Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar 30. september 2025 13:30 Þingmaður Flokks fólksins, Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, skrifaði Skoðun á visir.is 25. september sl. undir yfirskriftinni Græðgin í forgrunni þar sem hún gagnrýndi tekjuöflun íþróttahreyfingarinnar, Háskóla Íslands, Rauða Krossins á Íslandi og Landsbjargar sem leiðandi aðila í rekstri fjárhættuspila á Íslandi. Gagnrýninni væri þó betur beint að stjórnvöldum, í það minnsta hvað Íslandsspil varðar. Íslandsspil sf. eiga og reka söfnunarkassa samkvæmt lögum, en féð sem safnast fer til rekstrar Rauða krossins á Íslandi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem starfa í þágu almannaheilla og er að hluta ætlað að fjármagna sig með þessum hætti. Þetta fyrirkomulag er ákveðið af stjórnvöldum, ekki Íslandsspilum. Fleiri eru starfandi á sama markaði samkvæmt íslenskum lögum, t.d. Happdrætti Háskóla Íslands, Happdrætti SÍBS og DAS og Getspá/Getraunir. Þá eru ótalin erlendu stórfyrirtækin sem Kolbrún nefnir sem reka fjárhættuspil á markaðnum, eða önnur peningaspil þar sem starfsemi er ekki í samræmi við það umhverfi sem íslensku aðilunum er skapað í þágu almannaheilla. Peningaspil hafa oft á tíðum verið gagnrýnd á Íslandi meðal annars vegna hagsmuna einstaklinga með spilavanda. Ekki er hægt að neita því að umhverfið sem nú gildir getur falið í sér freistingar fyrir spilafíkla, líkt og með aðra fíknisjúkdóma sem lögleg viðskipti geta ýtt undir. Spurningin um hvernig sé best að haga spilaumhverfinu á Íslandi hangir því í loftinu hjá Kolbrúnu. Það hlýtur að vera vilji allra að skapa skaðaminnkandi umhverfi, bæta spilamenningu og ná utan um starfsemina með lögum, enda þekkt að bönn leysa ekki vandann heldur færa hann bara í afkima samfélagsins. Íslandsspil hefur um nokkurt skeið starfrækt innanhúsnefnd um ábyrg peningaspil og á grunni hennar markaði fyrirtækið sér þá stefnu að berjast fyrir breyttu og betra spilaumhverfi á Íslandi með skaðaminnkun að leiðarljósi. Þessi grein er fyrsta formlega opinbera innlegg Íslandsspila í þessa umræðu. Spilakort hjálpa fólki með spilavanda Sú leið sem hópurinn innan Íslandsspila telur að sé farsælust er að sú að innleiða eitt spilakort fyrir öll peningaspil á Íslandi undir hatti eins rekstraraðila. Með því móti er hægt að leysa öll stærstu og þekktustu vandamál peningaspila með ábyrgum hætti. Afar mikilvægt er að spilakortið nái yfir alla starfssemi peningaspila á Íslandi því aðeins þannig skapast betri spilamenning þar sem peningaspilin innan spilakortsins eru viðurkennd. Þau spil sem falla þar fyrir utan eins og erlend fjárhættuspil verða þá jaðarspil sem auðveldara er útiloka, með lagaeftirfylgni og samfélagslegum hagsmunum spilara sem geta styrkt góðan málsstað með hóflegum upphæðum. Með spilakorti gæfist einnig tækifæri til forvarna og fræðslu um ábyrga spilun. Þá gæfi spilakort einnig möguleika á inngripum og hjálp til handa einstaklinga með spilavanda, en í núverandi umhverfi er ekki hægt að ná til þeirra með forvirkum hætti né heldur er hægt að hemja spilamennsku með neinum hætti nema með því að brjóta persónuverndarlög. Það er von Íslandsspila nú þegar þrettándi dómsmálaráðherrann er með umhverfi peningaspila til skoðunar að núverandi lögum verði breytt, peningaspilamarkaðurinn verði sameinaður í einu spilakorti og samið verði um hlutdeild í markaðnum vegna þeirra tekna sem fari eingöngu til mikilvægra málefna í þágu almannaheilla. Á sama tíma verði unnið í forvörnum og fræðslu og haldið betur utan um fólk með spilavanda með því að gera fólki kleift að útiloka sig frá spilun, setja viðmið um hvenær gripið er inn í óhóflega spilamennsku og koma á kerfi þar sem viðkomandi er boðin aðstoð til að takast á við sinn vanda. Með því að ná utan um erlenda netspilun, lækka alltof háa vinninga spilavítisvéla Happdrættis Háskóla Íslands og koma í veg fyrir ásókn stærstu aðilanna í markaðinn, ætti að takast að auka tekjur til forvarna og almannaheilla á sama tíma og hlúð er að fólki sem glímir við spilavanda. Svipað fyrirkomulag hefur gefist vel í nágrannalöndunum. Það er því löngu tímabært að mörkuð verði opinber stefna fyrir málaflokkinn sem tekur á þeim hættum sem steðja að íslenskum spilurum vegna of hárrar vogunar og erlendrar ásóknar inn á markaðinn. Höfundur er stjórnarmaður Íslandsspila sf. fyrir hönd Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingvar Örn Ingvarsson Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Þingmaður Flokks fólksins, Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, skrifaði Skoðun á visir.is 25. september sl. undir yfirskriftinni Græðgin í forgrunni þar sem hún gagnrýndi tekjuöflun íþróttahreyfingarinnar, Háskóla Íslands, Rauða Krossins á Íslandi og Landsbjargar sem leiðandi aðila í rekstri fjárhættuspila á Íslandi. Gagnrýninni væri þó betur beint að stjórnvöldum, í það minnsta hvað Íslandsspil varðar. Íslandsspil sf. eiga og reka söfnunarkassa samkvæmt lögum, en féð sem safnast fer til rekstrar Rauða krossins á Íslandi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem starfa í þágu almannaheilla og er að hluta ætlað að fjármagna sig með þessum hætti. Þetta fyrirkomulag er ákveðið af stjórnvöldum, ekki Íslandsspilum. Fleiri eru starfandi á sama markaði samkvæmt íslenskum lögum, t.d. Happdrætti Háskóla Íslands, Happdrætti SÍBS og DAS og Getspá/Getraunir. Þá eru ótalin erlendu stórfyrirtækin sem Kolbrún nefnir sem reka fjárhættuspil á markaðnum, eða önnur peningaspil þar sem starfsemi er ekki í samræmi við það umhverfi sem íslensku aðilunum er skapað í þágu almannaheilla. Peningaspil hafa oft á tíðum verið gagnrýnd á Íslandi meðal annars vegna hagsmuna einstaklinga með spilavanda. Ekki er hægt að neita því að umhverfið sem nú gildir getur falið í sér freistingar fyrir spilafíkla, líkt og með aðra fíknisjúkdóma sem lögleg viðskipti geta ýtt undir. Spurningin um hvernig sé best að haga spilaumhverfinu á Íslandi hangir því í loftinu hjá Kolbrúnu. Það hlýtur að vera vilji allra að skapa skaðaminnkandi umhverfi, bæta spilamenningu og ná utan um starfsemina með lögum, enda þekkt að bönn leysa ekki vandann heldur færa hann bara í afkima samfélagsins. Íslandsspil hefur um nokkurt skeið starfrækt innanhúsnefnd um ábyrg peningaspil og á grunni hennar markaði fyrirtækið sér þá stefnu að berjast fyrir breyttu og betra spilaumhverfi á Íslandi með skaðaminnkun að leiðarljósi. Þessi grein er fyrsta formlega opinbera innlegg Íslandsspila í þessa umræðu. Spilakort hjálpa fólki með spilavanda Sú leið sem hópurinn innan Íslandsspila telur að sé farsælust er að sú að innleiða eitt spilakort fyrir öll peningaspil á Íslandi undir hatti eins rekstraraðila. Með því móti er hægt að leysa öll stærstu og þekktustu vandamál peningaspila með ábyrgum hætti. Afar mikilvægt er að spilakortið nái yfir alla starfssemi peningaspila á Íslandi því aðeins þannig skapast betri spilamenning þar sem peningaspilin innan spilakortsins eru viðurkennd. Þau spil sem falla þar fyrir utan eins og erlend fjárhættuspil verða þá jaðarspil sem auðveldara er útiloka, með lagaeftirfylgni og samfélagslegum hagsmunum spilara sem geta styrkt góðan málsstað með hóflegum upphæðum. Með spilakorti gæfist einnig tækifæri til forvarna og fræðslu um ábyrga spilun. Þá gæfi spilakort einnig möguleika á inngripum og hjálp til handa einstaklinga með spilavanda, en í núverandi umhverfi er ekki hægt að ná til þeirra með forvirkum hætti né heldur er hægt að hemja spilamennsku með neinum hætti nema með því að brjóta persónuverndarlög. Það er von Íslandsspila nú þegar þrettándi dómsmálaráðherrann er með umhverfi peningaspila til skoðunar að núverandi lögum verði breytt, peningaspilamarkaðurinn verði sameinaður í einu spilakorti og samið verði um hlutdeild í markaðnum vegna þeirra tekna sem fari eingöngu til mikilvægra málefna í þágu almannaheilla. Á sama tíma verði unnið í forvörnum og fræðslu og haldið betur utan um fólk með spilavanda með því að gera fólki kleift að útiloka sig frá spilun, setja viðmið um hvenær gripið er inn í óhóflega spilamennsku og koma á kerfi þar sem viðkomandi er boðin aðstoð til að takast á við sinn vanda. Með því að ná utan um erlenda netspilun, lækka alltof háa vinninga spilavítisvéla Happdrættis Háskóla Íslands og koma í veg fyrir ásókn stærstu aðilanna í markaðinn, ætti að takast að auka tekjur til forvarna og almannaheilla á sama tíma og hlúð er að fólki sem glímir við spilavanda. Svipað fyrirkomulag hefur gefist vel í nágrannalöndunum. Það er því löngu tímabært að mörkuð verði opinber stefna fyrir málaflokkinn sem tekur á þeim hættum sem steðja að íslenskum spilurum vegna of hárrar vogunar og erlendrar ásóknar inn á markaðinn. Höfundur er stjórnarmaður Íslandsspila sf. fyrir hönd Rauða krossins á Íslandi.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun