Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. október 2025 06:00 Seljavallalaug er líklega meðal þekktari lauga landsins. Vísir/Friðrik Þór Í enn eitt skiptið eru búningsklefar við Seljavallalaug fullir af rusli, gömlum sundfötum og matarumbúðum. Vegfarandi segist sjaldan hafa séð laugina í svo slæmu ásigkomulagi. Staðarhaldari segist langþreyttur á ástandinu, laugin hafi aldrei verið ætluð almennum sundgestum. „Búningsklefarnir eru þannig að maður fer einfaldlega ekki inn í þá. Þeir eru fullir af drullu, rusli og skít, gömlum sundfötum og matarumbúðum,“ segir Einar Pálsson vegfarandi sem átti leið um laugina í síðustu viku. Hann á ekki langt að sækja áhugann á lauginni en faðir hans Páll Andrésson er brottfluttur Eyfellingur og kom lengi vel að viðhaldi og uppbyggingu Seljavallalaugar. Miðað við myndband sem Einar sendi fréttastofu úr klefanum mætti ganga svo langt að fullyrða að búningsklefinn minni frekar á fatagám en búningsklefa. Laugin er ein elsta sundlaug á Íslandi og var fyrst hlaðin með grjóti árið 1923 og svo steypt ári seinna. Klippa: Slæm umgengni í búningsklefa Seljavallalaugar Sambærilegar fréttir um árabil Fréttir hafa um árabil borist af slæmri umgengni í lauginni sem árið 2013 var valin ein af bestu sundlaugum veraldar af lesendum Guardian. Árið 2017 greindi Vísir meðal annars frá því að umgengnin væri „enn vandamál“ við Seljavallalaug, enda voru skrifaðar sambærilegar fréttir árið 2013, 2015 og svo af stóðlífi í lauginni árið 2016. Ármann Fannar Magnússon hefur verið formaður félagsins um árabil og áður svarað fyrir umgengnina. Hann var á leið upp eftir að hreinsa til þegar Vísir náði af honum tali. „Þetta er afar leiðinlegt, það er ekki ætlast til þess að fólk skilji neitt eftir en það er alltaf fullt af fólki sem virðir ekki náttúruna. Það ætlar seint að breytast og mun kannski aldrei gera.“ Ekki opinber sundlaug Ármann segir ekki hafa komið til tals að ungmennafélagið afhendi öðrum, til dæmis sveitarfélaginu, umsjón með lauginni. Laugin sé ekki opinber sundlaug. „Og það á enginn að vera í sundi þarna. Þetta er gömul, falleg laug og það á enginn að skilja drasl eftir sig og sóða út svæðið. Þetta er ekki opinber sundstaður, þannig ég skil ekki hvað fólk er að gera þarna.“ Er sundlaugin kannski fórnarlamb eigin vinsælda á samfélagsmiðlum? „Ja, þetta er þekktur staður, það er alveg rétt.“ En þetta breytist aldrei? „Þetta er búið að vera svona ansi lengi og þetta mun aldrei breytast, því miður.“ Sundlaugar og baðlón Rangárþing eystra Tengdar fréttir Formaður ungmennafélags vill ekki afskipti af Seljavallalaug Formaður Ungmennafélagsins Eyfellings, sem á Seljavallalaug, segir moldviðri í kringum laugina; hún sé í ágætu standi og viðhald ekki aðkallandi. Byggðaráð Rangárþings eystra og Minjastofnun telja brýna þörf fyrir endurbætur á lauginni. 26. mars 2014 17:45 Eins og heimilislausir hafi haldið til í Seljavallalaug „Þetta er ein elsta sundlaug Íslands og á að líta vel út þó hún sé gömul.“ 20. apríl 2015 11:26 Umhverfissóðar við Seljavallalaug Óprútnir umhverfissóðar hafa spreyjað gulri lakkmálningu á þó nokkra steina í grennd við Seljavallalaug á Suðurlandi, en slaugin er ekki vöktuð. Ekki er vitað hverjir eru að verki. 15. júlí 2013 07:50 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
„Búningsklefarnir eru þannig að maður fer einfaldlega ekki inn í þá. Þeir eru fullir af drullu, rusli og skít, gömlum sundfötum og matarumbúðum,“ segir Einar Pálsson vegfarandi sem átti leið um laugina í síðustu viku. Hann á ekki langt að sækja áhugann á lauginni en faðir hans Páll Andrésson er brottfluttur Eyfellingur og kom lengi vel að viðhaldi og uppbyggingu Seljavallalaugar. Miðað við myndband sem Einar sendi fréttastofu úr klefanum mætti ganga svo langt að fullyrða að búningsklefinn minni frekar á fatagám en búningsklefa. Laugin er ein elsta sundlaug á Íslandi og var fyrst hlaðin með grjóti árið 1923 og svo steypt ári seinna. Klippa: Slæm umgengni í búningsklefa Seljavallalaugar Sambærilegar fréttir um árabil Fréttir hafa um árabil borist af slæmri umgengni í lauginni sem árið 2013 var valin ein af bestu sundlaugum veraldar af lesendum Guardian. Árið 2017 greindi Vísir meðal annars frá því að umgengnin væri „enn vandamál“ við Seljavallalaug, enda voru skrifaðar sambærilegar fréttir árið 2013, 2015 og svo af stóðlífi í lauginni árið 2016. Ármann Fannar Magnússon hefur verið formaður félagsins um árabil og áður svarað fyrir umgengnina. Hann var á leið upp eftir að hreinsa til þegar Vísir náði af honum tali. „Þetta er afar leiðinlegt, það er ekki ætlast til þess að fólk skilji neitt eftir en það er alltaf fullt af fólki sem virðir ekki náttúruna. Það ætlar seint að breytast og mun kannski aldrei gera.“ Ekki opinber sundlaug Ármann segir ekki hafa komið til tals að ungmennafélagið afhendi öðrum, til dæmis sveitarfélaginu, umsjón með lauginni. Laugin sé ekki opinber sundlaug. „Og það á enginn að vera í sundi þarna. Þetta er gömul, falleg laug og það á enginn að skilja drasl eftir sig og sóða út svæðið. Þetta er ekki opinber sundstaður, þannig ég skil ekki hvað fólk er að gera þarna.“ Er sundlaugin kannski fórnarlamb eigin vinsælda á samfélagsmiðlum? „Ja, þetta er þekktur staður, það er alveg rétt.“ En þetta breytist aldrei? „Þetta er búið að vera svona ansi lengi og þetta mun aldrei breytast, því miður.“
Sundlaugar og baðlón Rangárþing eystra Tengdar fréttir Formaður ungmennafélags vill ekki afskipti af Seljavallalaug Formaður Ungmennafélagsins Eyfellings, sem á Seljavallalaug, segir moldviðri í kringum laugina; hún sé í ágætu standi og viðhald ekki aðkallandi. Byggðaráð Rangárþings eystra og Minjastofnun telja brýna þörf fyrir endurbætur á lauginni. 26. mars 2014 17:45 Eins og heimilislausir hafi haldið til í Seljavallalaug „Þetta er ein elsta sundlaug Íslands og á að líta vel út þó hún sé gömul.“ 20. apríl 2015 11:26 Umhverfissóðar við Seljavallalaug Óprútnir umhverfissóðar hafa spreyjað gulri lakkmálningu á þó nokkra steina í grennd við Seljavallalaug á Suðurlandi, en slaugin er ekki vöktuð. Ekki er vitað hverjir eru að verki. 15. júlí 2013 07:50 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Formaður ungmennafélags vill ekki afskipti af Seljavallalaug Formaður Ungmennafélagsins Eyfellings, sem á Seljavallalaug, segir moldviðri í kringum laugina; hún sé í ágætu standi og viðhald ekki aðkallandi. Byggðaráð Rangárþings eystra og Minjastofnun telja brýna þörf fyrir endurbætur á lauginni. 26. mars 2014 17:45
Eins og heimilislausir hafi haldið til í Seljavallalaug „Þetta er ein elsta sundlaug Íslands og á að líta vel út þó hún sé gömul.“ 20. apríl 2015 11:26
Umhverfissóðar við Seljavallalaug Óprútnir umhverfissóðar hafa spreyjað gulri lakkmálningu á þó nokkra steina í grennd við Seljavallalaug á Suðurlandi, en slaugin er ekki vöktuð. Ekki er vitað hverjir eru að verki. 15. júlí 2013 07:50