„Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. október 2025 22:08 Jóhann Þór Ólafsson er þjálfari Grindvíkinga. Vísir/Anton Jóhann Þór Ólafsson sagði fyrsta leik Grindavíkur á heimavelli í tvö ár hafa verið fallega stund. Hann segir Grindavíkurliðið á fínum stað og þeir eigi eftir að verða betri. „Við vorum svolítið á hælunum í fyrri hálfleik fannst mér, sérstaklega varnarlega. Þetta var allt voðalega þægilegt fyrir þá. Svo er kafli í byrjun seinni hálfleiks þar sem við herðum tökin og mér finnst við gera vel og fáum góð stopp og auðveldar körfur í kjölfarið sem er lykillinn að þessum sigri,“ sagði Jóhann Þór í viðtali eftir leik. Grindavík stakk af undir lok þriðja leikhluta og í byrjun þess fjórða. Það lagði grunninn að sigri sem varð nokkuð þægilegur undir lokin. „Við búum til gott bil sem þeir ná aldrei að brúa. Seinni hálfleikur mjög góður og frammistaðan þar til fyrirmyndar. Auðvitað koma þeir til baka og bíta aðeins í okkur í restina, óþarflega mikið kannski. Flottur sigur og frábær endir á geggjuðu kvöldi.“ Stúkan í Grindavík var þéttsetin.Vísir/Anton Eins og áður segir var þetta fyrsti heimaleikur Grindvíkinga í Grindavík í tæplega tvö ár. Stemmningin var mjög góð á pöllunum og HS Orku-höllin troðfull. „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel. Þetta var falleg stund og geggjað í alla staði. Mætingin var eins og þetta væri oddaleikur í undanúrslitum. Þetta var geggjað og þvílík stemmning, allur pakkinn bara. Gæti ekki verið betra.“ Arnór Tristan Helgason fékk svakalega byltu undir lok fyrri hálfleiks þegar hann lenti illa eftir glæsilega troðslu. Staðan eftir leik var hins vegar betri en á horfðist í upphafi. Dwayne Lautier sækir hér á Ragnar Örn Bragason og Arnór Tristan Helgason.Vísir/Anton „Hann bar sig vel en það er bara með þessi höfuðhögg, ef hann hefði fengið eitt í viðbót það hefði verið vont. Við viljum ekki taka neina sénsa, hann lenti illa á bakinu og stífnaði allur upp. Við vildum vera skynsamir, það er nóg af leikjum eftir og hann stóð sig frábærlega þessar mínútur sem hann spilaði. Hann verður klár á fimmtudaginn,“ en Grindvíkingar mæta ÍA á hinum heimavelli sínum í Smáranum í næstu umferð. Grindavík er að mörgu leyti með svipaðan hóp og á síðustu leiktíð en Jordan Semple og Khalil Shabazz komu vel inn í sínum fyrsta leik með liðinu. „Við búum að því að vera með góðan kjarna. Jordan Semple var mjög góður í dag og mér fannst Khalil stýra þessu vel. Við eigum eftir að verða betri en við erum á fínasta stað held ég,“ sagði Jóhann Þór að lokum. Bónus-deild karla UMF Grindavík UMF Njarðvík Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Sjá meira
„Við vorum svolítið á hælunum í fyrri hálfleik fannst mér, sérstaklega varnarlega. Þetta var allt voðalega þægilegt fyrir þá. Svo er kafli í byrjun seinni hálfleiks þar sem við herðum tökin og mér finnst við gera vel og fáum góð stopp og auðveldar körfur í kjölfarið sem er lykillinn að þessum sigri,“ sagði Jóhann Þór í viðtali eftir leik. Grindavík stakk af undir lok þriðja leikhluta og í byrjun þess fjórða. Það lagði grunninn að sigri sem varð nokkuð þægilegur undir lokin. „Við búum til gott bil sem þeir ná aldrei að brúa. Seinni hálfleikur mjög góður og frammistaðan þar til fyrirmyndar. Auðvitað koma þeir til baka og bíta aðeins í okkur í restina, óþarflega mikið kannski. Flottur sigur og frábær endir á geggjuðu kvöldi.“ Stúkan í Grindavík var þéttsetin.Vísir/Anton Eins og áður segir var þetta fyrsti heimaleikur Grindvíkinga í Grindavík í tæplega tvö ár. Stemmningin var mjög góð á pöllunum og HS Orku-höllin troðfull. „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel. Þetta var falleg stund og geggjað í alla staði. Mætingin var eins og þetta væri oddaleikur í undanúrslitum. Þetta var geggjað og þvílík stemmning, allur pakkinn bara. Gæti ekki verið betra.“ Arnór Tristan Helgason fékk svakalega byltu undir lok fyrri hálfleiks þegar hann lenti illa eftir glæsilega troðslu. Staðan eftir leik var hins vegar betri en á horfðist í upphafi. Dwayne Lautier sækir hér á Ragnar Örn Bragason og Arnór Tristan Helgason.Vísir/Anton „Hann bar sig vel en það er bara með þessi höfuðhögg, ef hann hefði fengið eitt í viðbót það hefði verið vont. Við viljum ekki taka neina sénsa, hann lenti illa á bakinu og stífnaði allur upp. Við vildum vera skynsamir, það er nóg af leikjum eftir og hann stóð sig frábærlega þessar mínútur sem hann spilaði. Hann verður klár á fimmtudaginn,“ en Grindvíkingar mæta ÍA á hinum heimavelli sínum í Smáranum í næstu umferð. Grindavík er að mörgu leyti með svipaðan hóp og á síðustu leiktíð en Jordan Semple og Khalil Shabazz komu vel inn í sínum fyrsta leik með liðinu. „Við búum að því að vera með góðan kjarna. Jordan Semple var mjög góður í dag og mér fannst Khalil stýra þessu vel. Við eigum eftir að verða betri en við erum á fínasta stað held ég,“ sagði Jóhann Þór að lokum.
Bónus-deild karla UMF Grindavík UMF Njarðvík Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Sjá meira