„Draumar geta ræst“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. október 2025 23:47 Björk Sigurðardóttir ásamt dóttur sinni og NPA þjónustunni Ástu Margréti Haraldsdóttur. Vísir/Lýður Valberg Móðir sem beið eftir NPA þjónustu í tvö ár segir líf sitt og dóttur sinnar gjörbreytt nú þegar að hún hefur fengið þá þjónustu sem hún á lögbundinn rétt á. Hún segir draum hafa ræst og fagnar frelsinu sem fylgir því að geta loks gert hefðbundna hluti. - Tómas Arnar hitti mæðgurnar á leikvelli Síðast þegar að fréttastofa hitti Björk Sigurðardóttur í mars var hún nýbökuð móðir og hafði verið á biðlista eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð eða NPA þjónustu frá Reykjavíkurborg í um tvö ár. Án aðstoðar eyddi hún nær öllum stundum heima fyrir og lýsti tilverunni sem stofufangelsi. „Ég kemst ekki út með hana neitt. Út í göngutúra eða til vina og fjölskyldu eða kaffihús eða hvað sem það er,“ sagði hún á þeim tíma. Tveimur mánuðum seinna hlaut Björk loksins þá þjónustu sem hún á rétt á og slær nú við gjörnýjan tón í hennar lífi. Nú getur hún loks farið út á leikvöll með dóttur sinni en þær mæðgur fagna fegin frelsinu. „Úff þetta er náttúrulega algjör leikbreytir fyrir mitt líf. Ég get bara stjórnað mér sjálf. Hvenær ég vil vakna á morgnanna og ég get farið með Viktoríu á leikskólann. Ég get farið erlendis. Þetta er algjört frelsi ég get látið mig dreyma. Draumar geta ræst með NPA.“ Björk fær nú 320 klukkutíma aðstoð á mánuði. Líkamleg og andleg heilsa hafi batnað til muna. „Eins og núna fer ég í ræktina og geri bara það sem ég vil. Maður verður bara glaðari og lífið er bara skemmtilegra með NPA.“ Of margir séu enn á biðlista. „Haldið áfram að berjast og standið á ykkar rétti. Ég hvet öll sveitarfélögin til að vakna og veita þessa lögbundnu þjónustu. Maður er ekkert að sækja um þetta bara í djóki sko.“ Ásta Margrét Haraldsdóttir, NPA starfsmaður Bjarkar, segist mæla með starfinu fyrir hvern sem er. Hvernir er daglegt líf sem NPA starfsmaður? „Það er bara yndislegt. Þetta er bara lífið hennar Bjarkar. Ég fylgi því bara sem hún vill gera og allt sem hún vill gera er skemmtilegt. Og Viktoría dóttir hennar er yndisleg.“ Er ekki gaman að geta farið svona út að leika án þess að það sé nokkur fyrirhöfn? „Jú það breytir öllu. Ég veit ekki hvar ég væri ef ég gæti ekki farið út að leika með dóttur minni,“ bætir Björk við. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Síðast þegar að fréttastofa hitti Björk Sigurðardóttur í mars var hún nýbökuð móðir og hafði verið á biðlista eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð eða NPA þjónustu frá Reykjavíkurborg í um tvö ár. Án aðstoðar eyddi hún nær öllum stundum heima fyrir og lýsti tilverunni sem stofufangelsi. „Ég kemst ekki út með hana neitt. Út í göngutúra eða til vina og fjölskyldu eða kaffihús eða hvað sem það er,“ sagði hún á þeim tíma. Tveimur mánuðum seinna hlaut Björk loksins þá þjónustu sem hún á rétt á og slær nú við gjörnýjan tón í hennar lífi. Nú getur hún loks farið út á leikvöll með dóttur sinni en þær mæðgur fagna fegin frelsinu. „Úff þetta er náttúrulega algjör leikbreytir fyrir mitt líf. Ég get bara stjórnað mér sjálf. Hvenær ég vil vakna á morgnanna og ég get farið með Viktoríu á leikskólann. Ég get farið erlendis. Þetta er algjört frelsi ég get látið mig dreyma. Draumar geta ræst með NPA.“ Björk fær nú 320 klukkutíma aðstoð á mánuði. Líkamleg og andleg heilsa hafi batnað til muna. „Eins og núna fer ég í ræktina og geri bara það sem ég vil. Maður verður bara glaðari og lífið er bara skemmtilegra með NPA.“ Of margir séu enn á biðlista. „Haldið áfram að berjast og standið á ykkar rétti. Ég hvet öll sveitarfélögin til að vakna og veita þessa lögbundnu þjónustu. Maður er ekkert að sækja um þetta bara í djóki sko.“ Ásta Margrét Haraldsdóttir, NPA starfsmaður Bjarkar, segist mæla með starfinu fyrir hvern sem er. Hvernir er daglegt líf sem NPA starfsmaður? „Það er bara yndislegt. Þetta er bara lífið hennar Bjarkar. Ég fylgi því bara sem hún vill gera og allt sem hún vill gera er skemmtilegt. Og Viktoría dóttir hennar er yndisleg.“ Er ekki gaman að geta farið svona út að leika án þess að það sé nokkur fyrirhöfn? „Jú það breytir öllu. Ég veit ekki hvar ég væri ef ég gæti ekki farið út að leika með dóttur minni,“ bætir Björk við.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira