Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar 4. október 2025 08:02 Tæmer, rímænder, kontakts og erpleinmód. Hefur þú notað þessi orð nýlega? Því það hef ég svo sannarlega gert. Í frábærum pistli sem birtist hér á vísi fyrr í vikunni benti Friðrik Björnsson á að „Mest lesnu orð á Íslandi“ væru líklega þau sem birtast okkur daglega í snjallsímunum okkar. Friðrik leiddi því að því líkum að sú staðreynd að stýrikerfi Apple bjóði ekki upp á íslensku gæti verið töluvert sterkur áhrifavaldur á tungumálið okkar. Baráttan fyrir íslensku í Apple er ekki sú fyrsta fyrir hönd íslenskunnar í tækniheiminum. Fyrir aldamót unnu ötulir Íslendingar að því að tryggja íslenska stafi á lyklaborð svo það væri yfir höfuð hægt að skrifa íslensku í tölvur! Í kjölfarið tók við baráttan um íslenskt viðmót í Office-umhverfi Microsoft, um íslenskar þýðingarvélar og tölvuraddir og nú síðast að tryggja að gervigreind, og þá einkum stór mállíkön, skilji og svari á íslensku og geri það vel. Fyrir ríflega áratug tók fjöldi fyrirtækja og samtaka sig saman um stofnun Almannaróms – miðstöðvar máltækni. Eitt af okkar hlutverkum er einmitt þetta; að tryggja stafræna framtíð íslenskunnar með því byggja opin gagnasöfn og hugbúnað sem einfaldi erlendum tæknifyrirtækjum að innleiða íslensku og ekki síður að eiga í stöðugu samtali við hin erlendu fyrirtæki og minna á mikilvægi þess að framtíðin tali íslensku. Það er ekki bara af því að okkur er annt um varðveislu tungumálsins heldur líka af því að við viljum að Ísland njóti jafnra tækifæra og stærri lönd í yfirstandandi tæknibyltingu. Það að geta notað tækni á okkar móðurmáli er einfaldlega forsenda þess að svo megi vera. Við höfum nú þegar náð stórmerkilegum árangri á þessari vegferð. Ofarlega í huga er að íslenska var annað tungumálið sem mállíkanið Chat GPT var þjálfað á, eftir ensku. Við áttum líka eitt af fyrstu tungumálunum í þýðingarvél Google þegar hún voru kynnt. „Copilot“, gervigreindarþjónusta Microsoft, var kynnt á íslensku í sumar eftir töluverða baráttu. Síðan hafa ráðamenn Microsoft verið mjög móttækilegir fyrir samtali og endurgjöf um hvernig megi bæta íslenskuvirkni í hugbúnaði fyrirtækisins. Þetta sýnir að það er hægt að ná árangri í baráttunni við risana. En af öllum þeim tæknirisum sem við höfum leitað til hefur Apple verið tregast í taumi. Við erum í góðu samstarfi við ráðherra og ráðuneyti og leitum nú sem áður betri leiða til að koma okkar málstað á framfæri gagnvart Apple. Samhliða því leitum við svo til ykkar. Verkefnið er eftirfarandi: 1. Smellið á eftirfarandi hlekk: Endurgjöf til Apple 2. Veljið iphone (eða aðra vöru sem þið notið mikið) 3. Skráið inn nafn og heimaland og veljið „feature request“ þegar spurt er um „feedback type“ 4. Skrifið í athugasemdagluggann „We would like Apple to add Icelandic!“ Takk fyrir að leggja okkur lið! Höfundur er framkvæmdastjóri Almannaróms. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Tækni Apple Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Tæmer, rímænder, kontakts og erpleinmód. Hefur þú notað þessi orð nýlega? Því það hef ég svo sannarlega gert. Í frábærum pistli sem birtist hér á vísi fyrr í vikunni benti Friðrik Björnsson á að „Mest lesnu orð á Íslandi“ væru líklega þau sem birtast okkur daglega í snjallsímunum okkar. Friðrik leiddi því að því líkum að sú staðreynd að stýrikerfi Apple bjóði ekki upp á íslensku gæti verið töluvert sterkur áhrifavaldur á tungumálið okkar. Baráttan fyrir íslensku í Apple er ekki sú fyrsta fyrir hönd íslenskunnar í tækniheiminum. Fyrir aldamót unnu ötulir Íslendingar að því að tryggja íslenska stafi á lyklaborð svo það væri yfir höfuð hægt að skrifa íslensku í tölvur! Í kjölfarið tók við baráttan um íslenskt viðmót í Office-umhverfi Microsoft, um íslenskar þýðingarvélar og tölvuraddir og nú síðast að tryggja að gervigreind, og þá einkum stór mállíkön, skilji og svari á íslensku og geri það vel. Fyrir ríflega áratug tók fjöldi fyrirtækja og samtaka sig saman um stofnun Almannaróms – miðstöðvar máltækni. Eitt af okkar hlutverkum er einmitt þetta; að tryggja stafræna framtíð íslenskunnar með því byggja opin gagnasöfn og hugbúnað sem einfaldi erlendum tæknifyrirtækjum að innleiða íslensku og ekki síður að eiga í stöðugu samtali við hin erlendu fyrirtæki og minna á mikilvægi þess að framtíðin tali íslensku. Það er ekki bara af því að okkur er annt um varðveislu tungumálsins heldur líka af því að við viljum að Ísland njóti jafnra tækifæra og stærri lönd í yfirstandandi tæknibyltingu. Það að geta notað tækni á okkar móðurmáli er einfaldlega forsenda þess að svo megi vera. Við höfum nú þegar náð stórmerkilegum árangri á þessari vegferð. Ofarlega í huga er að íslenska var annað tungumálið sem mállíkanið Chat GPT var þjálfað á, eftir ensku. Við áttum líka eitt af fyrstu tungumálunum í þýðingarvél Google þegar hún voru kynnt. „Copilot“, gervigreindarþjónusta Microsoft, var kynnt á íslensku í sumar eftir töluverða baráttu. Síðan hafa ráðamenn Microsoft verið mjög móttækilegir fyrir samtali og endurgjöf um hvernig megi bæta íslenskuvirkni í hugbúnaði fyrirtækisins. Þetta sýnir að það er hægt að ná árangri í baráttunni við risana. En af öllum þeim tæknirisum sem við höfum leitað til hefur Apple verið tregast í taumi. Við erum í góðu samstarfi við ráðherra og ráðuneyti og leitum nú sem áður betri leiða til að koma okkar málstað á framfæri gagnvart Apple. Samhliða því leitum við svo til ykkar. Verkefnið er eftirfarandi: 1. Smellið á eftirfarandi hlekk: Endurgjöf til Apple 2. Veljið iphone (eða aðra vöru sem þið notið mikið) 3. Skráið inn nafn og heimaland og veljið „feature request“ þegar spurt er um „feedback type“ 4. Skrifið í athugasemdagluggann „We would like Apple to add Icelandic!“ Takk fyrir að leggja okkur lið! Höfundur er framkvæmdastjóri Almannaróms.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun