„Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. október 2025 22:06 Aron segir sárt að þurfa að horfa á eftir kindunum. Vísir/Vilhelm Bóndi á Kirkjuhóli segir sárt að skera þurfi fé en riða greindist á bænum í gær. Grunur um smit vaknaði í síðustu viku en hann segist hafa vitað um leið og hann sá kindina að um riðu væri að ræða, símtalið til Matvælastofnunar hafi verið þungt. Grunur vaknaði um riðuveiki á Kirkjuhóli í síðustu viku og var sá grunur staðfestur af Matvælastofnun í gær. Niðurskurður er ekki hafinn en í tilkynningu MAST kemur fram að nokkur hluti fjárins á bænum sé með verndandi arfgerð gegn riðu sem þýðir að ekki þurfi að skera allt fé á bænum. Bóndinn á Kirkjuhóli telur að skera þurfi um 200 kindur. „Maður eiginlega vissi það um leið og maður sá kindina hvað þetta var þannig að þetta var þungt símtal að þurfa að hringja í Mast,“ sagði bóndinn Aron Pétursson í samtali við fréttastofu Sýnar. Huggun harmi gegn að þurfa ekki að byrja upp á nýtt Á Alþingi í dag mælti Sigurjón Þórðarson formaður atvinnuveganefndar fyrir frumvarpi sem heimilar ráðherra að skylda bændur til að rækta fé sem ónæmt sé fyrir riðu. Aron hefur markvisst unnið að ræktun fjár með ónæmi en segir sárt að þurfa að skera niður í hjörðinni. „Það er mjög sárt, maður er búinn að vera að rækta þetta fé í nokkur ár og þekkir hverja einustu kind. Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim en það er huggun harmi gegn að það fær hluti af þeim að verða eftir og við þurfum ekki að byrja með nýjan stofn“ Fín samskipti við MAST Aron vonar að smitið dreifi sér ekki frekar en að uggur sé í fólki í sveitinni þó riðuveiki hafi reglulega komið upp þar um slóðir. „Ég vona að maður hafi náð að stoppa þetta strax í byrjun, það er ástæðan fyrir því að maður tilkynnti þetta strax. Maður vill ekki vera að dreifa þessu á fleiri hjarðir,“ sagði Aron og bætti við að samskipti hans við MAST hefðu verið fín hingað til og engu yfir að kvarta. „Auðvitað eru einhverjar kindur í miklu uppáhaldi Hann hefur stundað búskap á Kirkjuhóli síðan 2016 en ætlar að halda ótrauður áfram þrátt fyrir áfallið og þá miklu vinnu sem framundan er bæði í þrifum og ræktunarstarfi. „Nú þurfum við að taka nýjan vinkil í það,“ segir hann og að jafnframt muni hann aðeins nota arfhreina hrúta við ræktunina sem ónæmir eru fyrir riðuveikinni. Þá þurfi féð á bænum að vera í einangrun og má ekki blandast öðru fé næstu tvö árin. Fjárhagslegt tjón er óljóst enda stutt síðan smitið var staðfest. Tilfinningatjónið er hins vegar mikið, ekki síst hjá börnunum. „Þeir tóku þetta svolítið inn á sig þegar þeir fengu fréttirnar, þeir eru að átta sig á þessu. Auðvitað eru einhverjar kindur sem hafa verið í miklu uppáhaldi sem þurfa að fara en aðrar fá að vera. Það breytir stöðunni mikið að fá að halda eitthvað af fénu, að þurfa ekki að horfa á eftir allri hjörðinni fara,“ sagði Aron að lokum. Dýraheilbrigði Riða í Skagafirði Matvælastofnun Skagafjörður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Grunur vaknaði um riðuveiki á Kirkjuhóli í síðustu viku og var sá grunur staðfestur af Matvælastofnun í gær. Niðurskurður er ekki hafinn en í tilkynningu MAST kemur fram að nokkur hluti fjárins á bænum sé með verndandi arfgerð gegn riðu sem þýðir að ekki þurfi að skera allt fé á bænum. Bóndinn á Kirkjuhóli telur að skera þurfi um 200 kindur. „Maður eiginlega vissi það um leið og maður sá kindina hvað þetta var þannig að þetta var þungt símtal að þurfa að hringja í Mast,“ sagði bóndinn Aron Pétursson í samtali við fréttastofu Sýnar. Huggun harmi gegn að þurfa ekki að byrja upp á nýtt Á Alþingi í dag mælti Sigurjón Þórðarson formaður atvinnuveganefndar fyrir frumvarpi sem heimilar ráðherra að skylda bændur til að rækta fé sem ónæmt sé fyrir riðu. Aron hefur markvisst unnið að ræktun fjár með ónæmi en segir sárt að þurfa að skera niður í hjörðinni. „Það er mjög sárt, maður er búinn að vera að rækta þetta fé í nokkur ár og þekkir hverja einustu kind. Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim en það er huggun harmi gegn að það fær hluti af þeim að verða eftir og við þurfum ekki að byrja með nýjan stofn“ Fín samskipti við MAST Aron vonar að smitið dreifi sér ekki frekar en að uggur sé í fólki í sveitinni þó riðuveiki hafi reglulega komið upp þar um slóðir. „Ég vona að maður hafi náð að stoppa þetta strax í byrjun, það er ástæðan fyrir því að maður tilkynnti þetta strax. Maður vill ekki vera að dreifa þessu á fleiri hjarðir,“ sagði Aron og bætti við að samskipti hans við MAST hefðu verið fín hingað til og engu yfir að kvarta. „Auðvitað eru einhverjar kindur í miklu uppáhaldi Hann hefur stundað búskap á Kirkjuhóli síðan 2016 en ætlar að halda ótrauður áfram þrátt fyrir áfallið og þá miklu vinnu sem framundan er bæði í þrifum og ræktunarstarfi. „Nú þurfum við að taka nýjan vinkil í það,“ segir hann og að jafnframt muni hann aðeins nota arfhreina hrúta við ræktunina sem ónæmir eru fyrir riðuveikinni. Þá þurfi féð á bænum að vera í einangrun og má ekki blandast öðru fé næstu tvö árin. Fjárhagslegt tjón er óljóst enda stutt síðan smitið var staðfest. Tilfinningatjónið er hins vegar mikið, ekki síst hjá börnunum. „Þeir tóku þetta svolítið inn á sig þegar þeir fengu fréttirnar, þeir eru að átta sig á þessu. Auðvitað eru einhverjar kindur sem hafa verið í miklu uppáhaldi sem þurfa að fara en aðrar fá að vera. Það breytir stöðunni mikið að fá að halda eitthvað af fénu, að þurfa ekki að horfa á eftir allri hjörðinni fara,“ sagði Aron að lokum.
Dýraheilbrigði Riða í Skagafirði Matvælastofnun Skagafjörður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent