Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar 1. október 2025 11:03 Við lifum á tíma rofs. Og þá er ég ekki að vísa til þess einfalda tíma þegar íslensk rofabörð og gróðureyðing voru táknmyndir hverfulleika og varnarleysis. Rof samtímans birtist í öllum grunnstoðum samfélaga – í viðskiptalífinu, stjórnmálum, mannréttindum, tækni, trú, grunngildum einstaklinga. Stoðir sem við töldum áður að væru órjúfanlegur þáttur tilvistar okkar og framfara – eru ekki lengur jafn sjálfsagðar.. Þegar við missum fótfestu sem einstaklingar eða samfélög er mikilvægt staldra við og vinna af ásetningi til að fyrirbyggja áframhaldandi jarðvegseyðingu, festa aftur rætur og muna hvað bindur okkar saman sem mannverur. Þegar heimurinn kallar eftir mennsku gengur ekki að fela sig bakvið tækni og gervigreind og afgreiða málin með einum tölvupósti, yfirgangi eða tjáknmynd. Skammsýni, hroki, rangupplýsingar, ójafnrétti, skandalar og stríð hola bergið sem leggur grunninn að okkar samfélögum. Við þurfum ekki meira skvaldur, heldur skilning og áhrifamiklar lausnir sem byggja á mennsku, auðmýkt og stefnufestu. Á tímum mikilla umbreytinga og bakslags kallar heimurinn eftir réttsýni, kjarki og karakter. Heimurinn kallar eftir leiðtogum sem leiða á grunni tímalausra gilda, en ekki skammtíma viðhorfa og innantómra loforða. Heimurinn skorar á vinnustaði að setja stöðugar framfarir og sjálfbæran vöxt - í allra þágu - í forgang. Sá grunnur, þau lögmál árangurs, eru áttaviti á mínum vinnustað. Tilgangur okkar er styðja við vöxt einstaklinga og frammistöðu vinnustaða með því að leggja rækt við menningu árangurs og lykilfærni fólks. Hvernig væri að hvert og eitt okkar myndi leggja sig fram og vera fyrirmynd samkenndar og virðingar, og gera skilningsríka hlustun að okkar bestu leið, meira að segja þegar við erum ósammála. Hvernig virkjar þú augnablik fyrir innihaldsrík samtöl í stað þess að æsa til kappræðna? Hvernig væri að við myndum segja fleiri persónulegar sögur af því sem hefur gengið vel og hvernig við höfum leyst málin sem mannverur, en ekki fela okkur bakvið skoðanir, hreyfingar, hlutverk eða afrek annarra? Hvernig væri að við myndum leggja okkur fram við að rækta traust alls staðar og alltaf, til dæmis með því að vera opin um okkar sanna ásetning, og með því að biðjast afsökunar þegar þess þarf og vera samkvæm sjálfum okkur og láta verkin tala? Hvernig væri að við myndum tengjast þeim gildum sem í raun tengja okkur? Hvernig birtist virðing, umhyggja, framsýni, sanngirni, heilindi, frelsi, ábyrgð – og jafnvel ást í þínum daglegu verkum? Hvernig væri að við myndum tengjast hvort öðru upp á nýtt – heyra í vinum og fjölskyldu og nágrönnum og vinnufélögum og taka samtal um fyrir hvað þið eruð þakklát, rifja upp góðar minningar, fagna framförum – og tala um þann heim sem við viljum að barnabörn okkar lifi? Hvernig væri að við myndum öll finna kjarkinn til að leiða okkur sjálf, okkar fólk og okkar samfélag áfram á grunni kjarks og vonar og mála saman sameiginlega mynd af þeirri framtíð sem við óskum okkur? Árangur okkar hefst með okkur. Hvert auðnuspor sem við tökum á þeirri vegferð í dag – mótar landslag okkar framtíðar. Stundum væri gott að hverfa aftur til þess tíma þegar flutningur jarðefna, sverfing bergs og mótun nýs lands var aðal áhyggjuefni okkar. Við höfum fundið margar leiðir til að binda örfoka land og hemja uppblástur og gróðureyðingu. Leggjum rækt við ræktun lands og þjóðar með sjálfsrækt, mannrækt og með því að rækta leiðtoga á öllum stigum samfélagsins. Líkt og í jarðfræði leiðir rof til landmótunar og nýs landslags. Ákveðum að hafa það landslag góðan jarðveg fyrir alla til að dafna. Vinnustaðir og samfélög sem setja vöxt fólks í forgang uppskera árangur allra. Stöðugt. Hver er þín vegferð? Árangur hefst hér. Með þér. Höfundur er framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Við lifum á tíma rofs. Og þá er ég ekki að vísa til þess einfalda tíma þegar íslensk rofabörð og gróðureyðing voru táknmyndir hverfulleika og varnarleysis. Rof samtímans birtist í öllum grunnstoðum samfélaga – í viðskiptalífinu, stjórnmálum, mannréttindum, tækni, trú, grunngildum einstaklinga. Stoðir sem við töldum áður að væru órjúfanlegur þáttur tilvistar okkar og framfara – eru ekki lengur jafn sjálfsagðar.. Þegar við missum fótfestu sem einstaklingar eða samfélög er mikilvægt staldra við og vinna af ásetningi til að fyrirbyggja áframhaldandi jarðvegseyðingu, festa aftur rætur og muna hvað bindur okkar saman sem mannverur. Þegar heimurinn kallar eftir mennsku gengur ekki að fela sig bakvið tækni og gervigreind og afgreiða málin með einum tölvupósti, yfirgangi eða tjáknmynd. Skammsýni, hroki, rangupplýsingar, ójafnrétti, skandalar og stríð hola bergið sem leggur grunninn að okkar samfélögum. Við þurfum ekki meira skvaldur, heldur skilning og áhrifamiklar lausnir sem byggja á mennsku, auðmýkt og stefnufestu. Á tímum mikilla umbreytinga og bakslags kallar heimurinn eftir réttsýni, kjarki og karakter. Heimurinn kallar eftir leiðtogum sem leiða á grunni tímalausra gilda, en ekki skammtíma viðhorfa og innantómra loforða. Heimurinn skorar á vinnustaði að setja stöðugar framfarir og sjálfbæran vöxt - í allra þágu - í forgang. Sá grunnur, þau lögmál árangurs, eru áttaviti á mínum vinnustað. Tilgangur okkar er styðja við vöxt einstaklinga og frammistöðu vinnustaða með því að leggja rækt við menningu árangurs og lykilfærni fólks. Hvernig væri að hvert og eitt okkar myndi leggja sig fram og vera fyrirmynd samkenndar og virðingar, og gera skilningsríka hlustun að okkar bestu leið, meira að segja þegar við erum ósammála. Hvernig virkjar þú augnablik fyrir innihaldsrík samtöl í stað þess að æsa til kappræðna? Hvernig væri að við myndum segja fleiri persónulegar sögur af því sem hefur gengið vel og hvernig við höfum leyst málin sem mannverur, en ekki fela okkur bakvið skoðanir, hreyfingar, hlutverk eða afrek annarra? Hvernig væri að við myndum leggja okkur fram við að rækta traust alls staðar og alltaf, til dæmis með því að vera opin um okkar sanna ásetning, og með því að biðjast afsökunar þegar þess þarf og vera samkvæm sjálfum okkur og láta verkin tala? Hvernig væri að við myndum tengjast þeim gildum sem í raun tengja okkur? Hvernig birtist virðing, umhyggja, framsýni, sanngirni, heilindi, frelsi, ábyrgð – og jafnvel ást í þínum daglegu verkum? Hvernig væri að við myndum tengjast hvort öðru upp á nýtt – heyra í vinum og fjölskyldu og nágrönnum og vinnufélögum og taka samtal um fyrir hvað þið eruð þakklát, rifja upp góðar minningar, fagna framförum – og tala um þann heim sem við viljum að barnabörn okkar lifi? Hvernig væri að við myndum öll finna kjarkinn til að leiða okkur sjálf, okkar fólk og okkar samfélag áfram á grunni kjarks og vonar og mála saman sameiginlega mynd af þeirri framtíð sem við óskum okkur? Árangur okkar hefst með okkur. Hvert auðnuspor sem við tökum á þeirri vegferð í dag – mótar landslag okkar framtíðar. Stundum væri gott að hverfa aftur til þess tíma þegar flutningur jarðefna, sverfing bergs og mótun nýs lands var aðal áhyggjuefni okkar. Við höfum fundið margar leiðir til að binda örfoka land og hemja uppblástur og gróðureyðingu. Leggjum rækt við ræktun lands og þjóðar með sjálfsrækt, mannrækt og með því að rækta leiðtoga á öllum stigum samfélagsins. Líkt og í jarðfræði leiðir rof til landmótunar og nýs landslags. Ákveðum að hafa það landslag góðan jarðveg fyrir alla til að dafna. Vinnustaðir og samfélög sem setja vöxt fólks í forgang uppskera árangur allra. Stöðugt. Hver er þín vegferð? Árangur hefst hér. Með þér. Höfundur er framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun