Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. október 2025 06:00 Hjálmtýr segir íbúa langþreytta á ástandinu. Íbúar við Grettisgötu í Reykjavík hafa hrundið af stað undirskriftarsöfnun þar sem þeir krefjast þess að framkvæmdir í götunni verði stöðvaðar og verkið endurskipulagt. Verkið hófst í apríl og átti að vera lokið í júní en nú er útlit fyrir að það standi út október. Íbúi segir borgina hafi látið vera að svara athugasemdum. „Við erum bara búin að fá upp í kok bæði við og fólkið hér í kring. Við höfum gengið í hús og það eru um þrjátíu íbúar búnir að skrifa undir, kannski fleiri,“ segir Hjálmtýr Heiðdal íbúi að Grettisgötu. Umræddar framkvæmdir eru við Grettisgötu 20a og 20b. Hús Hjálmtýs er til vinstri á myndinni, rétt við framkvæmdirnar.Vísir/Anton Brink „Við fengum bréf í maí 2024 þar sem það var kynnt að þarna yrði rifið hús og annað byggt á grunni þess. Við svöruðum því að við hefðum ekkert á móti því, enda myndi það ekki skerða okkar birtu eða neitt. Svo í byrjun þessa árs var þetta aftur kynnt, hvenær það myndu hefjast framkvæmdir og í apríl byrjuðu þeir að brjóta niður gamalt hús hérna og höggbora ofan í klett sem er undir öllum húsunum. Hér er enginn kjallari hjá okkur og ekki heldur í húsunum í kring vegna þessa.“ Að sögn Hjálmtýs á þarna að vera tvöfaldur kjallari, tvær hæðir niður. Því um mikið verk að ræða. Þeir byrji gjarnan átta að morgni og borið standi yfir til klukkan fimm, stundum til klukkan sex. Nú séu líkur á því að þetta standi yfir út október. Vörubíll keyrir úr portinu með tilheyrandi hávaða.Vísir/Anton Brink Mikil röskun í langan tíma „Þeir sögðust ætla að hætta 30. júní en þetta hefur haldið áfram og heldur ennþá áfram. Svo fara þeir alltaf inn á okkar lóð og við höfum sýnt þeim fulla kurteisi og fært okkar bíla þegar það á við en það hefur aldrei verið haft samband við okkur fyrirfram eða verið beðið um leyfi frá þeim sem eru á bakvið þetta.“ Hjálmtýr segir íbúa ítrekað hafa haft samband við borgina vegna málsins. Skrifað bæði heilbrigðiseftirlitinu og bygginga-og skipulagsnefnd en engin svör fengið. „Næst erum við þá komin með lögfræðing í málið sem er að skrifa bréf af því að við teljum að þessi ákvörðun um að leyfa þessa framkvæmd sé algjörlega út úr kortinu. Þetta er mikil röskun á okkar lífi í þetta langan tíma og er ekki viðbúið.“ Framkvæmdunum fylgir gríðarleg röskun fyrir nærliggjandi íbúa. Vísir/Anton Brink Verði að læra af málinu Sjálfur hefur Hjálmtýr tekið myndband af því hvernig er að lifa við hávaðann og birt á íbúahópi miðborgarinnar á Facebook. Hann segir það afar þreytandi að geta ekki haft opna glugga heima hjá sér og segir að íbúar vilji að borgaryfirvöld læri af málinu. „Það verður nú líklega engu breytt héðan af, framkvæmdin er að verða búin en við erum aðallega að þessu því að borgin verður að læra af þessu. Þetta er sama vitleysan og með græna skrímslið uppi í Breiðholti. Það er gefið leyfi til framkvæmda sem aldrei hefði átt að leyfa. Það er lærdómurinn.“ Klippa: Morgun á Grettisgötu vegna framkvæmda Reykjavík Skipulag Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Við erum bara búin að fá upp í kok bæði við og fólkið hér í kring. Við höfum gengið í hús og það eru um þrjátíu íbúar búnir að skrifa undir, kannski fleiri,“ segir Hjálmtýr Heiðdal íbúi að Grettisgötu. Umræddar framkvæmdir eru við Grettisgötu 20a og 20b. Hús Hjálmtýs er til vinstri á myndinni, rétt við framkvæmdirnar.Vísir/Anton Brink „Við fengum bréf í maí 2024 þar sem það var kynnt að þarna yrði rifið hús og annað byggt á grunni þess. Við svöruðum því að við hefðum ekkert á móti því, enda myndi það ekki skerða okkar birtu eða neitt. Svo í byrjun þessa árs var þetta aftur kynnt, hvenær það myndu hefjast framkvæmdir og í apríl byrjuðu þeir að brjóta niður gamalt hús hérna og höggbora ofan í klett sem er undir öllum húsunum. Hér er enginn kjallari hjá okkur og ekki heldur í húsunum í kring vegna þessa.“ Að sögn Hjálmtýs á þarna að vera tvöfaldur kjallari, tvær hæðir niður. Því um mikið verk að ræða. Þeir byrji gjarnan átta að morgni og borið standi yfir til klukkan fimm, stundum til klukkan sex. Nú séu líkur á því að þetta standi yfir út október. Vörubíll keyrir úr portinu með tilheyrandi hávaða.Vísir/Anton Brink Mikil röskun í langan tíma „Þeir sögðust ætla að hætta 30. júní en þetta hefur haldið áfram og heldur ennþá áfram. Svo fara þeir alltaf inn á okkar lóð og við höfum sýnt þeim fulla kurteisi og fært okkar bíla þegar það á við en það hefur aldrei verið haft samband við okkur fyrirfram eða verið beðið um leyfi frá þeim sem eru á bakvið þetta.“ Hjálmtýr segir íbúa ítrekað hafa haft samband við borgina vegna málsins. Skrifað bæði heilbrigðiseftirlitinu og bygginga-og skipulagsnefnd en engin svör fengið. „Næst erum við þá komin með lögfræðing í málið sem er að skrifa bréf af því að við teljum að þessi ákvörðun um að leyfa þessa framkvæmd sé algjörlega út úr kortinu. Þetta er mikil röskun á okkar lífi í þetta langan tíma og er ekki viðbúið.“ Framkvæmdunum fylgir gríðarleg röskun fyrir nærliggjandi íbúa. Vísir/Anton Brink Verði að læra af málinu Sjálfur hefur Hjálmtýr tekið myndband af því hvernig er að lifa við hávaðann og birt á íbúahópi miðborgarinnar á Facebook. Hann segir það afar þreytandi að geta ekki haft opna glugga heima hjá sér og segir að íbúar vilji að borgaryfirvöld læri af málinu. „Það verður nú líklega engu breytt héðan af, framkvæmdin er að verða búin en við erum aðallega að þessu því að borgin verður að læra af þessu. Þetta er sama vitleysan og með græna skrímslið uppi í Breiðholti. Það er gefið leyfi til framkvæmda sem aldrei hefði átt að leyfa. Það er lærdómurinn.“ Klippa: Morgun á Grettisgötu vegna framkvæmda
Reykjavík Skipulag Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent