Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2025 17:30 Fjórir fyrrverandi leikmenn Manchester United sem áttu gott kvöld í Meistaradeild Evrópu í gær. vísir/getty Svo virðist sem allir leikmenn blómstri um leið og þeir yfirgefa Manchester United. Gamlir United-menn gerðu það allavega gott í Meistaradeild Evrópu í gær. United endaði í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og er þar af leiðandi ekki í Evrópukeppni á þessu tímabili. Hins vegar eru margir fyrrverandi leikmenn United að spila í Evrópukeppni, þar á meðal Meistaradeildinni þar sem nokkrir þeirra sýndu sínar bestu hliðar í gær. Former Manchester United players were shining in the #UCL this evening 🏅 pic.twitter.com/zGK5cxX2oq— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) October 1, 2025 Rasmus Højlund skoraði bæði mörk Napoli þegar liðið sigraði Sporting, 2-1, á Diego Maradona leikvanginum í gær. Illa gekk hjá Højlund hjá United á síðasta tímabili en hann hefur skorað þrjú mörk fyrir Napoli eftir að hafa verið lánaður til Ítalíumeistaranna. Højlund var valinn maður leiksins í gær og tveir aðrir fyrrverandi leikmenn United fengu sömu viðurkenningu í Meistaradeildinni. Anthony Elanga var valinn maður leiksins í 0-4 sigri Newcastle United á Royale Union Saint-Gilloise og Marcel Sabitzer þótti hafa skarað fram úr í 4-1 sigri Borussia Dortmund á Athletic Bilbao. Marcus Rashford lagði svo upp mark Barcelona í 1-2 tapi fyrir Paris Saint-Germain. Enski landsliðsmaðurinn hefur verið sjóðheitur að undanförnu og komið að marki í sjö leikjum í röð fyrir lið og land. Rashford hefur leikið níu leiki fyrir Barcelona, skorað tvö mörk og lagt upp fimm. Ruben Amorim, knattspyrnustjóri United, sigtaði Rashford fljótlega út eftir að hann tók við liðinu og lánaði hann til Aston Villa seinni hluta síðasta tímabils. Rashford var svo lánaður til Spánarmeistaranna í sumar. United hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeildinni og er í 14. sæti hennar með sjö stig eftir sex umferðir. Amorim situr í heitu sæti og má ekki við slæmum úrslitum þegar United tekur á móti Sunderland á laugardaginn. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Sjá meira
United endaði í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og er þar af leiðandi ekki í Evrópukeppni á þessu tímabili. Hins vegar eru margir fyrrverandi leikmenn United að spila í Evrópukeppni, þar á meðal Meistaradeildinni þar sem nokkrir þeirra sýndu sínar bestu hliðar í gær. Former Manchester United players were shining in the #UCL this evening 🏅 pic.twitter.com/zGK5cxX2oq— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) October 1, 2025 Rasmus Højlund skoraði bæði mörk Napoli þegar liðið sigraði Sporting, 2-1, á Diego Maradona leikvanginum í gær. Illa gekk hjá Højlund hjá United á síðasta tímabili en hann hefur skorað þrjú mörk fyrir Napoli eftir að hafa verið lánaður til Ítalíumeistaranna. Højlund var valinn maður leiksins í gær og tveir aðrir fyrrverandi leikmenn United fengu sömu viðurkenningu í Meistaradeildinni. Anthony Elanga var valinn maður leiksins í 0-4 sigri Newcastle United á Royale Union Saint-Gilloise og Marcel Sabitzer þótti hafa skarað fram úr í 4-1 sigri Borussia Dortmund á Athletic Bilbao. Marcus Rashford lagði svo upp mark Barcelona í 1-2 tapi fyrir Paris Saint-Germain. Enski landsliðsmaðurinn hefur verið sjóðheitur að undanförnu og komið að marki í sjö leikjum í röð fyrir lið og land. Rashford hefur leikið níu leiki fyrir Barcelona, skorað tvö mörk og lagt upp fimm. Ruben Amorim, knattspyrnustjóri United, sigtaði Rashford fljótlega út eftir að hann tók við liðinu og lánaði hann til Aston Villa seinni hluta síðasta tímabils. Rashford var svo lánaður til Spánarmeistaranna í sumar. United hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeildinni og er í 14. sæti hennar með sjö stig eftir sex umferðir. Amorim situr í heitu sæti og má ekki við slæmum úrslitum þegar United tekur á móti Sunderland á laugardaginn.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Sjá meira