná utan um erlenda netspilun, lækka alltof háa vinninga spilavítisvéla Happdrættis Háskóla Íslands og koma í veg fyrir ásókn stærstu aðilanna í markaðinn, ætti að takast að auka tekjur til forvarna og almannaheilla á sama tíma og hlúð er að fólki sem glímir við spilavanda. Svipað fyrirkomulag hefur gefist vel í nágrannalöndunum. Það er því löngu tímabært að mörkuð verði opinber stefna fyrir málaflokkinn sem tekur á þeim hættum sem steðja að íslenskum spilurum vegna of hárrar vogunar og erlendrar ásóknar inn á markaðinn. Höfundur er stjórnarmaður Íslandsspila sf. fyrir hönd Rauða krossins á Íslandi.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun