Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar 6. október 2025 15:32 Í nýlegri grein Gríms Atlasonar, framkvæmdastjóra Geðhjálpar, á Vísi kom fram að 752 Íslendingar létust á síðustu tíu árum vegna geðheilsuvanda – sjálfsvíga og lyfjaeitrunar.Í annarri nýrri frétt kemur fram að nær 2.500 börn bíða nú eftir greiningu eða meðferð vegna andlegra veikinda. Þetta eru ekki tölur á blaði – þetta eru manneskjur, fjölskyldur og líf í uppnámi. Þessar tölur afhjúpa að núverandi kerfi ræður ekki við þann faraldur geðheilsuvanda sem við stöndum frammi fyrir. Í nýrri frétt RÚV kom fram að tíðni heilabilunarsjúkdóma á Íslandi gæti aukist um 80% á næstu 35 árum. Formaður Læknafélags Íslands sagði þar að heilbrigðiskerfið myndi ekki ráða við verkefnið að óbreyttu.Sú yfirlýsing á ekki aðeins við um heilabilun – hún endurspeglar víðtækara lýðheilsuvandamál. Við sjáum nú tvær bylgjur vaxandi heilsufarsvanda rísa samtímis – geðræn veikindi og efnaskiptasjúkdóma. Í raun eru þetta ekki tveir aðskildir faraldrar, heldur eitt og sama vandamálið: heilinn fær ekki þá orku sem hann þarf til að starfa eðlilega. Ný sýn á orkuheilbrigði heilans Heilinn vegur aðeins um 2% af líkamsþyngd en notar um 20% af allri orku líkamans. Þegar orkuskipti heilans eru í ójafnvægi, geta einkenni eins og þreyta, kvíði, skapbreytingar, vitræn skerðing og minnistap fylgt í kjölfarið. Rannsóknir benda til þess að heilinn get misst hæfileikann til þess að nýta glúkósa sem orkugjafa sem getur leitt til sjúkdóma allt frá geðröskunum til Alzheimer. Þrátt fyrir nægan sykur í blóði svelta taugafrumurnar. En hvað er þá í boði ef heilinn getur ekki nýtt þá næringu sem hefðbundið mataræði hefur fram að færa? Ketó mataræði, sem örvar myndun ketóna úr fitu, gefur heilanum stöðugan, skilvirkan orkugjafa í tilvikum þar sem heilinn getur ekki nýtt glúkósa. Ketó mataræði er ekki tískufæði – heldur vísindalega sannreynd aðferð til að bæta efnaskiptaheilbrigði heilans. Ef heilbrigðiskerfið ræður ekki við verkefnið – þá verðum við að breyta forsendunum Ef spár ganga eftir, og tilfellum heilabilana fjölgar um 80% á næstu áratugum, þá er ljóst að við getum ekki reitt okkur eingöngu á lyfjameðferðir og sjúkrahúsinnlagnir.Það myndi einfaldlega yfirbuga heilbrigðiskerfið – bæði fjárhagslega og mannlega. Lausnin felst ekki í að auka viðbragðsgetu kerfisins, heldur að draga úr þörfinni á inngripum með forvörnum og snemmíhlutun.Þar þarf bætt mataræði, svefn og efnaskiptaheilbrigði að verða hluti af opinberri heilbrigðisstefnu, rétt eins og bólusetningar og hjartaheilsuvernd. Við vitum að heilinn bregst við þeirri næringu sem hann fær. Því þarf að nálgast geðheilbrigði og andlega heilsu með sömu stefnumótandi hugsun og notuð hefur verið í lýðheilsu – með áherslu á orku, jafnvægi og næringu. Frá meðferð til forvarna Langir biðlistar og aukinn fjöldi einstaklinga með heilabilun eða geðræn einkenni eru ekki aðeins heilsufarsvandi – þeir eru samfélagsleg og efnahagsleg áskorun.Þessi mikla fjölgun dregur úr atvinnuþátttöku, eykur kostnað og skapar langvarandi félagslegt álag. Með því að efla forvarnir á sviði efnaskiptaheilbrigðis með fræðslu um áhrif næringar á líkamlega og andlega líðan og svefn – er hægt að efla almenna lýðheilsu (en þekkt “aukaverkun” ketó mataræðis er þyngdartap) og fækka tilvikum geðraskana, minnka álag á heilbrigðiskerfið og valdefla einstaklinga til þess að bæta eigin heilsu. Slík fræðsla gæti orðið hluti af: heilsueflandi grunnstefnu sveitarfélaga, námskrám í skólum, þar sem börn læra grundvallaratriði næringarfræði og að tengja fæðu,einbeitingu og almenna líðan. þjálfun heilbrigðisstarfsfólks á öllum stigum. Einnig er nauðsynlegt að skoða hvernig matur sem er í boði á opinberum stofnunum – svo sem á Landspítalanum, hjúkrunarheimilum og endurhæfingarstofnunum – geti stutt við markmið um heilbrigð efnaskipti. Frá fræðilegri sýn til framkvæmdar Íslenskt heilbrigðiskerfi hefur alla burði til að verða leiðandi í efnaskiptaforvörnum.Það krefst ekki nýrra bygginga eða tækjabúnaðar – heldur heildstæðrar stefnu og bættrar þekkingar. Heilbrigðisráðuneytið og Landspítali gætu sameinast um að þróa þverfaglega verkáætlun um efnaskiptaheilbrigði og geðheilbrigði, þar sem næringarfræðingar, sálfræðingar og læknar vinna saman að því að mæla áhrif bættrar næringar á geðheilsu og vitræna starfsemi. Á hjúkrunarheimilum, heilsugæslustöðvum og geðdeildum mætti innleiða tilraunaverkefni þar sem máltíðir væru hannaðar á grundvelli vísindalegrar þekkingar um efnaskiptaheilbrigði – þar sem áhersla er lögð á að draga úr ofurunnum hráefnum, neyslu sykurs og kolvetna en auka neyslu á próteini og góðri fitu.Þetta myndi ekki aðeins bæta heilsu þjónustuþega, heldur létta á álagi kerfisins til lengri tíma. Að færa stefnu nær upprunanum Ef við tökum viðvörun formanns Læknafélags Íslands alvarlega – um að heilbrigðiskerfið ráði ekki við verkefnið að óbreyttu – þá verðum við að endurhugsa stefnu okkar frá grunni.Við þurfum að færa hana frá viðbrögðum við einkennum yfir í markvissa endurreisn orkuheilbrigðis heilans. Þannig getum við ekki aðeins komið í veg fyrir 80% aukningu tilfella heilabilana verði að veruleika – heldur einnig dregið úr faraldri geðheilsuvanda. Ný sýn á heilbrigða framtíð Bætt geðheilsa og vitræn heilsa eru ekki aðeins spurning um lyf og greiningar.Þær byggjast á orku, næringu og stöðugleika í efnaskiptum. Viljum við byggja upp heilbrigðiskerfi sem stendur undir sér til framtíðar, verðum við að tala um næringu og efnaskiptaheilbrigði sem stefnumál þjóðarinnar – jafn mikilvægt og menntun, orkuskipti og loftslag. Þannig getum við byggt upp samfélag þar sem heilinn fær að dafna, þar sem geðheilsa er forgangsmál – og þar sem við bregðumst við áður en kerfið brestur. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein Gríms Atlasonar, framkvæmdastjóra Geðhjálpar, á Vísi kom fram að 752 Íslendingar létust á síðustu tíu árum vegna geðheilsuvanda – sjálfsvíga og lyfjaeitrunar.Í annarri nýrri frétt kemur fram að nær 2.500 börn bíða nú eftir greiningu eða meðferð vegna andlegra veikinda. Þetta eru ekki tölur á blaði – þetta eru manneskjur, fjölskyldur og líf í uppnámi. Þessar tölur afhjúpa að núverandi kerfi ræður ekki við þann faraldur geðheilsuvanda sem við stöndum frammi fyrir. Í nýrri frétt RÚV kom fram að tíðni heilabilunarsjúkdóma á Íslandi gæti aukist um 80% á næstu 35 árum. Formaður Læknafélags Íslands sagði þar að heilbrigðiskerfið myndi ekki ráða við verkefnið að óbreyttu.Sú yfirlýsing á ekki aðeins við um heilabilun – hún endurspeglar víðtækara lýðheilsuvandamál. Við sjáum nú tvær bylgjur vaxandi heilsufarsvanda rísa samtímis – geðræn veikindi og efnaskiptasjúkdóma. Í raun eru þetta ekki tveir aðskildir faraldrar, heldur eitt og sama vandamálið: heilinn fær ekki þá orku sem hann þarf til að starfa eðlilega. Ný sýn á orkuheilbrigði heilans Heilinn vegur aðeins um 2% af líkamsþyngd en notar um 20% af allri orku líkamans. Þegar orkuskipti heilans eru í ójafnvægi, geta einkenni eins og þreyta, kvíði, skapbreytingar, vitræn skerðing og minnistap fylgt í kjölfarið. Rannsóknir benda til þess að heilinn get misst hæfileikann til þess að nýta glúkósa sem orkugjafa sem getur leitt til sjúkdóma allt frá geðröskunum til Alzheimer. Þrátt fyrir nægan sykur í blóði svelta taugafrumurnar. En hvað er þá í boði ef heilinn getur ekki nýtt þá næringu sem hefðbundið mataræði hefur fram að færa? Ketó mataræði, sem örvar myndun ketóna úr fitu, gefur heilanum stöðugan, skilvirkan orkugjafa í tilvikum þar sem heilinn getur ekki nýtt glúkósa. Ketó mataræði er ekki tískufæði – heldur vísindalega sannreynd aðferð til að bæta efnaskiptaheilbrigði heilans. Ef heilbrigðiskerfið ræður ekki við verkefnið – þá verðum við að breyta forsendunum Ef spár ganga eftir, og tilfellum heilabilana fjölgar um 80% á næstu áratugum, þá er ljóst að við getum ekki reitt okkur eingöngu á lyfjameðferðir og sjúkrahúsinnlagnir.Það myndi einfaldlega yfirbuga heilbrigðiskerfið – bæði fjárhagslega og mannlega. Lausnin felst ekki í að auka viðbragðsgetu kerfisins, heldur að draga úr þörfinni á inngripum með forvörnum og snemmíhlutun.Þar þarf bætt mataræði, svefn og efnaskiptaheilbrigði að verða hluti af opinberri heilbrigðisstefnu, rétt eins og bólusetningar og hjartaheilsuvernd. Við vitum að heilinn bregst við þeirri næringu sem hann fær. Því þarf að nálgast geðheilbrigði og andlega heilsu með sömu stefnumótandi hugsun og notuð hefur verið í lýðheilsu – með áherslu á orku, jafnvægi og næringu. Frá meðferð til forvarna Langir biðlistar og aukinn fjöldi einstaklinga með heilabilun eða geðræn einkenni eru ekki aðeins heilsufarsvandi – þeir eru samfélagsleg og efnahagsleg áskorun.Þessi mikla fjölgun dregur úr atvinnuþátttöku, eykur kostnað og skapar langvarandi félagslegt álag. Með því að efla forvarnir á sviði efnaskiptaheilbrigðis með fræðslu um áhrif næringar á líkamlega og andlega líðan og svefn – er hægt að efla almenna lýðheilsu (en þekkt “aukaverkun” ketó mataræðis er þyngdartap) og fækka tilvikum geðraskana, minnka álag á heilbrigðiskerfið og valdefla einstaklinga til þess að bæta eigin heilsu. Slík fræðsla gæti orðið hluti af: heilsueflandi grunnstefnu sveitarfélaga, námskrám í skólum, þar sem börn læra grundvallaratriði næringarfræði og að tengja fæðu,einbeitingu og almenna líðan. þjálfun heilbrigðisstarfsfólks á öllum stigum. Einnig er nauðsynlegt að skoða hvernig matur sem er í boði á opinberum stofnunum – svo sem á Landspítalanum, hjúkrunarheimilum og endurhæfingarstofnunum – geti stutt við markmið um heilbrigð efnaskipti. Frá fræðilegri sýn til framkvæmdar Íslenskt heilbrigðiskerfi hefur alla burði til að verða leiðandi í efnaskiptaforvörnum.Það krefst ekki nýrra bygginga eða tækjabúnaðar – heldur heildstæðrar stefnu og bættrar þekkingar. Heilbrigðisráðuneytið og Landspítali gætu sameinast um að þróa þverfaglega verkáætlun um efnaskiptaheilbrigði og geðheilbrigði, þar sem næringarfræðingar, sálfræðingar og læknar vinna saman að því að mæla áhrif bættrar næringar á geðheilsu og vitræna starfsemi. Á hjúkrunarheimilum, heilsugæslustöðvum og geðdeildum mætti innleiða tilraunaverkefni þar sem máltíðir væru hannaðar á grundvelli vísindalegrar þekkingar um efnaskiptaheilbrigði – þar sem áhersla er lögð á að draga úr ofurunnum hráefnum, neyslu sykurs og kolvetna en auka neyslu á próteini og góðri fitu.Þetta myndi ekki aðeins bæta heilsu þjónustuþega, heldur létta á álagi kerfisins til lengri tíma. Að færa stefnu nær upprunanum Ef við tökum viðvörun formanns Læknafélags Íslands alvarlega – um að heilbrigðiskerfið ráði ekki við verkefnið að óbreyttu – þá verðum við að endurhugsa stefnu okkar frá grunni.Við þurfum að færa hana frá viðbrögðum við einkennum yfir í markvissa endurreisn orkuheilbrigðis heilans. Þannig getum við ekki aðeins komið í veg fyrir 80% aukningu tilfella heilabilana verði að veruleika – heldur einnig dregið úr faraldri geðheilsuvanda. Ný sýn á heilbrigða framtíð Bætt geðheilsa og vitræn heilsa eru ekki aðeins spurning um lyf og greiningar.Þær byggjast á orku, næringu og stöðugleika í efnaskiptum. Viljum við byggja upp heilbrigðiskerfi sem stendur undir sér til framtíðar, verðum við að tala um næringu og efnaskiptaheilbrigði sem stefnumál þjóðarinnar – jafn mikilvægt og menntun, orkuskipti og loftslag. Þannig getum við byggt upp samfélag þar sem heilinn fær að dafna, þar sem geðheilsa er forgangsmál – og þar sem við bregðumst við áður en kerfið brestur. Höfundur er sálfræðingur.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun