„Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2025 10:33 Rodrigo Goes virtist vera úti í kuldanum hjá Carlo Ancelotti hjá Real Madrid á síðasta tímabili en fáir vissu hvað gekk á utan vallar. Getty/Alvaro Medranda Brasilíski knattspyrnumaðurinn Rodrygo var á leiðinni frá Real Madrid í haust, ef marka má spænska fjölmiðla, en hélt kyrru fyrir. Það lá líka miklu meira að baki því hversu lítið hann fékk að spila með spænska félaginu á síðustu leiktíð. Rodrygo fór hvergi og hefur nú opnað sig um það sem gekk á hjá honum síðasta vetur. „Ég upplifði persónulega afar erfiða tíma á síðasta tímabili. Ég talaði ekki við neinn í lífi mínu í langan tíma,“ sagði Rodrygo í viðtali við spænska íþróttablaðið AS. „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum. Þetta var mjög erfiður tími. Mér leið hvorki vel líkamlega né andlega,“ sagði Rodrygo. „Ancelotti hjálpaði mér mikið, því hann sá á hverjum degi að mér leið ekki vel. Hann sá að ég væri ekki í standi til að spila og að ég gæti því ekki hjálpað liðinu,“ sagði Rodrygo. „Það var heldur enginn tími til að jafna sig því við spiluðum á þriggja daga fresti og þá getur maður ekki stoppað til að leysa vandamálið. „Ancelotti sá að ég er venjuleg manneskja og átti við raunveruleg vandamál að stríða. Hann skildi flóknar aðstæður mínar,“ sagði Rodrygo. „Carlo sagði við mig: Vertu bara rólegur hérna. Þú ert ekki í standi til að spila núna. Ég þakkaði honum og bað um að fá að spila, en þannig vissi hann að hann þyrfti að ná manneskjunni aftur á strik áður en hann næði út leikmanninum,“ sagði Rodrygo. „Þetta var mjög erfiður tími í lífi mínu en núna hef ég sigrast á öllu og ég er í lagi. Hvenær sem ég get, þakka ég Carletto, syni hans Davide og þjálfarateyminu. Allir hjálpuðu mér, og auðvitað fjölskyldan mín. Núna finn ég bara fyrir gleði, ég er hamingjusamur, mjög áhugasamur um að eiga frábært tímabil“, sagði Rodrygo í samtali við AS. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Spænski boltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Sjá meira
Rodrygo fór hvergi og hefur nú opnað sig um það sem gekk á hjá honum síðasta vetur. „Ég upplifði persónulega afar erfiða tíma á síðasta tímabili. Ég talaði ekki við neinn í lífi mínu í langan tíma,“ sagði Rodrygo í viðtali við spænska íþróttablaðið AS. „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum. Þetta var mjög erfiður tími. Mér leið hvorki vel líkamlega né andlega,“ sagði Rodrygo. „Ancelotti hjálpaði mér mikið, því hann sá á hverjum degi að mér leið ekki vel. Hann sá að ég væri ekki í standi til að spila og að ég gæti því ekki hjálpað liðinu,“ sagði Rodrygo. „Það var heldur enginn tími til að jafna sig því við spiluðum á þriggja daga fresti og þá getur maður ekki stoppað til að leysa vandamálið. „Ancelotti sá að ég er venjuleg manneskja og átti við raunveruleg vandamál að stríða. Hann skildi flóknar aðstæður mínar,“ sagði Rodrygo. „Carlo sagði við mig: Vertu bara rólegur hérna. Þú ert ekki í standi til að spila núna. Ég þakkaði honum og bað um að fá að spila, en þannig vissi hann að hann þyrfti að ná manneskjunni aftur á strik áður en hann næði út leikmanninum,“ sagði Rodrygo. „Þetta var mjög erfiður tími í lífi mínu en núna hef ég sigrast á öllu og ég er í lagi. Hvenær sem ég get, þakka ég Carletto, syni hans Davide og þjálfarateyminu. Allir hjálpuðu mér, og auðvitað fjölskyldan mín. Núna finn ég bara fyrir gleði, ég er hamingjusamur, mjög áhugasamur um að eiga frábært tímabil“, sagði Rodrygo í samtali við AS. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom)
Spænski boltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Sjá meira