Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar 6. október 2025 15:32 Í nýlegri grein Gríms Atlasonar, framkvæmdastjóra Geðhjálpar, á Vísi kom fram að 752 Íslendingar létust á síðustu tíu árum vegna geðheilsuvanda – sjálfsvíga og lyfjaeitrunar.Í annarri nýrri frétt kemur fram að nær 2.500 börn bíða nú eftir greiningu eða meðferð vegna andlegra veikinda. Þetta eru ekki tölur á blaði – þetta eru manneskjur, fjölskyldur og líf í uppnámi. Þessar tölur afhjúpa að núverandi kerfi ræður ekki við þann faraldur geðheilsuvanda sem við stöndum frammi fyrir. Í nýrri frétt RÚV kom fram að tíðni heilabilunarsjúkdóma á Íslandi gæti aukist um 80% á næstu 35 árum. Formaður Læknafélags Íslands sagði þar að heilbrigðiskerfið myndi ekki ráða við verkefnið að óbreyttu.Sú yfirlýsing á ekki aðeins við um heilabilun – hún endurspeglar víðtækara lýðheilsuvandamál. Við sjáum nú tvær bylgjur vaxandi heilsufarsvanda rísa samtímis – geðræn veikindi og efnaskiptasjúkdóma. Í raun eru þetta ekki tveir aðskildir faraldrar, heldur eitt og sama vandamálið: heilinn fær ekki þá orku sem hann þarf til að starfa eðlilega. Ný sýn á orkuheilbrigði heilans Heilinn vegur aðeins um 2% af líkamsþyngd en notar um 20% af allri orku líkamans. Þegar orkuskipti heilans eru í ójafnvægi, geta einkenni eins og þreyta, kvíði, skapbreytingar, vitræn skerðing og minnistap fylgt í kjölfarið. Rannsóknir benda til þess að heilinn get misst hæfileikann til þess að nýta glúkósa sem orkugjafa sem getur leitt til sjúkdóma allt frá geðröskunum til Alzheimer. Þrátt fyrir nægan sykur í blóði svelta taugafrumurnar. En hvað er þá í boði ef heilinn getur ekki nýtt þá næringu sem hefðbundið mataræði hefur fram að færa? Ketó mataræði, sem örvar myndun ketóna úr fitu, gefur heilanum stöðugan, skilvirkan orkugjafa í tilvikum þar sem heilinn getur ekki nýtt glúkósa. Ketó mataræði er ekki tískufæði – heldur vísindalega sannreynd aðferð til að bæta efnaskiptaheilbrigði heilans. Ef heilbrigðiskerfið ræður ekki við verkefnið – þá verðum við að breyta forsendunum Ef spár ganga eftir, og tilfellum heilabilana fjölgar um 80% á næstu áratugum, þá er ljóst að við getum ekki reitt okkur eingöngu á lyfjameðferðir og sjúkrahúsinnlagnir.Það myndi einfaldlega yfirbuga heilbrigðiskerfið – bæði fjárhagslega og mannlega. Lausnin felst ekki í að auka viðbragðsgetu kerfisins, heldur að draga úr þörfinni á inngripum með forvörnum og snemmíhlutun.Þar þarf bætt mataræði, svefn og efnaskiptaheilbrigði að verða hluti af opinberri heilbrigðisstefnu, rétt eins og bólusetningar og hjartaheilsuvernd. Við vitum að heilinn bregst við þeirri næringu sem hann fær. Því þarf að nálgast geðheilbrigði og andlega heilsu með sömu stefnumótandi hugsun og notuð hefur verið í lýðheilsu – með áherslu á orku, jafnvægi og næringu. Frá meðferð til forvarna Langir biðlistar og aukinn fjöldi einstaklinga með heilabilun eða geðræn einkenni eru ekki aðeins heilsufarsvandi – þeir eru samfélagsleg og efnahagsleg áskorun.Þessi mikla fjölgun dregur úr atvinnuþátttöku, eykur kostnað og skapar langvarandi félagslegt álag. Með því að efla forvarnir á sviði efnaskiptaheilbrigðis með fræðslu um áhrif næringar á líkamlega og andlega líðan og svefn – er hægt að efla almenna lýðheilsu (en þekkt “aukaverkun” ketó mataræðis er þyngdartap) og fækka tilvikum geðraskana, minnka álag á heilbrigðiskerfið og valdefla einstaklinga til þess að bæta eigin heilsu. Slík fræðsla gæti orðið hluti af: heilsueflandi grunnstefnu sveitarfélaga, námskrám í skólum, þar sem börn læra grundvallaratriði næringarfræði og að tengja fæðu,einbeitingu og almenna líðan. þjálfun heilbrigðisstarfsfólks á öllum stigum. Einnig er nauðsynlegt að skoða hvernig matur sem er í boði á opinberum stofnunum – svo sem á Landspítalanum, hjúkrunarheimilum og endurhæfingarstofnunum – geti stutt við markmið um heilbrigð efnaskipti. Frá fræðilegri sýn til framkvæmdar Íslenskt heilbrigðiskerfi hefur alla burði til að verða leiðandi í efnaskiptaforvörnum.Það krefst ekki nýrra bygginga eða tækjabúnaðar – heldur heildstæðrar stefnu og bættrar þekkingar. Heilbrigðisráðuneytið og Landspítali gætu sameinast um að þróa þverfaglega verkáætlun um efnaskiptaheilbrigði og geðheilbrigði, þar sem næringarfræðingar, sálfræðingar og læknar vinna saman að því að mæla áhrif bættrar næringar á geðheilsu og vitræna starfsemi. Á hjúkrunarheimilum, heilsugæslustöðvum og geðdeildum mætti innleiða tilraunaverkefni þar sem máltíðir væru hannaðar á grundvelli vísindalegrar þekkingar um efnaskiptaheilbrigði – þar sem áhersla er lögð á að draga úr ofurunnum hráefnum, neyslu sykurs og kolvetna en auka neyslu á próteini og góðri fitu.Þetta myndi ekki aðeins bæta heilsu þjónustuþega, heldur létta á álagi kerfisins til lengri tíma. Að færa stefnu nær upprunanum Ef við tökum viðvörun formanns Læknafélags Íslands alvarlega – um að heilbrigðiskerfið ráði ekki við verkefnið að óbreyttu – þá verðum við að endurhugsa stefnu okkar frá grunni.Við þurfum að færa hana frá viðbrögðum við einkennum yfir í markvissa endurreisn orkuheilbrigðis heilans. Þannig getum við ekki aðeins komið í veg fyrir 80% aukningu tilfella heilabilana verði að veruleika – heldur einnig dregið úr faraldri geðheilsuvanda. Ný sýn á heilbrigða framtíð Bætt geðheilsa og vitræn heilsa eru ekki aðeins spurning um lyf og greiningar.Þær byggjast á orku, næringu og stöðugleika í efnaskiptum. Viljum við byggja upp heilbrigðiskerfi sem stendur undir sér til framtíðar, verðum við að tala um næringu og efnaskiptaheilbrigði sem stefnumál þjóðarinnar – jafn mikilvægt og menntun, orkuskipti og loftslag. Þannig getum við byggt upp samfélag þar sem heilinn fær að dafna, þar sem geðheilsa er forgangsmál – og þar sem við bregðumst við áður en kerfið brestur. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein Gríms Atlasonar, framkvæmdastjóra Geðhjálpar, á Vísi kom fram að 752 Íslendingar létust á síðustu tíu árum vegna geðheilsuvanda – sjálfsvíga og lyfjaeitrunar.Í annarri nýrri frétt kemur fram að nær 2.500 börn bíða nú eftir greiningu eða meðferð vegna andlegra veikinda. Þetta eru ekki tölur á blaði – þetta eru manneskjur, fjölskyldur og líf í uppnámi. Þessar tölur afhjúpa að núverandi kerfi ræður ekki við þann faraldur geðheilsuvanda sem við stöndum frammi fyrir. Í nýrri frétt RÚV kom fram að tíðni heilabilunarsjúkdóma á Íslandi gæti aukist um 80% á næstu 35 árum. Formaður Læknafélags Íslands sagði þar að heilbrigðiskerfið myndi ekki ráða við verkefnið að óbreyttu.Sú yfirlýsing á ekki aðeins við um heilabilun – hún endurspeglar víðtækara lýðheilsuvandamál. Við sjáum nú tvær bylgjur vaxandi heilsufarsvanda rísa samtímis – geðræn veikindi og efnaskiptasjúkdóma. Í raun eru þetta ekki tveir aðskildir faraldrar, heldur eitt og sama vandamálið: heilinn fær ekki þá orku sem hann þarf til að starfa eðlilega. Ný sýn á orkuheilbrigði heilans Heilinn vegur aðeins um 2% af líkamsþyngd en notar um 20% af allri orku líkamans. Þegar orkuskipti heilans eru í ójafnvægi, geta einkenni eins og þreyta, kvíði, skapbreytingar, vitræn skerðing og minnistap fylgt í kjölfarið. Rannsóknir benda til þess að heilinn get misst hæfileikann til þess að nýta glúkósa sem orkugjafa sem getur leitt til sjúkdóma allt frá geðröskunum til Alzheimer. Þrátt fyrir nægan sykur í blóði svelta taugafrumurnar. En hvað er þá í boði ef heilinn getur ekki nýtt þá næringu sem hefðbundið mataræði hefur fram að færa? Ketó mataræði, sem örvar myndun ketóna úr fitu, gefur heilanum stöðugan, skilvirkan orkugjafa í tilvikum þar sem heilinn getur ekki nýtt glúkósa. Ketó mataræði er ekki tískufæði – heldur vísindalega sannreynd aðferð til að bæta efnaskiptaheilbrigði heilans. Ef heilbrigðiskerfið ræður ekki við verkefnið – þá verðum við að breyta forsendunum Ef spár ganga eftir, og tilfellum heilabilana fjölgar um 80% á næstu áratugum, þá er ljóst að við getum ekki reitt okkur eingöngu á lyfjameðferðir og sjúkrahúsinnlagnir.Það myndi einfaldlega yfirbuga heilbrigðiskerfið – bæði fjárhagslega og mannlega. Lausnin felst ekki í að auka viðbragðsgetu kerfisins, heldur að draga úr þörfinni á inngripum með forvörnum og snemmíhlutun.Þar þarf bætt mataræði, svefn og efnaskiptaheilbrigði að verða hluti af opinberri heilbrigðisstefnu, rétt eins og bólusetningar og hjartaheilsuvernd. Við vitum að heilinn bregst við þeirri næringu sem hann fær. Því þarf að nálgast geðheilbrigði og andlega heilsu með sömu stefnumótandi hugsun og notuð hefur verið í lýðheilsu – með áherslu á orku, jafnvægi og næringu. Frá meðferð til forvarna Langir biðlistar og aukinn fjöldi einstaklinga með heilabilun eða geðræn einkenni eru ekki aðeins heilsufarsvandi – þeir eru samfélagsleg og efnahagsleg áskorun.Þessi mikla fjölgun dregur úr atvinnuþátttöku, eykur kostnað og skapar langvarandi félagslegt álag. Með því að efla forvarnir á sviði efnaskiptaheilbrigðis með fræðslu um áhrif næringar á líkamlega og andlega líðan og svefn – er hægt að efla almenna lýðheilsu (en þekkt “aukaverkun” ketó mataræðis er þyngdartap) og fækka tilvikum geðraskana, minnka álag á heilbrigðiskerfið og valdefla einstaklinga til þess að bæta eigin heilsu. Slík fræðsla gæti orðið hluti af: heilsueflandi grunnstefnu sveitarfélaga, námskrám í skólum, þar sem börn læra grundvallaratriði næringarfræði og að tengja fæðu,einbeitingu og almenna líðan. þjálfun heilbrigðisstarfsfólks á öllum stigum. Einnig er nauðsynlegt að skoða hvernig matur sem er í boði á opinberum stofnunum – svo sem á Landspítalanum, hjúkrunarheimilum og endurhæfingarstofnunum – geti stutt við markmið um heilbrigð efnaskipti. Frá fræðilegri sýn til framkvæmdar Íslenskt heilbrigðiskerfi hefur alla burði til að verða leiðandi í efnaskiptaforvörnum.Það krefst ekki nýrra bygginga eða tækjabúnaðar – heldur heildstæðrar stefnu og bættrar þekkingar. Heilbrigðisráðuneytið og Landspítali gætu sameinast um að þróa þverfaglega verkáætlun um efnaskiptaheilbrigði og geðheilbrigði, þar sem næringarfræðingar, sálfræðingar og læknar vinna saman að því að mæla áhrif bættrar næringar á geðheilsu og vitræna starfsemi. Á hjúkrunarheimilum, heilsugæslustöðvum og geðdeildum mætti innleiða tilraunaverkefni þar sem máltíðir væru hannaðar á grundvelli vísindalegrar þekkingar um efnaskiptaheilbrigði – þar sem áhersla er lögð á að draga úr ofurunnum hráefnum, neyslu sykurs og kolvetna en auka neyslu á próteini og góðri fitu.Þetta myndi ekki aðeins bæta heilsu þjónustuþega, heldur létta á álagi kerfisins til lengri tíma. Að færa stefnu nær upprunanum Ef við tökum viðvörun formanns Læknafélags Íslands alvarlega – um að heilbrigðiskerfið ráði ekki við verkefnið að óbreyttu – þá verðum við að endurhugsa stefnu okkar frá grunni.Við þurfum að færa hana frá viðbrögðum við einkennum yfir í markvissa endurreisn orkuheilbrigðis heilans. Þannig getum við ekki aðeins komið í veg fyrir 80% aukningu tilfella heilabilana verði að veruleika – heldur einnig dregið úr faraldri geðheilsuvanda. Ný sýn á heilbrigða framtíð Bætt geðheilsa og vitræn heilsa eru ekki aðeins spurning um lyf og greiningar.Þær byggjast á orku, næringu og stöðugleika í efnaskiptum. Viljum við byggja upp heilbrigðiskerfi sem stendur undir sér til framtíðar, verðum við að tala um næringu og efnaskiptaheilbrigði sem stefnumál þjóðarinnar – jafn mikilvægt og menntun, orkuskipti og loftslag. Þannig getum við byggt upp samfélag þar sem heilinn fær að dafna, þar sem geðheilsa er forgangsmál – og þar sem við bregðumst við áður en kerfið brestur. Höfundur er sálfræðingur.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun