Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. október 2025 17:02 Sif Sigmarsdóttir hefur verið búsett í Lundúnum frá 2003 en starfar þó við að skrifa á íslensku: fréttir, pistla og bækur. Sif Sigmarsdóttir, pistlahöfundur og samfélagsýnir, er byrjuð með vikulegan pistil á fimmtudagsmorgnum á Vísi undir yfirskriftinni „Samhengið“ þar sem hún setur umræðuna í samhengi á listaformi. Hún lýsir efninu sem léttmeti með þungavigtarpælingum. „Hugmyndin vaknaði út frá því að ég stenst aldrei aðdráttarafl ,the listicle' eða listagreinarinnar. Mig hefur lengi langað að búa til svona dagskrárlið sem er að forminu listagrein en að inntaki pistill sem setur málefni líðandi stundar í samhengi,“ segir Sif við fréttamann um aðdragandann. Hún leiki sér að því að blanda saman pistlaforminu við listagreinaformið. „Það er snobbað gegn listagreininni, hún þykir dálítið ódýr. Ég er aðeins að reyna að poppa upp á hana og sýna fram á að hún þarf ekki að vera ódýr. Í fyrsta pistlinum er ég að skrifa um Labubu-bangsa en vísa líka í Descartes. Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu og að skilja það að getur verið hættulegur leikur,“ bætir hún við. Um er að ræða greiningu á málefnum líðandi stundar á léttum nótum. Léttmeti sem innihaldi samt þungavigtarpælingar sem fólk taki með sér inn í daginn. „Við lifum á svo miklum umrótatímum að mér fannst tilefni til að lífga aðeins upp á tilveruna og bjóða upp á eitthvað léttara lesefni með morgunkaffinu heldur en hvað Trump tvítaði um nóttina eða eitthvað slíkt,“ segir hún. „Þetta er blanda af pistli, fréttaskýringu og lífstílsþætti,“ bætir hún við. Íslendingar alltaf Íslendingar sama hvað þeir búa lengi erlendis Sif hefur verið búsett í Lundúnum síðustu 23 ár og vinnur þar sjálfstætt við skriftir, bæði frétta-, pistla- og bókaskrif. „Ég hef verið að skrifa fyrir íslenska fjölmiðla síðan ég flutti út 2002. Íslendingar eru svo miklir Íslendingar, sama hvað þeir búa lengi erlendis eru þeir alltaf Íslendingar. Ég fylgist náið með öllu sem er að gerast, tengslin rofna aldrei og ég kem mikið til Íslands,“ segir hún. Sif Sigmarsdóttir segist vera fréttafíkill. Ófáir íslenskir stjórnmálamenn hafa birst í dulargervi í bókum hennar. Til að viðhalda íslenskunni sé ekki síst mikilvægt að fjallað sé um léttara efni á íslensku. „Við lesum Guardian og Daily Mail og allt þetta á ensku. En til þess að halda í íslenskuna þurfum við líka að bjóða upp á dægurefni á íslensku. Hérna á Bretlandi er oft talað um fréttir sem ,next days fish-and-chips paper' því Bretarnir vefja fisknum í dagblaðapappír gærdagsins. Allt sem er skrifað á íslensku þarf ekki að endast á eilífu eða vera meistaraverk,“ segir hún. Sif segist vera „algjör fréttafíkill“ og hefur því safnað nóg af efni í sarpinn fyrir næstu vikur. „En svo er hugmyndin að efni pistlanna sé í rauninni að fjalla um það sem er að gerast þá vikuna. Það er kannski einhver frétt sem verður kveikjan að pistli vikunnar en svo leiðir hún mann í hinar ýmsu áttir,“ segir hún að lokum. Samhengið með Sif Samfélagsmiðlar Menning Fjölmiðlar Bretland Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
„Hugmyndin vaknaði út frá því að ég stenst aldrei aðdráttarafl ,the listicle' eða listagreinarinnar. Mig hefur lengi langað að búa til svona dagskrárlið sem er að forminu listagrein en að inntaki pistill sem setur málefni líðandi stundar í samhengi,“ segir Sif við fréttamann um aðdragandann. Hún leiki sér að því að blanda saman pistlaforminu við listagreinaformið. „Það er snobbað gegn listagreininni, hún þykir dálítið ódýr. Ég er aðeins að reyna að poppa upp á hana og sýna fram á að hún þarf ekki að vera ódýr. Í fyrsta pistlinum er ég að skrifa um Labubu-bangsa en vísa líka í Descartes. Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu og að skilja það að getur verið hættulegur leikur,“ bætir hún við. Um er að ræða greiningu á málefnum líðandi stundar á léttum nótum. Léttmeti sem innihaldi samt þungavigtarpælingar sem fólk taki með sér inn í daginn. „Við lifum á svo miklum umrótatímum að mér fannst tilefni til að lífga aðeins upp á tilveruna og bjóða upp á eitthvað léttara lesefni með morgunkaffinu heldur en hvað Trump tvítaði um nóttina eða eitthvað slíkt,“ segir hún. „Þetta er blanda af pistli, fréttaskýringu og lífstílsþætti,“ bætir hún við. Íslendingar alltaf Íslendingar sama hvað þeir búa lengi erlendis Sif hefur verið búsett í Lundúnum síðustu 23 ár og vinnur þar sjálfstætt við skriftir, bæði frétta-, pistla- og bókaskrif. „Ég hef verið að skrifa fyrir íslenska fjölmiðla síðan ég flutti út 2002. Íslendingar eru svo miklir Íslendingar, sama hvað þeir búa lengi erlendis eru þeir alltaf Íslendingar. Ég fylgist náið með öllu sem er að gerast, tengslin rofna aldrei og ég kem mikið til Íslands,“ segir hún. Sif Sigmarsdóttir segist vera fréttafíkill. Ófáir íslenskir stjórnmálamenn hafa birst í dulargervi í bókum hennar. Til að viðhalda íslenskunni sé ekki síst mikilvægt að fjallað sé um léttara efni á íslensku. „Við lesum Guardian og Daily Mail og allt þetta á ensku. En til þess að halda í íslenskuna þurfum við líka að bjóða upp á dægurefni á íslensku. Hérna á Bretlandi er oft talað um fréttir sem ,next days fish-and-chips paper' því Bretarnir vefja fisknum í dagblaðapappír gærdagsins. Allt sem er skrifað á íslensku þarf ekki að endast á eilífu eða vera meistaraverk,“ segir hún. Sif segist vera „algjör fréttafíkill“ og hefur því safnað nóg af efni í sarpinn fyrir næstu vikur. „En svo er hugmyndin að efni pistlanna sé í rauninni að fjalla um það sem er að gerast þá vikuna. Það er kannski einhver frétt sem verður kveikjan að pistli vikunnar en svo leiðir hún mann í hinar ýmsu áttir,“ segir hún að lokum.
Samhengið með Sif Samfélagsmiðlar Menning Fjölmiðlar Bretland Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira