Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. október 2025 15:06 Lögregla kannar aðstæður á vettvangi. Jóhann Rúnarsson eigandi dekkjaverkstæðisins Pitstop Selfossi var nýsestur í skrifstofustólinn í morgun þar sem hann ætlaði að ganga frá dekkjapöntunum þegar hann fékk bíl í flasið. Betur fór en á horfðist þegar óheppnum eldri borgara varð á að ýta á bensíngjöfina í stað bremsu þar sem hann var á leið með bílinn í dekkjaskipti og slasaðist enginn alvarlega. „Ætli ég hafi ekki flogið svona fjóra metra í stólnum áður en ég lenti út í horni,“ segir Jóhann oftast þekktur sem Jói í Pitstop. Hann þakkar fyrir að hafa ekki slasast alvarlega. „Ég er marinn og bólginn en það er allt í lagi. Þetta var rosalegt, ég flaug bara upp úr stólnum, sat þarna við gluggann þegar hann keyrði inn.“ „Ég var nýsestur, í tölvunni að ganga frá dekkjapöntunum og dóti og heyri þá þessi svakalegu læti, þar til ég stend allt í einu bara út í horni, það var ofn þarna á veggnum og hann braut hann í tvennt og henti honum á mig,“ segir Jói sem segir mildi að enginn hafi slasast alvarlega. Bílstjórinn er á tíræðisaldri og er til skoðunar á heilbrigðisstofnun með minniháttar áverka að sögn Jóa. Hann segist vongóður um að tryggingar muni dekka tjónið, sem ljóst er að sé mikið. „Tölvukerfin og skrifborðin, þetta muldist allt niður. Skjáirnir og allt saman, þannig þetta er mikil tjón. Þetta kemur í ljós,“ segir Jói sem var í óðaönn að gera við verkstæðið þegar Vísir náði af honum tali. Hann segir stefnt að því að opna verkstæðið aftur innan skamms. „Við opnum á eftir. Við erum að ganga frá þessu núna og stilla þessu öllu upp saman aftur.“ Eyðileggingin var töluverð eftir óhappið. Árborg Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
„Ætli ég hafi ekki flogið svona fjóra metra í stólnum áður en ég lenti út í horni,“ segir Jóhann oftast þekktur sem Jói í Pitstop. Hann þakkar fyrir að hafa ekki slasast alvarlega. „Ég er marinn og bólginn en það er allt í lagi. Þetta var rosalegt, ég flaug bara upp úr stólnum, sat þarna við gluggann þegar hann keyrði inn.“ „Ég var nýsestur, í tölvunni að ganga frá dekkjapöntunum og dóti og heyri þá þessi svakalegu læti, þar til ég stend allt í einu bara út í horni, það var ofn þarna á veggnum og hann braut hann í tvennt og henti honum á mig,“ segir Jói sem segir mildi að enginn hafi slasast alvarlega. Bílstjórinn er á tíræðisaldri og er til skoðunar á heilbrigðisstofnun með minniháttar áverka að sögn Jóa. Hann segist vongóður um að tryggingar muni dekka tjónið, sem ljóst er að sé mikið. „Tölvukerfin og skrifborðin, þetta muldist allt niður. Skjáirnir og allt saman, þannig þetta er mikil tjón. Þetta kemur í ljós,“ segir Jói sem var í óðaönn að gera við verkstæðið þegar Vísir náði af honum tali. Hann segir stefnt að því að opna verkstæðið aftur innan skamms. „Við opnum á eftir. Við erum að ganga frá þessu núna og stilla þessu öllu upp saman aftur.“ Eyðileggingin var töluverð eftir óhappið.
Árborg Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira