„Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2025 10:02 Lamine Yamal sýndi flott tilþrf í stórleik Meistaradeildarinnar í gærkvöldi EPA/Alejandro Garcia Lamine Yamal kom aftur inn í Barcelona liðið í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi og var fljótur að minna á sig. Meistaradeildarmessan ræddi þennan unga en magnaða leikmann sem er ekki enn orðin nítján ára gamall. „Talandi um Lamine Yamal. Við erum búnir að horfa á hann springa út og feta sig á þessu stóra sviði. Kornungur ennþá. Hvað er hægt að segja um svona hæfileikamann og hvernig hann kemur inn í leikinn,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson í Meistaradeildarmessunni. Algjörlega geggjaður „Fyrsti hálftíminn hjá honum var náttúrulega bara sýning. Hann var algjörlega geggjaður. Strax eftir níutíu sekúndur var hann farinn að búa til eitthvað sem við sjáum ekki oft inn á fótboltavellinum,“ sagði Atli Viðar Björnsson. Klippa: Ræddu frammistöðu Lamine Yamal í Messunni „Þarna fer hann af stað með boltann og það sem við erum að sjá þarna er mjög einstakt,“ sagði Atli og á sama tíma voru sýnd ótrúleg tilþrif Yamal í upphafi leiks þegar hann dansaði í gegnum vörn Paris Saint Germain. Fór framhjá stjörnunum Kjartan taldi upp á stjörnuleikmenn Parísarliðsins sem hann var þarna að fara framhjá. „Þetta er Barcola, þetta er Vitinha, þetta er Nuno Mendes. Hann er ekki bara að fara á eitthvað lið sem álpaðist inn í Meistaradeildina,“ sagði Kjartan. „Nei hann er að fara á vörnina hjá PSG og það eru býsna vel þjálfaðir menn þarna margir hverjir. Það er eins og það sé ekkert sem hann hræðist,“ sagði Atli. „Mér fannst ég sjá á Yamal í kvöld að hann er að koma til baka úr meiðslum. Hann hefur ekki byrjað leik síðan fyrir síðasta landsleikjahlé. Þetta var hálftími þar sem hann var geggjaður. Svo dró af honum og á sama tíma dró af Barclona liðinu,“ sagði Atli. „Lamine Yamal varð í öðru sæti í kosningunni um Gullknöttinn á dögunum. Er hann bara kominn upp í efstu hilluna yfir bestu fótboltamenn í heimi,“ spurði Kjartan. Mjúku hraðabreytingarnar „Það er alltaf matsatriði hver sé bestur. Ég myndi segja að hann sé betri en Dembele. Mér finnst hann bestur. Það vita allir að hann ætlar að reyna að leika á þá og það þarf ekki að koma neinum á óvart. Hann leikur samt á þá,“ sagði Sigurvin Ólafsson. „Hann er með þetta element að þetta lítur svo auðveldlega út hjá honum,“ sagði Kjartan. „Já það eru þessar mjúku hreyfingar og mjúku hraðabreytingar sem er svo gaman að horfa á. Þetta er demantur,“ sagði Atli en það má horfa á umfjöllunina um Lamine Yamal hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira
„Talandi um Lamine Yamal. Við erum búnir að horfa á hann springa út og feta sig á þessu stóra sviði. Kornungur ennþá. Hvað er hægt að segja um svona hæfileikamann og hvernig hann kemur inn í leikinn,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson í Meistaradeildarmessunni. Algjörlega geggjaður „Fyrsti hálftíminn hjá honum var náttúrulega bara sýning. Hann var algjörlega geggjaður. Strax eftir níutíu sekúndur var hann farinn að búa til eitthvað sem við sjáum ekki oft inn á fótboltavellinum,“ sagði Atli Viðar Björnsson. Klippa: Ræddu frammistöðu Lamine Yamal í Messunni „Þarna fer hann af stað með boltann og það sem við erum að sjá þarna er mjög einstakt,“ sagði Atli og á sama tíma voru sýnd ótrúleg tilþrif Yamal í upphafi leiks þegar hann dansaði í gegnum vörn Paris Saint Germain. Fór framhjá stjörnunum Kjartan taldi upp á stjörnuleikmenn Parísarliðsins sem hann var þarna að fara framhjá. „Þetta er Barcola, þetta er Vitinha, þetta er Nuno Mendes. Hann er ekki bara að fara á eitthvað lið sem álpaðist inn í Meistaradeildina,“ sagði Kjartan. „Nei hann er að fara á vörnina hjá PSG og það eru býsna vel þjálfaðir menn þarna margir hverjir. Það er eins og það sé ekkert sem hann hræðist,“ sagði Atli. „Mér fannst ég sjá á Yamal í kvöld að hann er að koma til baka úr meiðslum. Hann hefur ekki byrjað leik síðan fyrir síðasta landsleikjahlé. Þetta var hálftími þar sem hann var geggjaður. Svo dró af honum og á sama tíma dró af Barclona liðinu,“ sagði Atli. „Lamine Yamal varð í öðru sæti í kosningunni um Gullknöttinn á dögunum. Er hann bara kominn upp í efstu hilluna yfir bestu fótboltamenn í heimi,“ spurði Kjartan. Mjúku hraðabreytingarnar „Það er alltaf matsatriði hver sé bestur. Ég myndi segja að hann sé betri en Dembele. Mér finnst hann bestur. Það vita allir að hann ætlar að reyna að leika á þá og það þarf ekki að koma neinum á óvart. Hann leikur samt á þá,“ sagði Sigurvin Ólafsson. „Hann er með þetta element að þetta lítur svo auðveldlega út hjá honum,“ sagði Kjartan. „Já það eru þessar mjúku hreyfingar og mjúku hraðabreytingar sem er svo gaman að horfa á. Þetta er demantur,“ sagði Atli en það má horfa á umfjöllunina um Lamine Yamal hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira