Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. október 2025 07:02 DiCaprio var eitt sinn stærsti hjartaknúsari Hollywood. Í dag er hann orðinn ansi góður í að leika trúðslega og aumkunarverða karaktera. Hér er hann freðinn, fyrrverandi byltingarsinni með ofsóknaræði, sem þarf að hafa upp á dóttur sinni. Tæplega þriggja tíma hasarsprengja með sprenghlægilegum karakterum, æsispennandi framvindu og hárbeittri ádeilu. Hér mætast róttækir byltingarsinnar, freðinn faðir með ofsóknaræði, innflytjendur í leit að betra lífi og fasistar sem beita óhræddir hernaðarvaldi. Þannig mætti lýsa One Battle After Another, tíundu kvikmynd Pauls Thomas Anderson sem hefur síðustu þrjátíu ár fest sig í sessi sem einn fremsti leikstjóri okkar tíma. Anderson skrifar sjálfur handritið en sagan er innblásin af skáldsögunni Vineland eftir Thomas Pynchon. Byltingarsinnaði skæruliðahópurinn The French 75 lýsir yfir stríði í garð ríkjandi stefnu Bandaríkjastjórnar. Nýgræðingurinn Ghetto Pat og leiðtoginn Beverly Perfidia Hills fella hugi saman og eignast dóttur. Sextán árum síðar bankar gamall óvinur upp á hjá fjölskyldunni og við tekur spennuþrungin atburðarás. Leonardo DiCaprio, Chase Infiniti og Sean Penn eru í aðalhlutverkum en auk þeirra fara Benicio del Toro, Teyana Taylor og Regina Hall með stór hlutverk í myndinni. Jonny Greenwood semur tónlistina og Michael Bauman er kvikmyndatökumaður. Stórir, breyskir, margslungnir karakterar Paul Thomas Anderson braust fram á sjónarsviðið 1996 með glæpamyndinni Hard Eight, þá aðeins 26 ára gamall. Ári síðar vakti hann rækilega athygli Hollywood með Boogie Nights, sem fjallar um ris og fall klámstjörnunnar Dirk Diggler á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Mark Wahlber leikur Dirk Diggler í Boogie Nights.New Line Cinema Eftir það leikstýrði Anderson hverri neglunni á fætur annarri. Hann tvinnaði saman fjölda frásagna í Magnolia (1999), færði okkur bestu frammistöðu Adams Sandler frá upphafi í Punch-Drunk Love (2002), gerði olíu-epíkina There Will Be Blood (2007) með kynngimögnuðum Daniel Day Lewis og deildi á Vísindakirkjuna í The Master (2012) sem var meðal síðustu mynda Phillip Seymour Hoffman. Anderson er mikill aðdáandi sérvitra bandaríska rithöfundarins Thomas Pynchon og hafði lengi ætlað sér að aðlaga stórvirkið Vineland að skjánum. Það þurfti að bíða en skáldsagan V. eftir Pynchon varð honum innblástur að The Master sem fjallar um samband drykkfellds sjóliða við skapstóran költ-leiðtoga. Hoffman og Phoenix í The Master. Næst leikstýrði hann Inherent Vice (2014), aðlögun á samnefndri bók Pynchon, sem gerist undir lok hippatímabilsins. Þótti mörgum Anderson stíga fyrsta feilspor sitt með stónera-spæjaramyndinni sökum ruglingslegrar framvindu og óreiðukennds tóns. Spæjarinn Doc Sportiello á margt sameiginlegt með Lebowski þeirra Coen-bræðra og jafnframt Bob úr One Battle After Another. Myndin fékk ekki beinlínis slæma dóma en miðað við ofurháan standard Anderson þá voru viðtökurnar volgar. Áfram vann hann þó að handriti sem byggði á Vínlandi Pynchon. Reynolds Woodcock sníðir kjól á Ölmu Elson. Anderson vann aftur með Daniel Day-Lewis í rómantísku períódunni The Phantom Thread (2017) sem gerist á sjötta áratugnum og fjallar um virtan en duttlungafullan fatahönnuð. Næstnýjasta mynd Anderson er gamanmyndin Licorice Pizza (2021) sem fjallar um kynni tveggja ungmenna árið 1973. Báðar myndir voru tilnefndar til Óskarsverðlauna sem besta kvikmynd en hvorug vann. Eftir það lauk Anderson loksins við handritið sem hann hafði unnið að síðustu tuttugu ár. Á endanum reyndist myndin einungis undir áhrifum Vínlands-bókar Pynchon fremur en bein aðlögun. Áður en ég fór á One Battle After Another fór ég að velta fyrir mér hvað það er sem einkennir hann sem leikstjóra. Það er ekki hlaupið að því að skilgreina Anderson því stílbrögð hans eru ekki jafn einkennandi og margra annarra leikstjóra. Daniel Day-Lewis leikur olíukaupmanninn Daniel Plainview sem svífst einskis til að verða ríkur. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er frásagnarkunnátta Anderson og persónur hans. Anderson skrifar sjálfur handritin að öllum sínum kvikmyndum og innihalda þær yfirleitt breyskar, flóknar og eftirminnilegar persónur. Fléttan skiptir ekki öllu máli heldur frekar persónurnar, sambönd þeirra við aðra og heimurinn sem þær búa í. Sömuleiðis virðast leikarar yfirleitt eiga leikframmistöðu lífs sín undir leikstjórn Anderson. Þar má nefna Adam Sandler sem er magnaður í Punch-Drunk Love, Tom Cruise og Julianne Moore í Magnolia og Joaquin Phoenix í The Master. Sjálfur segist Anderson gefa leikurum litlar nótur sem virðist gefa þeim nægilegt frelsi til að skína. Cruise og Moore eru frábær í Magnolia, Sandler stórkostlegur í Punch-Drunk Love og Phoenix afbragð í The Master. En hann nær líka alltaf að búa til sannfærandi söguheima sem búa hver yfir eigin stemmingu. Auga hans fyrir smáatriðum í búningum og leikmynd spila þar stórt hlutverk en líka kvikmyndatakan þar sem hann er bæði duglegur að finna fallega ramma og halda myndavélinni á hreyfingu. Í stuttu máli býr Anderson til mjög vönduð verk þar sem flestir þættir eru framúrskarandi. Hins vegar er eitt áhugavert við umfjöllunarefni Anderson síðustu tuttugu og fimm ár, hann hefur verið dálítið fastur í fortíðinni. Fyrir utan Punch-Drunk Love gerast síðustu sex myndir hans allar á síðustu öld, allt frá fyrsta áratugnum til þess áttunda. Hefur þessi nálgun verið túlkuð sem svo að Anderson þyrði ekki að takast á við samtíma sinn. Anderson hefur svo sannarlega svarað kallinu því nýjasta mynd hans fjallar svo sannarlega um samtíma okkar, uppgang fasískra afla, flóttamannakrísuna, lögreglu- og hernaðarríki Bandaríkjanna og vanmátt byltingarafla. Byltingarsinnar, fasistar og feðgin One Battle After Another hefst í óræðum samtíma Bandaríkjanna í landamærabúðum við Mexíkó þar sem fólk hírist í þröngum búrum. Hópur byltingarsinnaðra skæruliða sem gengur undir nafninu The French 75 ræðst á búðirnar og frelsar hina fangelsuðu. Leiðtogi sveitarinnar, hin herskáa Perfidia Beverly Hills (Taylor) og sprengjusérfræðingurinn Pat (DiCaprio), sem er nýr í hópnum, fella hugi saman samhliða frekari hryðjuverkum. Sveitin er fljót að vekja athygli yfirvalda og ögra herforingjanum Stephen J. Lockjaw (Penn) sem fær Perfidiu á heilann. Teyana Taylor leikur Perfidiu með miklu svægi og sjarma. Sextán árum síðar hefur sveitin sundrast og Bandaríkin þróast enn lengra í átt að fasísku ríki. Pat hefur skipt um nafn, ber dulnefnið Bob og hefur síðustu ár deyft sig með áfengi og öðrum sterkari efnum. Honum hefur þrátt fyrir það tekist að ala upp bráðgáfaða og metnaðarfulla dóttur sem heitir Willa (Infiniti). Bob er ofsóknaróður, sannfærður um að yfirvöld séu að fylgjast með honum. En ofsóknaræðið reynist á rökum reist þegar Lockjaw fer einn daginn á eftir feðginunum. Án þess að spilla sögunni frekar tekur við spennuþrunginn eltingaleikur sem einkennist af einhverjum besta hasar sem maður hefur upplifað lengi í bland við meinfyndnar senur. Deilt á samtímann með hasar og húmor Anderson er óhræddur við að vaða í stærstu átakamál samtímans í myndinni, framkomu bandarískra yfirvalda í garð innflytjenda sem koma til Bandaríkjanna í leit að betra lífi og uppgang hvítrar kynþáttahyggju meðal bandarískra fasista. Myndin er meinfyndin á köflum. Það er vandmeðfarið að taka þessi mál fyrir án þess að fara í mikinn predikunartón. Anderson tekst það hins vegar mætavel með því að staðsetja hasarinn í forgrunni og leyfa áhorfendum að upplifa yfirvofandi ástand í bakgrunni. Um leið notar hann húmor óspart til að mála fasísku öflin sem það sem þau eru í grunninn, kjánalegan karlaklúbb. Um leið finnur maður gegnumgangandi fyrir því hvernig viðspyrnan við þessum öflum hefur mistekist, byltingarsveitir splundrað sér sjálfar og gefist upp á málstaðnum. Á sama tíma skín í gegn trú á framtíðina, þó fyrri kynslóðum hafi mistekist er næsta kynslóð óhrædd við að taka við keflinu. Benicio del Toro er æðislegur sem sensei Sergio. Bob er með hjartað á réttum stað en er seinheppinn og hálf vanhæfur til að sinna verkefninu. Trekk í trekk þarf hann að reiða sig á gæsku og hjálpsemi annarra. Þó hann búi varla yfir getunni gefst hann ekki upp, kasta sér aftur og aftur út í átök. Hann kynnist á ferðalagi sínu karate-kennaranum Sergio St. Carlos (del Toro), sem hefur komið upp nútíma neðanjarðarjárnbraut þar sem ólöglegum innflytjendum er veitt hæli. Til skýringar var upprunalega neðanjarðarjárnbrautin (e. underground railroad) kerfi leynileiða og öruggra húsa sem hjálpaði þrælum að flýja suðurríki Bandaríkjanna. Sensei-inn er leiðtogi sem leiðir af yfirvegun, gæsku og klókindum. Hann hefur byggst samfélag á bræðralagi og hjálpfýsi. Hann myndar gott mótvægi við fasistana sem byggja heimsmynd sína á dilkadrætti og klofningi - þeir enda alltaf á því að svíkja hvor annan. Leikstjórn, tónlist og myndataka upp á tíu One Battle After Another er 170 mínútna löng en er þrátt fyrir það ein aðgengilegasta mynd Anderson til þessa og þýtur hjá við áhorfið. Ástæðan er tilfinning Anderson fyrir flæði og uppbyggingu. Spennuþrungin framvinda, stórkostlega hasarsenur og góð klipping eru lykilatriði en líka tónlistin sem er nýtt til að slá taktinn. Jonny Greenwood, gítar- og hljómborðsleikari Radiohead, vinnur í sjötta sinn við að semja kvikmyndatónlist fyrir Anderson. Kraftmiklir strengir taka á móti manni strax í byrjun og setja tóninn, gegnum alla myndina fær tónlistin síðan mikið pláss án þess þó að yfirgnæfa frásögnina. Jazzkennt píanóglamur býr til ónotatilfinningu og gítarplokk í nunnuklaustri breytir tóninum algjörlega. Chase Infiniti sprettur fram á sjónarsviðið nánast fullmótuð sem Willa Ferguson. Kvikmyndatökumaðurinn Michael Bauman skýtur myndina á 35mm filmu á gamaldags VistaVision-vélar sem virðast komnar aftur í tísku. Síðustu þrjátíu ár hefur Bauman unnið sem ljósameistari og skaut hann fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd hjá Anderson í Licorice Pizza. Kvikmyndatakan er dýnamísk, stundum fáum við falleg víðskot sem ramma inn karakterana en þeir félagar eru líka óhræddir við að koma hreyfingu á vélina til að fanga hraðann og hasarinn. Myndin nær hápunkti í bílaeltingaleik í eyðimörkinni þar sem farið er upp og niður hæðir en þar koma saman mögnuð myndataka, þéttur trommusláttur og góð klipping sem búa saman til kæfandi spennu. Senan er það áhrifamikil að móðir manns sem ég þekki varð bílveik. Eins og maður er vanur úr myndum Anderson skína leikararnir skært. Teyana Taylor eignar sér skjáinn framan af sem hin glannalega, óhrædda og róttæka Perfidia. DiCaprio er lágstemmdur í byrjun en í seinni hlutanum er hann víraður, skapstór og klaufskur. Allt í senn er hann aumkunarverður, sprenghlægilegur og sjarmerandi. DiCaprio leikur æ sjaldnar í myndum en er yfirleitt frábær þegar hann birtist á skjánum. Hin 25 ára Chase Infiniti (sem heitir í höfuðið á persónu úr Batman Forever og slagorði Bósa ljósár) leikur hér í sinni fyrstu mynd og tekst það með stökustu prýði. Maður trúir því að hún sé táningur en líka að hún nái að þroskast hratt við þessar strembnu aðstæður. Feðginasambandið er sterkt þó við fáum bara örfáar senur með þeim saman. Del Toro er mjög fyndinn sem zenaði, úrræðagóði og drykkfelldi sensei-inn og aðrir aukaleikarar komast vel frá sínu. Senuþjófur myndarinnar er hins vegar Sean Penn sem eitt eftirminnilegasta illmenni síðustu ára. Stjáni blái ef hann væri aumkunarverður, ofstopafullur og rasískur hershöfðingi. Penn leikur hershöfðingjann Lockjaw sem er grimmur, graður og hallærislegur en býr líka yfir ódrepandi seiglu. Hvað hreyfingar og útlit varðar minnti hann mig á köflum á Andrés Önd eða Stjána bláa, spígsporandi um með kassann út og geiflandi sig framan í aðra. Persónan er á mörkum þess að vera of ýkt en Penn nær samt að gera hann þrívíðan, sýna okkur viðkvæmari og barnslegri hlið. En Lockjaw er bara sendiboði, fótgönguliði sem fellur fyrir hatursfullum áróðri og fylgir skipunum yfirboðara til að falla í kramið. Hann gerir sér ekki grein fyrir því að þeir munu aldrei samþykkja hann sem einn af þeim. Fasistarnir hafa sömuleiðis ekki enn uppgötvað að samfélag byggt á tortryggni, hatri og svikum gengur ekki upp. Um leið virkar myndin sem hálfgerð játning, viðurkenning á því að Anderson og kynslóð hans hafi ekki gert nóg, hafi ekki verið nógu róttæk. Ljósið í myrkrinu er framtíðin og Anderson trúir því að næstu kynslóðir muni breyta rétt. Niðurstaða One Battle After Another er aðgengilegasta kvikmynd Pauls Thomas Anderson til þessa, 170 mínútna hasarmynd á epískum skala sem blandar saman ótrúlegri spennu við góðan aulahúmor og beitta ádeilu. Tónlistin er lykilatriði í að búa til þennan þéttan hasarhnullung ásamt góðri klippingu, dýnamískri myndatöku og frábærum leik aðalleikara. Þetta er stórvirki, farið að sjá One Battle After Another í bíó, þið munuð ekki sjá eftir því! Ég er búinn að fara að sjá hana tvisvar og gæti alveg hugsað mér að fara í þriðja sinn áður en hún yfirgefur kvikmyndahús. Gagnrýni Magnúsar Jochums Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Fólk verður ástfangið, skapar fjölskyldu og eignast þrjú börn. Síðan hættir það að verða ástfangið og skilur. En hvað gerist svo? Lífið gengur sinn vanagang, börnin halda áfram að vaxa og þeir fullorðnu verða að venjast nýjum raunveruleika. 21. ágúst 2025 07:02 Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Tvær framhaldsmyndir sígildra gamanmynda komu út fyrir skömmu. Önnur er ófrumleg endurnýting á gömlu efni meðan hin er ferskt framhald sem bryddar upp á nýjungum um leið og hún heiðrar forvera sína. 11. ágúst 2025 07:01 Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Fyrstu skref hinna fjögurra fræknu fjallar um tilvonandi foreldra sem þurfa að takast á við afl sem ógnar jörðinni. Myndin er sú best útlítandi frá Marvel í áraraðir og býr yfir sterkum leikhópi en skilur lítið eftir sig vegna vanþróaðra persóna. 5. ágúst 2025 07:31 Vók Ofurmenni slaufað Ofurmennið Kal-El er snúinn aftur og hefur sjaldan verið jafn teiknimyndasögulegur og skrípó. Samt þarf hann að glíma við slaufun, auðjöfur sem kaupir sér umræðuna og þjóð sem hernemur nágrannaríki. Myndin er út um allt en samt með hjartað á réttum stað. 25. júlí 2025 07:01 Mest lesið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Heimatilbúið „corny“ Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Þannig mætti lýsa One Battle After Another, tíundu kvikmynd Pauls Thomas Anderson sem hefur síðustu þrjátíu ár fest sig í sessi sem einn fremsti leikstjóri okkar tíma. Anderson skrifar sjálfur handritið en sagan er innblásin af skáldsögunni Vineland eftir Thomas Pynchon. Byltingarsinnaði skæruliðahópurinn The French 75 lýsir yfir stríði í garð ríkjandi stefnu Bandaríkjastjórnar. Nýgræðingurinn Ghetto Pat og leiðtoginn Beverly Perfidia Hills fella hugi saman og eignast dóttur. Sextán árum síðar bankar gamall óvinur upp á hjá fjölskyldunni og við tekur spennuþrungin atburðarás. Leonardo DiCaprio, Chase Infiniti og Sean Penn eru í aðalhlutverkum en auk þeirra fara Benicio del Toro, Teyana Taylor og Regina Hall með stór hlutverk í myndinni. Jonny Greenwood semur tónlistina og Michael Bauman er kvikmyndatökumaður. Stórir, breyskir, margslungnir karakterar Paul Thomas Anderson braust fram á sjónarsviðið 1996 með glæpamyndinni Hard Eight, þá aðeins 26 ára gamall. Ári síðar vakti hann rækilega athygli Hollywood með Boogie Nights, sem fjallar um ris og fall klámstjörnunnar Dirk Diggler á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Mark Wahlber leikur Dirk Diggler í Boogie Nights.New Line Cinema Eftir það leikstýrði Anderson hverri neglunni á fætur annarri. Hann tvinnaði saman fjölda frásagna í Magnolia (1999), færði okkur bestu frammistöðu Adams Sandler frá upphafi í Punch-Drunk Love (2002), gerði olíu-epíkina There Will Be Blood (2007) með kynngimögnuðum Daniel Day Lewis og deildi á Vísindakirkjuna í The Master (2012) sem var meðal síðustu mynda Phillip Seymour Hoffman. Anderson er mikill aðdáandi sérvitra bandaríska rithöfundarins Thomas Pynchon og hafði lengi ætlað sér að aðlaga stórvirkið Vineland að skjánum. Það þurfti að bíða en skáldsagan V. eftir Pynchon varð honum innblástur að The Master sem fjallar um samband drykkfellds sjóliða við skapstóran költ-leiðtoga. Hoffman og Phoenix í The Master. Næst leikstýrði hann Inherent Vice (2014), aðlögun á samnefndri bók Pynchon, sem gerist undir lok hippatímabilsins. Þótti mörgum Anderson stíga fyrsta feilspor sitt með stónera-spæjaramyndinni sökum ruglingslegrar framvindu og óreiðukennds tóns. Spæjarinn Doc Sportiello á margt sameiginlegt með Lebowski þeirra Coen-bræðra og jafnframt Bob úr One Battle After Another. Myndin fékk ekki beinlínis slæma dóma en miðað við ofurháan standard Anderson þá voru viðtökurnar volgar. Áfram vann hann þó að handriti sem byggði á Vínlandi Pynchon. Reynolds Woodcock sníðir kjól á Ölmu Elson. Anderson vann aftur með Daniel Day-Lewis í rómantísku períódunni The Phantom Thread (2017) sem gerist á sjötta áratugnum og fjallar um virtan en duttlungafullan fatahönnuð. Næstnýjasta mynd Anderson er gamanmyndin Licorice Pizza (2021) sem fjallar um kynni tveggja ungmenna árið 1973. Báðar myndir voru tilnefndar til Óskarsverðlauna sem besta kvikmynd en hvorug vann. Eftir það lauk Anderson loksins við handritið sem hann hafði unnið að síðustu tuttugu ár. Á endanum reyndist myndin einungis undir áhrifum Vínlands-bókar Pynchon fremur en bein aðlögun. Áður en ég fór á One Battle After Another fór ég að velta fyrir mér hvað það er sem einkennir hann sem leikstjóra. Það er ekki hlaupið að því að skilgreina Anderson því stílbrögð hans eru ekki jafn einkennandi og margra annarra leikstjóra. Daniel Day-Lewis leikur olíukaupmanninn Daniel Plainview sem svífst einskis til að verða ríkur. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er frásagnarkunnátta Anderson og persónur hans. Anderson skrifar sjálfur handritin að öllum sínum kvikmyndum og innihalda þær yfirleitt breyskar, flóknar og eftirminnilegar persónur. Fléttan skiptir ekki öllu máli heldur frekar persónurnar, sambönd þeirra við aðra og heimurinn sem þær búa í. Sömuleiðis virðast leikarar yfirleitt eiga leikframmistöðu lífs sín undir leikstjórn Anderson. Þar má nefna Adam Sandler sem er magnaður í Punch-Drunk Love, Tom Cruise og Julianne Moore í Magnolia og Joaquin Phoenix í The Master. Sjálfur segist Anderson gefa leikurum litlar nótur sem virðist gefa þeim nægilegt frelsi til að skína. Cruise og Moore eru frábær í Magnolia, Sandler stórkostlegur í Punch-Drunk Love og Phoenix afbragð í The Master. En hann nær líka alltaf að búa til sannfærandi söguheima sem búa hver yfir eigin stemmingu. Auga hans fyrir smáatriðum í búningum og leikmynd spila þar stórt hlutverk en líka kvikmyndatakan þar sem hann er bæði duglegur að finna fallega ramma og halda myndavélinni á hreyfingu. Í stuttu máli býr Anderson til mjög vönduð verk þar sem flestir þættir eru framúrskarandi. Hins vegar er eitt áhugavert við umfjöllunarefni Anderson síðustu tuttugu og fimm ár, hann hefur verið dálítið fastur í fortíðinni. Fyrir utan Punch-Drunk Love gerast síðustu sex myndir hans allar á síðustu öld, allt frá fyrsta áratugnum til þess áttunda. Hefur þessi nálgun verið túlkuð sem svo að Anderson þyrði ekki að takast á við samtíma sinn. Anderson hefur svo sannarlega svarað kallinu því nýjasta mynd hans fjallar svo sannarlega um samtíma okkar, uppgang fasískra afla, flóttamannakrísuna, lögreglu- og hernaðarríki Bandaríkjanna og vanmátt byltingarafla. Byltingarsinnar, fasistar og feðgin One Battle After Another hefst í óræðum samtíma Bandaríkjanna í landamærabúðum við Mexíkó þar sem fólk hírist í þröngum búrum. Hópur byltingarsinnaðra skæruliða sem gengur undir nafninu The French 75 ræðst á búðirnar og frelsar hina fangelsuðu. Leiðtogi sveitarinnar, hin herskáa Perfidia Beverly Hills (Taylor) og sprengjusérfræðingurinn Pat (DiCaprio), sem er nýr í hópnum, fella hugi saman samhliða frekari hryðjuverkum. Sveitin er fljót að vekja athygli yfirvalda og ögra herforingjanum Stephen J. Lockjaw (Penn) sem fær Perfidiu á heilann. Teyana Taylor leikur Perfidiu með miklu svægi og sjarma. Sextán árum síðar hefur sveitin sundrast og Bandaríkin þróast enn lengra í átt að fasísku ríki. Pat hefur skipt um nafn, ber dulnefnið Bob og hefur síðustu ár deyft sig með áfengi og öðrum sterkari efnum. Honum hefur þrátt fyrir það tekist að ala upp bráðgáfaða og metnaðarfulla dóttur sem heitir Willa (Infiniti). Bob er ofsóknaróður, sannfærður um að yfirvöld séu að fylgjast með honum. En ofsóknaræðið reynist á rökum reist þegar Lockjaw fer einn daginn á eftir feðginunum. Án þess að spilla sögunni frekar tekur við spennuþrunginn eltingaleikur sem einkennist af einhverjum besta hasar sem maður hefur upplifað lengi í bland við meinfyndnar senur. Deilt á samtímann með hasar og húmor Anderson er óhræddur við að vaða í stærstu átakamál samtímans í myndinni, framkomu bandarískra yfirvalda í garð innflytjenda sem koma til Bandaríkjanna í leit að betra lífi og uppgang hvítrar kynþáttahyggju meðal bandarískra fasista. Myndin er meinfyndin á köflum. Það er vandmeðfarið að taka þessi mál fyrir án þess að fara í mikinn predikunartón. Anderson tekst það hins vegar mætavel með því að staðsetja hasarinn í forgrunni og leyfa áhorfendum að upplifa yfirvofandi ástand í bakgrunni. Um leið notar hann húmor óspart til að mála fasísku öflin sem það sem þau eru í grunninn, kjánalegan karlaklúbb. Um leið finnur maður gegnumgangandi fyrir því hvernig viðspyrnan við þessum öflum hefur mistekist, byltingarsveitir splundrað sér sjálfar og gefist upp á málstaðnum. Á sama tíma skín í gegn trú á framtíðina, þó fyrri kynslóðum hafi mistekist er næsta kynslóð óhrædd við að taka við keflinu. Benicio del Toro er æðislegur sem sensei Sergio. Bob er með hjartað á réttum stað en er seinheppinn og hálf vanhæfur til að sinna verkefninu. Trekk í trekk þarf hann að reiða sig á gæsku og hjálpsemi annarra. Þó hann búi varla yfir getunni gefst hann ekki upp, kasta sér aftur og aftur út í átök. Hann kynnist á ferðalagi sínu karate-kennaranum Sergio St. Carlos (del Toro), sem hefur komið upp nútíma neðanjarðarjárnbraut þar sem ólöglegum innflytjendum er veitt hæli. Til skýringar var upprunalega neðanjarðarjárnbrautin (e. underground railroad) kerfi leynileiða og öruggra húsa sem hjálpaði þrælum að flýja suðurríki Bandaríkjanna. Sensei-inn er leiðtogi sem leiðir af yfirvegun, gæsku og klókindum. Hann hefur byggst samfélag á bræðralagi og hjálpfýsi. Hann myndar gott mótvægi við fasistana sem byggja heimsmynd sína á dilkadrætti og klofningi - þeir enda alltaf á því að svíkja hvor annan. Leikstjórn, tónlist og myndataka upp á tíu One Battle After Another er 170 mínútna löng en er þrátt fyrir það ein aðgengilegasta mynd Anderson til þessa og þýtur hjá við áhorfið. Ástæðan er tilfinning Anderson fyrir flæði og uppbyggingu. Spennuþrungin framvinda, stórkostlega hasarsenur og góð klipping eru lykilatriði en líka tónlistin sem er nýtt til að slá taktinn. Jonny Greenwood, gítar- og hljómborðsleikari Radiohead, vinnur í sjötta sinn við að semja kvikmyndatónlist fyrir Anderson. Kraftmiklir strengir taka á móti manni strax í byrjun og setja tóninn, gegnum alla myndina fær tónlistin síðan mikið pláss án þess þó að yfirgnæfa frásögnina. Jazzkennt píanóglamur býr til ónotatilfinningu og gítarplokk í nunnuklaustri breytir tóninum algjörlega. Chase Infiniti sprettur fram á sjónarsviðið nánast fullmótuð sem Willa Ferguson. Kvikmyndatökumaðurinn Michael Bauman skýtur myndina á 35mm filmu á gamaldags VistaVision-vélar sem virðast komnar aftur í tísku. Síðustu þrjátíu ár hefur Bauman unnið sem ljósameistari og skaut hann fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd hjá Anderson í Licorice Pizza. Kvikmyndatakan er dýnamísk, stundum fáum við falleg víðskot sem ramma inn karakterana en þeir félagar eru líka óhræddir við að koma hreyfingu á vélina til að fanga hraðann og hasarinn. Myndin nær hápunkti í bílaeltingaleik í eyðimörkinni þar sem farið er upp og niður hæðir en þar koma saman mögnuð myndataka, þéttur trommusláttur og góð klipping sem búa saman til kæfandi spennu. Senan er það áhrifamikil að móðir manns sem ég þekki varð bílveik. Eins og maður er vanur úr myndum Anderson skína leikararnir skært. Teyana Taylor eignar sér skjáinn framan af sem hin glannalega, óhrædda og róttæka Perfidia. DiCaprio er lágstemmdur í byrjun en í seinni hlutanum er hann víraður, skapstór og klaufskur. Allt í senn er hann aumkunarverður, sprenghlægilegur og sjarmerandi. DiCaprio leikur æ sjaldnar í myndum en er yfirleitt frábær þegar hann birtist á skjánum. Hin 25 ára Chase Infiniti (sem heitir í höfuðið á persónu úr Batman Forever og slagorði Bósa ljósár) leikur hér í sinni fyrstu mynd og tekst það með stökustu prýði. Maður trúir því að hún sé táningur en líka að hún nái að þroskast hratt við þessar strembnu aðstæður. Feðginasambandið er sterkt þó við fáum bara örfáar senur með þeim saman. Del Toro er mjög fyndinn sem zenaði, úrræðagóði og drykkfelldi sensei-inn og aðrir aukaleikarar komast vel frá sínu. Senuþjófur myndarinnar er hins vegar Sean Penn sem eitt eftirminnilegasta illmenni síðustu ára. Stjáni blái ef hann væri aumkunarverður, ofstopafullur og rasískur hershöfðingi. Penn leikur hershöfðingjann Lockjaw sem er grimmur, graður og hallærislegur en býr líka yfir ódrepandi seiglu. Hvað hreyfingar og útlit varðar minnti hann mig á köflum á Andrés Önd eða Stjána bláa, spígsporandi um með kassann út og geiflandi sig framan í aðra. Persónan er á mörkum þess að vera of ýkt en Penn nær samt að gera hann þrívíðan, sýna okkur viðkvæmari og barnslegri hlið. En Lockjaw er bara sendiboði, fótgönguliði sem fellur fyrir hatursfullum áróðri og fylgir skipunum yfirboðara til að falla í kramið. Hann gerir sér ekki grein fyrir því að þeir munu aldrei samþykkja hann sem einn af þeim. Fasistarnir hafa sömuleiðis ekki enn uppgötvað að samfélag byggt á tortryggni, hatri og svikum gengur ekki upp. Um leið virkar myndin sem hálfgerð játning, viðurkenning á því að Anderson og kynslóð hans hafi ekki gert nóg, hafi ekki verið nógu róttæk. Ljósið í myrkrinu er framtíðin og Anderson trúir því að næstu kynslóðir muni breyta rétt. Niðurstaða One Battle After Another er aðgengilegasta kvikmynd Pauls Thomas Anderson til þessa, 170 mínútna hasarmynd á epískum skala sem blandar saman ótrúlegri spennu við góðan aulahúmor og beitta ádeilu. Tónlistin er lykilatriði í að búa til þennan þéttan hasarhnullung ásamt góðri klippingu, dýnamískri myndatöku og frábærum leik aðalleikara. Þetta er stórvirki, farið að sjá One Battle After Another í bíó, þið munuð ekki sjá eftir því! Ég er búinn að fara að sjá hana tvisvar og gæti alveg hugsað mér að fara í þriðja sinn áður en hún yfirgefur kvikmyndahús.
Gagnrýni Magnúsar Jochums Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Fólk verður ástfangið, skapar fjölskyldu og eignast þrjú börn. Síðan hættir það að verða ástfangið og skilur. En hvað gerist svo? Lífið gengur sinn vanagang, börnin halda áfram að vaxa og þeir fullorðnu verða að venjast nýjum raunveruleika. 21. ágúst 2025 07:02 Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Tvær framhaldsmyndir sígildra gamanmynda komu út fyrir skömmu. Önnur er ófrumleg endurnýting á gömlu efni meðan hin er ferskt framhald sem bryddar upp á nýjungum um leið og hún heiðrar forvera sína. 11. ágúst 2025 07:01 Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Fyrstu skref hinna fjögurra fræknu fjallar um tilvonandi foreldra sem þurfa að takast á við afl sem ógnar jörðinni. Myndin er sú best útlítandi frá Marvel í áraraðir og býr yfir sterkum leikhópi en skilur lítið eftir sig vegna vanþróaðra persóna. 5. ágúst 2025 07:31 Vók Ofurmenni slaufað Ofurmennið Kal-El er snúinn aftur og hefur sjaldan verið jafn teiknimyndasögulegur og skrípó. Samt þarf hann að glíma við slaufun, auðjöfur sem kaupir sér umræðuna og þjóð sem hernemur nágrannaríki. Myndin er út um allt en samt með hjartað á réttum stað. 25. júlí 2025 07:01 Mest lesið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Heimatilbúið „corny“ Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Fólk verður ástfangið, skapar fjölskyldu og eignast þrjú börn. Síðan hættir það að verða ástfangið og skilur. En hvað gerist svo? Lífið gengur sinn vanagang, börnin halda áfram að vaxa og þeir fullorðnu verða að venjast nýjum raunveruleika. 21. ágúst 2025 07:02
Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Tvær framhaldsmyndir sígildra gamanmynda komu út fyrir skömmu. Önnur er ófrumleg endurnýting á gömlu efni meðan hin er ferskt framhald sem bryddar upp á nýjungum um leið og hún heiðrar forvera sína. 11. ágúst 2025 07:01
Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Fyrstu skref hinna fjögurra fræknu fjallar um tilvonandi foreldra sem þurfa að takast á við afl sem ógnar jörðinni. Myndin er sú best útlítandi frá Marvel í áraraðir og býr yfir sterkum leikhópi en skilur lítið eftir sig vegna vanþróaðra persóna. 5. ágúst 2025 07:31
Vók Ofurmenni slaufað Ofurmennið Kal-El er snúinn aftur og hefur sjaldan verið jafn teiknimyndasögulegur og skrípó. Samt þarf hann að glíma við slaufun, auðjöfur sem kaupir sér umræðuna og þjóð sem hernemur nágrannaríki. Myndin er út um allt en samt með hjartað á réttum stað. 25. júlí 2025 07:01