Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar 3. október 2025 09:01 Það er einfalt: ef við viljum að fólk standi sig, njóti sín og þrífist í vinnunni, þá verðum við að skapa aðstæður sem gera það mögulegt. Samt sjáum við of oft að innivistarþættir eins og dagsljós, hljóðvist, loftgæði og hitastig eru afgangsstærðir í hönnun vinnustaða. Við vitum flest hvað skiptir máli fyrir heilsu okkar – hreyfing, svefn, næring, útivera. En hversu oft gleymum við því að við eyðum stærstum hluta lífsins innandyra? Það er þar sem við þurfum að tryggja heilnæmt umhverfi. Ef við gerum það ekki, þá borgum við verðið: starfsfólk með skerta heilsu, minni einbeitingu og minni orku. Það kostar bæði einstaklingana, fyrirtækin og samfélagið. Þættir eins og hljóð, ljós og loft eru ekki smáatriði – þau móta beinlínis hvernig okkur líður og hvernig við vinnum. Rétt lýsing getur stutt við afköst, dægursveifluna og bætt svefngæði. Útsýni dregur úr streitu. Góð hljóðvist eykur einbeitingu og vellíðan. Loftgæði og hitastig ræður miklu um vellíðan okkar og frammistöðu. Þetta er ekki lúxus; þetta er grunnforsenda heilbrigðs vinnulífs. Hins vegar eru of margir vinnustaðir á Íslandi hannaðir til að uppfylla lágmarkskröfur – eða jafnvel hannaðir til að sniðganga lágmarkskröfur. Enn er algengt að starfsfólk vinni dögum saman eða tímum saman í rýmum án glugga, án dagsljóss og án tengingar við umhverfið. Og samt er ætlast til að það skili hámarksárangri. Í nágrannalöndunum þætti þetta óásættanlegt. Af hverju sættum við okkur við það? Vandinn er að verktakar byggja til að selja eða leigja út, ekki með heilsu framtíðarstarfsmanna í huga. Það er því ánægjulegt þegar fyrirtæki stíga fram og byggja fyrir sig með vellíðan starfsmanna að leiðarljósi. Slík verkefni sýna að það er hægt – og ættu að vera fyrirmynd fyrir fleiri. Draumurinn er að við hættum að líta á góða innivist sem valfrjálst aukaatriði. Hún er forsenda þess að við getum dafnað í vinnunni. Hún er fjárfesting í starfsfólki, fyrirtækjum og samfélaginu öllu. Meira dagsljós, betri loftgæði, þægilegt hitastig, góð hljóðvist og útsýni sem dregur úr streitu – það er ekki of mikið að biðja um. Það er lágmarkskrafa. Höfundur er verkfræðingur PhD hjá Lotu ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannauðsmál Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Það er einfalt: ef við viljum að fólk standi sig, njóti sín og þrífist í vinnunni, þá verðum við að skapa aðstæður sem gera það mögulegt. Samt sjáum við of oft að innivistarþættir eins og dagsljós, hljóðvist, loftgæði og hitastig eru afgangsstærðir í hönnun vinnustaða. Við vitum flest hvað skiptir máli fyrir heilsu okkar – hreyfing, svefn, næring, útivera. En hversu oft gleymum við því að við eyðum stærstum hluta lífsins innandyra? Það er þar sem við þurfum að tryggja heilnæmt umhverfi. Ef við gerum það ekki, þá borgum við verðið: starfsfólk með skerta heilsu, minni einbeitingu og minni orku. Það kostar bæði einstaklingana, fyrirtækin og samfélagið. Þættir eins og hljóð, ljós og loft eru ekki smáatriði – þau móta beinlínis hvernig okkur líður og hvernig við vinnum. Rétt lýsing getur stutt við afköst, dægursveifluna og bætt svefngæði. Útsýni dregur úr streitu. Góð hljóðvist eykur einbeitingu og vellíðan. Loftgæði og hitastig ræður miklu um vellíðan okkar og frammistöðu. Þetta er ekki lúxus; þetta er grunnforsenda heilbrigðs vinnulífs. Hins vegar eru of margir vinnustaðir á Íslandi hannaðir til að uppfylla lágmarkskröfur – eða jafnvel hannaðir til að sniðganga lágmarkskröfur. Enn er algengt að starfsfólk vinni dögum saman eða tímum saman í rýmum án glugga, án dagsljóss og án tengingar við umhverfið. Og samt er ætlast til að það skili hámarksárangri. Í nágrannalöndunum þætti þetta óásættanlegt. Af hverju sættum við okkur við það? Vandinn er að verktakar byggja til að selja eða leigja út, ekki með heilsu framtíðarstarfsmanna í huga. Það er því ánægjulegt þegar fyrirtæki stíga fram og byggja fyrir sig með vellíðan starfsmanna að leiðarljósi. Slík verkefni sýna að það er hægt – og ættu að vera fyrirmynd fyrir fleiri. Draumurinn er að við hættum að líta á góða innivist sem valfrjálst aukaatriði. Hún er forsenda þess að við getum dafnað í vinnunni. Hún er fjárfesting í starfsfólki, fyrirtækjum og samfélaginu öllu. Meira dagsljós, betri loftgæði, þægilegt hitastig, góð hljóðvist og útsýni sem dregur úr streitu – það er ekki of mikið að biðja um. Það er lágmarkskrafa. Höfundur er verkfræðingur PhD hjá Lotu ehf.
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar