Innlent

Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Esjan er hvít í fyrsta skiptið í haust.
Esjan er hvít í fyrsta skiptið í haust. Vísir/Anton Brink

Snjór sést nú í Esjunni í fyrsta sinn í haust. Veðurfræðingur segir haustið hafa verið óvenjuhlýtt, allajafna sé hvítur toppur Esjunnar fyrr á ferðinni. Svalara loft yfir höfuðborgarsvæðinu er væntanlegt næstu tvo daga en svo hlýnar aftur um helgina.

„Þetta haust hefur verið mjög hlýtt og þetta er að gerast seinna en venjulega. Það hefur verið milt veðurfar en núna erum við að spá svalara lofti, í dag og á morgun og það mun sjást einhver él hérna líka. En svo á að hlýna aftur um helgina, á sunnudag og mánudag,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni hvarf óvenju snemma á árinu, í ágúst síðastliðnum. Einungis tvisvar sinnum áður hefur skaflinn horfið fyrr á árinu, árin 1941 og 2010, en þau ár hvarf hann í júlí. Þorsteinn segir of snemmt að segja til um hvort snjóskaflinn sé kominn til að vera.

„Það er alveg spurning hvernig þetta verður. Ef það nær að hlýna verulega aftur, á sunnudag, mánudag þá gæti þetta farið aftur. Það er ekki alveg að koma kuldakast í bráð, hitinn datt aðeins niður í dag og svo á á morgun.“

Einar Sveinbjörnssön veðurfræðingur ræddi breytingar á veðurfari hér á landi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×