Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. október 2025 07:02 Qarabag er með fullt hús stiga í Meistaradeildinni. Aziz Karimov/Getty Images Eftir tvær umferðir í Meistaradeildinni er Qarabag eitt af sex liðum með fullt hús stiga. Margir leikmenn liðsins eru einnig landsliðsmenn Aserbaísjan, sem steinlá á dögunum fyrir Íslandi í 5-0 sigri strákanna okkar á Laugardalsvelli. Qarabag hefur fagnað frábæru gengi í fyrstu tveimur umferðunum og er með fullt hús stiga, líkt og Bayern Munchen, Real Madrid, PSG, Inter og Arsenal. Qarabag vann FC Kaupmannahöfn 2-0 á heimavelli í gær eftir að hafa sótt 2-3 endurkomusigur gegn Benfica í Portúgal í fyrstu umferðinni. 🇦🇿 Before this season, a club from Azerbaijan had NEVER won a game in the Champions League Group/League Phase!Qarabağ have just won BACK TO BACK Champions League games as they beat FC Copenhagen 2-0 having beaten Benfica the previous Matchday! pic.twitter.com/pObWLAMtr9— The European Football Express (@TheEuroFE) October 1, 2025 Vinstri bakvörðurinn Elvin Jafarquliyev hefur staðið sig með prýði í þeim leikjum en hann átti í miklum vandræðum með Jón Dag Þorsteinsson, sem lagði tvö mörk upp gegn Aserbaísjan á Laugardalsvelli. Sömu sögu má segja af miðverðinum Bahlul Mustafazade, sem tókst að halda marki Qarabag í hreinu í gær, en stóð sig ekki jafn vel þegar hann dekkaði Guðlaug Victor Pálsson í fyrsta marki Íslands. Framherjinn Narim Akhundzade átti öfluga innkomu í gær og lagði annað mark Qarabag upp, en komst lítið á boltann í leiknum gegn Íslandi. Fyrir stuðningsmenn Íslands, sem sáu leikinn gegn Aserbaísjan er ansi magnað að fylgjast með góðu gengi Qarabag í Meistaradeildinni. Alls eru sjö leikmenn Qarabag landsliðsmenn Aserbaísjan. Þeir þrír sem taldir eru upp hér fyrir ofan en einnig Abbas Husyenov, Tural Bayramov og Musa Qurbanli, hægri bakvörður, miðjumaður og framherji landsliðsins. Þeir hafa allir komið inn af varamannabekknum fyrir Qarabag í fyrstu tveimur umferðunum í Meistaradeildinni en hinir þrír hafa verið byrjunarliðsmenn. Markvörður landsliðsins, Shakhruddin Magomedaliyev, er svo varamarkmaður Qarabag og spilar lítið. 🇦🇿😳 Gurban Gurbanov has been the manager of Qarabag since 2008! In 2017, Gurbanov guided Qarabag to the group stages of the UEFA Champions League, which made them the first ever Azerbaijani team to do so. Now, his Qarabag team have won 2/2 games in the league phase. 👏 pic.twitter.com/krgBn7Vpi4— EuroFoot (@eurofootcom) October 1, 2025 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
Qarabag hefur fagnað frábæru gengi í fyrstu tveimur umferðunum og er með fullt hús stiga, líkt og Bayern Munchen, Real Madrid, PSG, Inter og Arsenal. Qarabag vann FC Kaupmannahöfn 2-0 á heimavelli í gær eftir að hafa sótt 2-3 endurkomusigur gegn Benfica í Portúgal í fyrstu umferðinni. 🇦🇿 Before this season, a club from Azerbaijan had NEVER won a game in the Champions League Group/League Phase!Qarabağ have just won BACK TO BACK Champions League games as they beat FC Copenhagen 2-0 having beaten Benfica the previous Matchday! pic.twitter.com/pObWLAMtr9— The European Football Express (@TheEuroFE) October 1, 2025 Vinstri bakvörðurinn Elvin Jafarquliyev hefur staðið sig með prýði í þeim leikjum en hann átti í miklum vandræðum með Jón Dag Þorsteinsson, sem lagði tvö mörk upp gegn Aserbaísjan á Laugardalsvelli. Sömu sögu má segja af miðverðinum Bahlul Mustafazade, sem tókst að halda marki Qarabag í hreinu í gær, en stóð sig ekki jafn vel þegar hann dekkaði Guðlaug Victor Pálsson í fyrsta marki Íslands. Framherjinn Narim Akhundzade átti öfluga innkomu í gær og lagði annað mark Qarabag upp, en komst lítið á boltann í leiknum gegn Íslandi. Fyrir stuðningsmenn Íslands, sem sáu leikinn gegn Aserbaísjan er ansi magnað að fylgjast með góðu gengi Qarabag í Meistaradeildinni. Alls eru sjö leikmenn Qarabag landsliðsmenn Aserbaísjan. Þeir þrír sem taldir eru upp hér fyrir ofan en einnig Abbas Husyenov, Tural Bayramov og Musa Qurbanli, hægri bakvörður, miðjumaður og framherji landsliðsins. Þeir hafa allir komið inn af varamannabekknum fyrir Qarabag í fyrstu tveimur umferðunum í Meistaradeildinni en hinir þrír hafa verið byrjunarliðsmenn. Markvörður landsliðsins, Shakhruddin Magomedaliyev, er svo varamarkmaður Qarabag og spilar lítið. 🇦🇿😳 Gurban Gurbanov has been the manager of Qarabag since 2008! In 2017, Gurbanov guided Qarabag to the group stages of the UEFA Champions League, which made them the first ever Azerbaijani team to do so. Now, his Qarabag team have won 2/2 games in the league phase. 👏 pic.twitter.com/krgBn7Vpi4— EuroFoot (@eurofootcom) October 1, 2025
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira