Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson og Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifa 2. október 2025 12:45 Að undanförnu hafa mál Sólheima í Grímsnesi verið til umfjöllunar á þessum vettvangi. Fyrst í pistli Ingibjargar Rósu Björnsdóttur (Vísir 16. september) og síðar í pistli Hallbjarnar V Fríðhólm (23. september). Að okkar mati endurspegla skrif þeirra vel það andrúmsloft sem ríkt hefur á Sólheimum frá upphafi þessa árs. Tilefni þess að við blöndum okkur í umræðuna eru viðbrögð stjónarformanns Sólheima við pistli Ingibjargar og traustsyfirlýsing fimm forstöðumanna Sólheima sem birtist í kjölfarið. Þar lýsa þeir yfir stuðningi við stjórn, stjórnarformann og nýráðinn framkvæmdarstjóra félagsþjónustu. Aðeins tveir þessarra forstöðumanna vinna í félagsþjónustunni, en það er um ákvarðanir og störf stjórnar og framkvæmdarstjóra á því sviði, sem óánægjan snýst um. Tveir aðrir sem skrifa undir yfirlýsinguna starfa að rekstri verslunar, kaffihúss og annarra fyrirtækja Sólheima og fengu báðir framgang í starfi í þeim gjörningi sem starfsmenn eru að mótmæla. Það er nefnilega ekki svo að ósáttur starfsmaður hafi rokið í blöðin, fúll og einangraður, eftir að hafa verið sagt upp störfum, eins og stjórnarformaður gefur í skyn í viðbrögðum sínum. Pistill Ingibjargar kom í kjölfar yfirlýsingar 53 starfsmanna í upphafi þessa árs, þar sem þeir mótmæltu uppsögn framkvæmdarstjóra og ráðningu fyrrverandi framkvæmdarstjóra og óánægju með hvernig haldið hefur verið á málum eftir þá yfirlýsingu Traustyfirlýsing fimm forstöðumanna Sólheima sem birtist í Vísi 19. september kemur á óvart. Í apríl síðastliðnum tókst starfsmönnum loks, eftir mikil undanbrögð yfirstjórnar, að knýja fram fund með stjórn Sólheima. Á fundinum kom fram hörð gagnrýni á stjórn, stjórnarformann og endurráðinn framkvæmdarstjóra. Það hefði verið eðlilegt að þeir forstöðumenn sem þar voru viðstaddir hefðu tekið til máls og lýst skoðunum sínum þá, ef þær voru svo á skjön við það sem þar kom fram og í yfirlýsingu 53 starfsmanna. Sú yfirlýsing var nú einu sinni tilefni fundarins. Aðeins einn úr þeirra hópi, forstöðumaður viðhalds og framkvæmda, stóð upp framkvæmdarstjóranum til varnar og var hann einn í fjölmennum hópi starfsmanna sem það gerði. Eftir ræðu hans hefði verið staður og stund til að lýsa afdráttarlausum stuðningi við stjórn, stjórnarformann og endurráðinn framkvæmdarstjóra og trausti á störf þeirra. Það var ekki gert. Á fundinum í apríl voru gefin fyrirheit um að ráðgjafafyrirtækið sem stýrði fundinum myndi koma að mannauðsmálum og vinna að sáttum. Skilaboð stjórnarformannsins voru þó skýr, hann ætlaði ekki að hlusta á óskir starfsfólks eða taka tillit til athugasemda þeirra Í kjölfar fundarins var gerð skoðanakönnun á vegum ráðgjafafyrirtækisins, þar sem meðal annars var spurt um viðhorf starfsfólks til stjórnar og viðkomandi framkvæmdarstjóra. Það væri hollt fyrir þá stjórnendur sem halda því fram að hér sé eingöngu um óánægju örfárra einstaklinga að ræða að fletta upp hvaða útkomu þeir fengu í þeirri könnun. Fljótlega eftir að niðurstöður könnunarinnar voru kynntar var samningi við ráðgjafafyrirtækið rift. Það var fyrst þegar ljóst var orðið að stjórn ætlaði ekki að hlusta á starfsfólk sitt að Ingibjörg Rósa birti ákall sitt til velunnara Sólheima. Pistill Hallbjarnar sýnir svo að vandinn er ekki tilkominn vegna óánægju einstaka starfsmanna. Þvert á móti afhjúpar hann hvernig sama ástand hefur komið upp aftur og aftur á Sólheimum allt frá því Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir féll frá. Svo mjög líkjast uppákomurnar hver annarri að hægt er að nota fyrirsagnir úr gömlum dagblöðum, orðrétt, til að lýsa því ástandi sem ríkir í dag. Hann bendir jafnframt á að skýringa er ekki að leita hjá einstaklingum heldur í skipulagi sjálfseignarstofnunarinnar Sólheima og hvernig farið er með það vald sem skipulagið veitir. Með Ingibjörgu Rósu sjáum við á eftir frábærum samstarfsfélaga, manneskju með brennandi áhuga á starfinu, glöggt auga og hugrekki. Enginn þarf að efast um erindi Hallbjarnar með því að stíga fram. Hann ann samfélaginu af ástríðu og er í einstöku sambandi við íbúa Sólheima, þar sem hann hefur búið með fjölskyldu sinni í átta ár. Hallbjörn er einstaklega ástríðufullur þroskaþjálfi og frábær talsmaður íbúa Sólheima. Samfélagið hefur svo sannarlega notið fjölbreyttra hæfileika hans og hann hefur verið lykilmaður í að breyta ímynd Sólheima, bæði meðal fagfólks og í samfélaginu almennt. Það er ekki merki um heilbrigt samfélag þegar ekki er rúm fyrir gagnrýna umræðu, þegar ekki er hlustað á raddir allra. Flest okkar sem höfum haft okkur í frammi í gagnrýni á störf stjórnar og ráðningu framkvæmdarstjóra höfum fengið að finna fyrir því á einn eða annan hátt. Páll Sævar Garðarsson, stuðningsfulltrúi á Sólheimum í GrímsnesiSigurður Örn Guðbjörnsson, stuðningsfulltrúi á Sólheimum í Grímsnesi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólheimar í Grímsnesi Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa mál Sólheima í Grímsnesi verið til umfjöllunar á þessum vettvangi. Fyrst í pistli Ingibjargar Rósu Björnsdóttur (Vísir 16. september) og síðar í pistli Hallbjarnar V Fríðhólm (23. september). Að okkar mati endurspegla skrif þeirra vel það andrúmsloft sem ríkt hefur á Sólheimum frá upphafi þessa árs. Tilefni þess að við blöndum okkur í umræðuna eru viðbrögð stjónarformanns Sólheima við pistli Ingibjargar og traustsyfirlýsing fimm forstöðumanna Sólheima sem birtist í kjölfarið. Þar lýsa þeir yfir stuðningi við stjórn, stjórnarformann og nýráðinn framkvæmdarstjóra félagsþjónustu. Aðeins tveir þessarra forstöðumanna vinna í félagsþjónustunni, en það er um ákvarðanir og störf stjórnar og framkvæmdarstjóra á því sviði, sem óánægjan snýst um. Tveir aðrir sem skrifa undir yfirlýsinguna starfa að rekstri verslunar, kaffihúss og annarra fyrirtækja Sólheima og fengu báðir framgang í starfi í þeim gjörningi sem starfsmenn eru að mótmæla. Það er nefnilega ekki svo að ósáttur starfsmaður hafi rokið í blöðin, fúll og einangraður, eftir að hafa verið sagt upp störfum, eins og stjórnarformaður gefur í skyn í viðbrögðum sínum. Pistill Ingibjargar kom í kjölfar yfirlýsingar 53 starfsmanna í upphafi þessa árs, þar sem þeir mótmæltu uppsögn framkvæmdarstjóra og ráðningu fyrrverandi framkvæmdarstjóra og óánægju með hvernig haldið hefur verið á málum eftir þá yfirlýsingu Traustyfirlýsing fimm forstöðumanna Sólheima sem birtist í Vísi 19. september kemur á óvart. Í apríl síðastliðnum tókst starfsmönnum loks, eftir mikil undanbrögð yfirstjórnar, að knýja fram fund með stjórn Sólheima. Á fundinum kom fram hörð gagnrýni á stjórn, stjórnarformann og endurráðinn framkvæmdarstjóra. Það hefði verið eðlilegt að þeir forstöðumenn sem þar voru viðstaddir hefðu tekið til máls og lýst skoðunum sínum þá, ef þær voru svo á skjön við það sem þar kom fram og í yfirlýsingu 53 starfsmanna. Sú yfirlýsing var nú einu sinni tilefni fundarins. Aðeins einn úr þeirra hópi, forstöðumaður viðhalds og framkvæmda, stóð upp framkvæmdarstjóranum til varnar og var hann einn í fjölmennum hópi starfsmanna sem það gerði. Eftir ræðu hans hefði verið staður og stund til að lýsa afdráttarlausum stuðningi við stjórn, stjórnarformann og endurráðinn framkvæmdarstjóra og trausti á störf þeirra. Það var ekki gert. Á fundinum í apríl voru gefin fyrirheit um að ráðgjafafyrirtækið sem stýrði fundinum myndi koma að mannauðsmálum og vinna að sáttum. Skilaboð stjórnarformannsins voru þó skýr, hann ætlaði ekki að hlusta á óskir starfsfólks eða taka tillit til athugasemda þeirra Í kjölfar fundarins var gerð skoðanakönnun á vegum ráðgjafafyrirtækisins, þar sem meðal annars var spurt um viðhorf starfsfólks til stjórnar og viðkomandi framkvæmdarstjóra. Það væri hollt fyrir þá stjórnendur sem halda því fram að hér sé eingöngu um óánægju örfárra einstaklinga að ræða að fletta upp hvaða útkomu þeir fengu í þeirri könnun. Fljótlega eftir að niðurstöður könnunarinnar voru kynntar var samningi við ráðgjafafyrirtækið rift. Það var fyrst þegar ljóst var orðið að stjórn ætlaði ekki að hlusta á starfsfólk sitt að Ingibjörg Rósa birti ákall sitt til velunnara Sólheima. Pistill Hallbjarnar sýnir svo að vandinn er ekki tilkominn vegna óánægju einstaka starfsmanna. Þvert á móti afhjúpar hann hvernig sama ástand hefur komið upp aftur og aftur á Sólheimum allt frá því Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir féll frá. Svo mjög líkjast uppákomurnar hver annarri að hægt er að nota fyrirsagnir úr gömlum dagblöðum, orðrétt, til að lýsa því ástandi sem ríkir í dag. Hann bendir jafnframt á að skýringa er ekki að leita hjá einstaklingum heldur í skipulagi sjálfseignarstofnunarinnar Sólheima og hvernig farið er með það vald sem skipulagið veitir. Með Ingibjörgu Rósu sjáum við á eftir frábærum samstarfsfélaga, manneskju með brennandi áhuga á starfinu, glöggt auga og hugrekki. Enginn þarf að efast um erindi Hallbjarnar með því að stíga fram. Hann ann samfélaginu af ástríðu og er í einstöku sambandi við íbúa Sólheima, þar sem hann hefur búið með fjölskyldu sinni í átta ár. Hallbjörn er einstaklega ástríðufullur þroskaþjálfi og frábær talsmaður íbúa Sólheima. Samfélagið hefur svo sannarlega notið fjölbreyttra hæfileika hans og hann hefur verið lykilmaður í að breyta ímynd Sólheima, bæði meðal fagfólks og í samfélaginu almennt. Það er ekki merki um heilbrigt samfélag þegar ekki er rúm fyrir gagnrýna umræðu, þegar ekki er hlustað á raddir allra. Flest okkar sem höfum haft okkur í frammi í gagnrýni á störf stjórnar og ráðningu framkvæmdarstjóra höfum fengið að finna fyrir því á einn eða annan hátt. Páll Sævar Garðarsson, stuðningsfulltrúi á Sólheimum í GrímsnesiSigurður Örn Guðbjörnsson, stuðningsfulltrúi á Sólheimum í Grímsnesi
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar