Viðskipti innlent

Jón Skafti nýr for­stöðumaður hjá Póstinum

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Skafti Kristjánsson.
Jón Skafti Kristjánsson.

Jón Skafti Kristjánsson hefur verið ráðinn forstöðumaður erlendra viðskipta á viðskiptavinasviði Póstsins þar sem hlutverk hans verður að efla erlend viðskiptasambönd.

Í tilkynningu segir að Jón Skafti komi til Póstsins frá Icelandair þar sem hann hafi gegnt stöðu sölu- og markaðsstjóra í Norður-Ameríku, með starfsstöð í Boston. 

„Áður hafði hann starfað sem forstöðumaður markaðsdeildar Icelandair, vörumerkjastjóri Icelandair og sem verkefnastjóri hjá Icelandair Cargo. Hann er með meistaragráðu í alþjóðamarkaðsfræði frá Copenhagen Business Scool og B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×