„Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Smári Jökull Jónsson skrifar 6. október 2025 12:10 Jenný Kristín Valberg er teymisstýra hjá Bjarkarhlíð. Vísir/Egill/Ívar Fannar Teymisstýra hjá Bjarkarhlíð segir nauðsynlegt að fæling felist í þeim verknaði að kaupa vændi og segir það ranga leið að eltast við þolendur. Tvær konur voru ákærðar af Lögreglunni á Norðurlandi eystra fyrir að auglýsa vændi en engin afskipti voru höfð af kaupendum. Konurnar tvær voru nýlega ákærðar af Lögreglunni á Norðurlandi eystra fyrir að auglýsa vændi á netinu. Í frétt Vísis frá því í morgun kemur fram að rökstuddur grunur sé um kaup á vændi í kjölfar auglýsingar en enginn kaupandi var ákærður. Samkvæmt íslenskum lögum er löglegt að selja vændi en bæði ólöglegt að auglýsa það og kaupa. Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, telur að lögin hafi upphaflega verið sett til að vernda þolendur í viðkvæmri stöðu. „Það er ekki ólöglegt að selja [vændi] en það er svo sannarlega ólöglegt að kaupa það. Þannig að mér finnst við vera svolítið á rangri braut með því að eltast við þolendur í staðinn fyrir að reyna að hafa uppi á gerendum og reyna að fá þá til að breyta að breyta sinni hegðun með einhverjum hætti eða með refsingu fyrir þá.“ Myndi hafa fælingarmátt að nafngreina kaupendur Hún segir aldrei hægt að vita hver raunverulega setur inn auglýsingar um vændi en segir að þau sem starfi með þolendum viti að oft séu það ekki sjálfir seljendurnir. Nauðsynlegt sé að einhver fæling felist í þeim verknaði að kaupa vændi. „Við höfum séð það í gegnum tíðina að þegar er ótti við álitshnekki, eins og til dæmis að vera nafngreindur sem gerandi eða kaupandi vændis, og jafnvel að stuðla að vændismansali, þá hlýtur það að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju.“ Jenný segir oft um að ræða einstaklinga í afar viðkvæmri stöðu. Þeir hafi jafnvel komist í kast við lögreglu á barn- eða unglingsaldri og neyddir til að fremja refsiverð athæfi. „Mín reynsla er sú að þeir sem eru seldir vændismansali það tekur óratíma að byggja upp traust ef það kemur nokkurn tíma til að þeir þori að greina frá því sem er í gangi og hverjir hafa verið þeirra gerendur,“ sagði Jenný að lokum. Vændi Lögreglumál Akureyri Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Konurnar tvær voru nýlega ákærðar af Lögreglunni á Norðurlandi eystra fyrir að auglýsa vændi á netinu. Í frétt Vísis frá því í morgun kemur fram að rökstuddur grunur sé um kaup á vændi í kjölfar auglýsingar en enginn kaupandi var ákærður. Samkvæmt íslenskum lögum er löglegt að selja vændi en bæði ólöglegt að auglýsa það og kaupa. Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, telur að lögin hafi upphaflega verið sett til að vernda þolendur í viðkvæmri stöðu. „Það er ekki ólöglegt að selja [vændi] en það er svo sannarlega ólöglegt að kaupa það. Þannig að mér finnst við vera svolítið á rangri braut með því að eltast við þolendur í staðinn fyrir að reyna að hafa uppi á gerendum og reyna að fá þá til að breyta að breyta sinni hegðun með einhverjum hætti eða með refsingu fyrir þá.“ Myndi hafa fælingarmátt að nafngreina kaupendur Hún segir aldrei hægt að vita hver raunverulega setur inn auglýsingar um vændi en segir að þau sem starfi með þolendum viti að oft séu það ekki sjálfir seljendurnir. Nauðsynlegt sé að einhver fæling felist í þeim verknaði að kaupa vændi. „Við höfum séð það í gegnum tíðina að þegar er ótti við álitshnekki, eins og til dæmis að vera nafngreindur sem gerandi eða kaupandi vændis, og jafnvel að stuðla að vændismansali, þá hlýtur það að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju.“ Jenný segir oft um að ræða einstaklinga í afar viðkvæmri stöðu. Þeir hafi jafnvel komist í kast við lögreglu á barn- eða unglingsaldri og neyddir til að fremja refsiverð athæfi. „Mín reynsla er sú að þeir sem eru seldir vændismansali það tekur óratíma að byggja upp traust ef það kemur nokkurn tíma til að þeir þori að greina frá því sem er í gangi og hverjir hafa verið þeirra gerendur,“ sagði Jenný að lokum.
Vændi Lögreglumál Akureyri Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira