Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar 1. október 2025 11:03 Við lifum á tíma rofs. Og þá er ég ekki að vísa til þess einfalda tíma þegar íslensk rofabörð og gróðureyðing voru táknmyndir hverfulleika og varnarleysis. Rof samtímans birtist í öllum grunnstoðum samfélaga – í viðskiptalífinu, stjórnmálum, mannréttindum, tækni, trú, grunngildum einstaklinga. Stoðir sem við töldum áður að væru órjúfanlegur þáttur tilvistar okkar og framfara – eru ekki lengur jafn sjálfsagðar.. Þegar við missum fótfestu sem einstaklingar eða samfélög er mikilvægt staldra við og vinna af ásetningi til að fyrirbyggja áframhaldandi jarðvegseyðingu, festa aftur rætur og muna hvað bindur okkar saman sem mannverur. Þegar heimurinn kallar eftir mennsku gengur ekki að fela sig bakvið tækni og gervigreind og afgreiða málin með einum tölvupósti, yfirgangi eða tjáknmynd. Skammsýni, hroki, rangupplýsingar, ójafnrétti, skandalar og stríð hola bergið sem leggur grunninn að okkar samfélögum. Við þurfum ekki meira skvaldur, heldur skilning og áhrifamiklar lausnir sem byggja á mennsku, auðmýkt og stefnufestu. Á tímum mikilla umbreytinga og bakslags kallar heimurinn eftir réttsýni, kjarki og karakter. Heimurinn kallar eftir leiðtogum sem leiða á grunni tímalausra gilda, en ekki skammtíma viðhorfa og innantómra loforða. Heimurinn skorar á vinnustaði að setja stöðugar framfarir og sjálfbæran vöxt - í allra þágu - í forgang. Sá grunnur, þau lögmál árangurs, eru áttaviti á mínum vinnustað. Tilgangur okkar er styðja við vöxt einstaklinga og frammistöðu vinnustaða með því að leggja rækt við menningu árangurs og lykilfærni fólks. Hvernig væri að hvert og eitt okkar myndi leggja sig fram og vera fyrirmynd samkenndar og virðingar, og gera skilningsríka hlustun að okkar bestu leið, meira að segja þegar við erum ósammála. Hvernig virkjar þú augnablik fyrir innihaldsrík samtöl í stað þess að æsa til kappræðna? Hvernig væri að við myndum segja fleiri persónulegar sögur af því sem hefur gengið vel og hvernig við höfum leyst málin sem mannverur, en ekki fela okkur bakvið skoðanir, hreyfingar, hlutverk eða afrek annarra? Hvernig væri að við myndum leggja okkur fram við að rækta traust alls staðar og alltaf, til dæmis með því að vera opin um okkar sanna ásetning, og með því að biðjast afsökunar þegar þess þarf og vera samkvæm sjálfum okkur og láta verkin tala? Hvernig væri að við myndum tengjast þeim gildum sem í raun tengja okkur? Hvernig birtist virðing, umhyggja, framsýni, sanngirni, heilindi, frelsi, ábyrgð – og jafnvel ást í þínum daglegu verkum? Hvernig væri að við myndum tengjast hvort öðru upp á nýtt – heyra í vinum og fjölskyldu og nágrönnum og vinnufélögum og taka samtal um fyrir hvað þið eruð þakklát, rifja upp góðar minningar, fagna framförum – og tala um þann heim sem við viljum að barnabörn okkar lifi? Hvernig væri að við myndum öll finna kjarkinn til að leiða okkur sjálf, okkar fólk og okkar samfélag áfram á grunni kjarks og vonar og mála saman sameiginlega mynd af þeirri framtíð sem við óskum okkur? Árangur okkar hefst með okkur. Hvert auðnuspor sem við tökum á þeirri vegferð í dag – mótar landslag okkar framtíðar. Stundum væri gott að hverfa aftur til þess tíma þegar flutningur jarðefna, sverfing bergs og mótun nýs lands var aðal áhyggjuefni okkar. Við höfum fundið margar leiðir til að binda örfoka land og hemja uppblástur og gróðureyðingu. Leggjum rækt við ræktun lands og þjóðar með sjálfsrækt, mannrækt og með því að rækta leiðtoga á öllum stigum samfélagsins. Líkt og í jarðfræði leiðir rof til landmótunar og nýs landslags. Ákveðum að hafa það landslag góðan jarðveg fyrir alla til að dafna. Vinnustaðir og samfélög sem setja vöxt fólks í forgang uppskera árangur allra. Stöðugt. Hver er þín vegferð? Árangur hefst hér. Með þér. Höfundur er framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Við lifum á tíma rofs. Og þá er ég ekki að vísa til þess einfalda tíma þegar íslensk rofabörð og gróðureyðing voru táknmyndir hverfulleika og varnarleysis. Rof samtímans birtist í öllum grunnstoðum samfélaga – í viðskiptalífinu, stjórnmálum, mannréttindum, tækni, trú, grunngildum einstaklinga. Stoðir sem við töldum áður að væru órjúfanlegur þáttur tilvistar okkar og framfara – eru ekki lengur jafn sjálfsagðar.. Þegar við missum fótfestu sem einstaklingar eða samfélög er mikilvægt staldra við og vinna af ásetningi til að fyrirbyggja áframhaldandi jarðvegseyðingu, festa aftur rætur og muna hvað bindur okkar saman sem mannverur. Þegar heimurinn kallar eftir mennsku gengur ekki að fela sig bakvið tækni og gervigreind og afgreiða málin með einum tölvupósti, yfirgangi eða tjáknmynd. Skammsýni, hroki, rangupplýsingar, ójafnrétti, skandalar og stríð hola bergið sem leggur grunninn að okkar samfélögum. Við þurfum ekki meira skvaldur, heldur skilning og áhrifamiklar lausnir sem byggja á mennsku, auðmýkt og stefnufestu. Á tímum mikilla umbreytinga og bakslags kallar heimurinn eftir réttsýni, kjarki og karakter. Heimurinn kallar eftir leiðtogum sem leiða á grunni tímalausra gilda, en ekki skammtíma viðhorfa og innantómra loforða. Heimurinn skorar á vinnustaði að setja stöðugar framfarir og sjálfbæran vöxt - í allra þágu - í forgang. Sá grunnur, þau lögmál árangurs, eru áttaviti á mínum vinnustað. Tilgangur okkar er styðja við vöxt einstaklinga og frammistöðu vinnustaða með því að leggja rækt við menningu árangurs og lykilfærni fólks. Hvernig væri að hvert og eitt okkar myndi leggja sig fram og vera fyrirmynd samkenndar og virðingar, og gera skilningsríka hlustun að okkar bestu leið, meira að segja þegar við erum ósammála. Hvernig virkjar þú augnablik fyrir innihaldsrík samtöl í stað þess að æsa til kappræðna? Hvernig væri að við myndum segja fleiri persónulegar sögur af því sem hefur gengið vel og hvernig við höfum leyst málin sem mannverur, en ekki fela okkur bakvið skoðanir, hreyfingar, hlutverk eða afrek annarra? Hvernig væri að við myndum leggja okkur fram við að rækta traust alls staðar og alltaf, til dæmis með því að vera opin um okkar sanna ásetning, og með því að biðjast afsökunar þegar þess þarf og vera samkvæm sjálfum okkur og láta verkin tala? Hvernig væri að við myndum tengjast þeim gildum sem í raun tengja okkur? Hvernig birtist virðing, umhyggja, framsýni, sanngirni, heilindi, frelsi, ábyrgð – og jafnvel ást í þínum daglegu verkum? Hvernig væri að við myndum tengjast hvort öðru upp á nýtt – heyra í vinum og fjölskyldu og nágrönnum og vinnufélögum og taka samtal um fyrir hvað þið eruð þakklát, rifja upp góðar minningar, fagna framförum – og tala um þann heim sem við viljum að barnabörn okkar lifi? Hvernig væri að við myndum öll finna kjarkinn til að leiða okkur sjálf, okkar fólk og okkar samfélag áfram á grunni kjarks og vonar og mála saman sameiginlega mynd af þeirri framtíð sem við óskum okkur? Árangur okkar hefst með okkur. Hvert auðnuspor sem við tökum á þeirri vegferð í dag – mótar landslag okkar framtíðar. Stundum væri gott að hverfa aftur til þess tíma þegar flutningur jarðefna, sverfing bergs og mótun nýs lands var aðal áhyggjuefni okkar. Við höfum fundið margar leiðir til að binda örfoka land og hemja uppblástur og gróðureyðingu. Leggjum rækt við ræktun lands og þjóðar með sjálfsrækt, mannrækt og með því að rækta leiðtoga á öllum stigum samfélagsins. Líkt og í jarðfræði leiðir rof til landmótunar og nýs landslags. Ákveðum að hafa það landslag góðan jarðveg fyrir alla til að dafna. Vinnustaðir og samfélög sem setja vöxt fólks í forgang uppskera árangur allra. Stöðugt. Hver er þín vegferð? Árangur hefst hér. Með þér. Höfundur er framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar