Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. október 2025 09:19 Net- og fjarskiptaþjónusta er smám saman að komast aftur á í Afganistan, eftir að hafa legið niðri í meira en tvo daga. epa/Qudratullah Razwan Hundruð íbúa Kabúl þustu út á götur borgarinnar í gær til að láta nágranna vita af því að internetsamband væri aftur komið á. Rof á fjarskiptaþjónustu hafði vakið miklar áhyggjur og jafnvel ótta, þar sem um var að ræða einu raunverulegu tengingu íbúa við umheiminn. Farsímasamband hafði einnig dottið út og notuðu íbúar tækifærið til að hringja í ættingja og vini og láta vita af sér. Talíbanastjórnin ákvað fyrr í vikunni að rjúfa netþjónustu í Afganistan, án þess að gefa upp tiltekna ástæðu. Talsmaður stjórnvalda höfðu reyndar áður sagt, þegar netsamband var rofið í héraðinu Balkh, að það væri til að koma í veg fyrir útbreiðslu „ósiða“. Lokað var fyrir netið og önnur fjarskipti á landsvísu í um 48 klukkustundir, sem kom meðal annars niður á samgöngum og takmarkaði aðgengi að neyðarþjónustu. Þá neyddust bankar, fyrirtæki og verslanir að loka dyrum sínum. Konur eru meðal þeirra sem hafa hvað mestar áhyggjur af afskiptum stjórnvalda af netþjónustu í landinu en eftir að Talíbanar tóku aftur við völdum í kjölfar brotthvarfs Bandaríkjahers, hafa þeir markvisst grafið undan réttindum kvenna og stúlkna. Þær sæta nú margskonar boðum og bönnum; mega varla vinna og mega ekki sækja sér menntun eftir grunnskóla. Þá hafa fræðibækur eftir konur verið bannaðar, svo fátt eitt sé nefnt. Internetið hefur verið eina tenging afganskra kvenna við umheiminn og án þess er hætt við að þær myndu algjörlega hverfa sjónum. „Þetta er hægur dauði,“ sagði einn verslunareigandi við BBC á meðan þjónusturofið stóð yfir. „Þegar það er engin von, enginn möguleiki á framþróun, ekkert málfrelsi, engin bjartsýni varðandi framtíð barnanna þinna, engin stöðugleiki fyrir fyrirtækið þitt.. þegar þú getur ekki nýtt þér menntun þína.“ Afganistan Mannréttindi Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Farsímasamband hafði einnig dottið út og notuðu íbúar tækifærið til að hringja í ættingja og vini og láta vita af sér. Talíbanastjórnin ákvað fyrr í vikunni að rjúfa netþjónustu í Afganistan, án þess að gefa upp tiltekna ástæðu. Talsmaður stjórnvalda höfðu reyndar áður sagt, þegar netsamband var rofið í héraðinu Balkh, að það væri til að koma í veg fyrir útbreiðslu „ósiða“. Lokað var fyrir netið og önnur fjarskipti á landsvísu í um 48 klukkustundir, sem kom meðal annars niður á samgöngum og takmarkaði aðgengi að neyðarþjónustu. Þá neyddust bankar, fyrirtæki og verslanir að loka dyrum sínum. Konur eru meðal þeirra sem hafa hvað mestar áhyggjur af afskiptum stjórnvalda af netþjónustu í landinu en eftir að Talíbanar tóku aftur við völdum í kjölfar brotthvarfs Bandaríkjahers, hafa þeir markvisst grafið undan réttindum kvenna og stúlkna. Þær sæta nú margskonar boðum og bönnum; mega varla vinna og mega ekki sækja sér menntun eftir grunnskóla. Þá hafa fræðibækur eftir konur verið bannaðar, svo fátt eitt sé nefnt. Internetið hefur verið eina tenging afganskra kvenna við umheiminn og án þess er hætt við að þær myndu algjörlega hverfa sjónum. „Þetta er hægur dauði,“ sagði einn verslunareigandi við BBC á meðan þjónusturofið stóð yfir. „Þegar það er engin von, enginn möguleiki á framþróun, ekkert málfrelsi, engin bjartsýni varðandi framtíð barnanna þinna, engin stöðugleiki fyrir fyrirtækið þitt.. þegar þú getur ekki nýtt þér menntun þína.“
Afganistan Mannréttindi Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira