„Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. október 2025 22:06 Aron segir sárt að þurfa að horfa á eftir kindunum. Vísir/Vilhelm Bóndi á Kirkjuhóli segir sárt að skera þurfi fé en riða greindist á bænum í gær. Grunur um smit vaknaði í síðustu viku en hann segist hafa vitað um leið og hann sá kindina að um riðu væri að ræða, símtalið til Matvælastofnunar hafi verið þungt. Grunur vaknaði um riðuveiki á Kirkjuhóli í síðustu viku og var sá grunur staðfestur af Matvælastofnun í gær. Niðurskurður er ekki hafinn en í tilkynningu MAST kemur fram að nokkur hluti fjárins á bænum sé með verndandi arfgerð gegn riðu sem þýðir að ekki þurfi að skera allt fé á bænum. Bóndinn á Kirkjuhóli telur að skera þurfi um 200 kindur. „Maður eiginlega vissi það um leið og maður sá kindina hvað þetta var þannig að þetta var þungt símtal að þurfa að hringja í Mast,“ sagði bóndinn Aron Pétursson í samtali við fréttastofu Sýnar. Huggun harmi gegn að þurfa ekki að byrja upp á nýtt Á Alþingi í dag mælti Sigurjón Þórðarson formaður atvinnuveganefndar fyrir frumvarpi sem heimilar ráðherra að skylda bændur til að rækta fé sem ónæmt sé fyrir riðu. Aron hefur markvisst unnið að ræktun fjár með ónæmi en segir sárt að þurfa að skera niður í hjörðinni. „Það er mjög sárt, maður er búinn að vera að rækta þetta fé í nokkur ár og þekkir hverja einustu kind. Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim en það er huggun harmi gegn að það fær hluti af þeim að verða eftir og við þurfum ekki að byrja með nýjan stofn“ Fín samskipti við MAST Aron vonar að smitið dreifi sér ekki frekar en að uggur sé í fólki í sveitinni þó riðuveiki hafi reglulega komið upp þar um slóðir. „Ég vona að maður hafi náð að stoppa þetta strax í byrjun, það er ástæðan fyrir því að maður tilkynnti þetta strax. Maður vill ekki vera að dreifa þessu á fleiri hjarðir,“ sagði Aron og bætti við að samskipti hans við MAST hefðu verið fín hingað til og engu yfir að kvarta. „Auðvitað eru einhverjar kindur í miklu uppáhaldi Hann hefur stundað búskap á Kirkjuhóli síðan 2016 en ætlar að halda ótrauður áfram þrátt fyrir áfallið og þá miklu vinnu sem framundan er bæði í þrifum og ræktunarstarfi. „Nú þurfum við að taka nýjan vinkil í það,“ segir hann og að jafnframt muni hann aðeins nota arfhreina hrúta við ræktunina sem ónæmir eru fyrir riðuveikinni. Þá þurfi féð á bænum að vera í einangrun og má ekki blandast öðru fé næstu tvö árin. Fjárhagslegt tjón er óljóst enda stutt síðan smitið var staðfest. Tilfinningatjónið er hins vegar mikið, ekki síst hjá börnunum. „Þeir tóku þetta svolítið inn á sig þegar þeir fengu fréttirnar, þeir eru að átta sig á þessu. Auðvitað eru einhverjar kindur sem hafa verið í miklu uppáhaldi sem þurfa að fara en aðrar fá að vera. Það breytir stöðunni mikið að fá að halda eitthvað af fénu, að þurfa ekki að horfa á eftir allri hjörðinni fara,“ sagði Aron að lokum. Dýraheilbrigði Riða í Skagafirði Matvælastofnun Skagafjörður Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Setur útlendingum sem sækja nám strangari skilyrði Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Grunur vaknaði um riðuveiki á Kirkjuhóli í síðustu viku og var sá grunur staðfestur af Matvælastofnun í gær. Niðurskurður er ekki hafinn en í tilkynningu MAST kemur fram að nokkur hluti fjárins á bænum sé með verndandi arfgerð gegn riðu sem þýðir að ekki þurfi að skera allt fé á bænum. Bóndinn á Kirkjuhóli telur að skera þurfi um 200 kindur. „Maður eiginlega vissi það um leið og maður sá kindina hvað þetta var þannig að þetta var þungt símtal að þurfa að hringja í Mast,“ sagði bóndinn Aron Pétursson í samtali við fréttastofu Sýnar. Huggun harmi gegn að þurfa ekki að byrja upp á nýtt Á Alþingi í dag mælti Sigurjón Þórðarson formaður atvinnuveganefndar fyrir frumvarpi sem heimilar ráðherra að skylda bændur til að rækta fé sem ónæmt sé fyrir riðu. Aron hefur markvisst unnið að ræktun fjár með ónæmi en segir sárt að þurfa að skera niður í hjörðinni. „Það er mjög sárt, maður er búinn að vera að rækta þetta fé í nokkur ár og þekkir hverja einustu kind. Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim en það er huggun harmi gegn að það fær hluti af þeim að verða eftir og við þurfum ekki að byrja með nýjan stofn“ Fín samskipti við MAST Aron vonar að smitið dreifi sér ekki frekar en að uggur sé í fólki í sveitinni þó riðuveiki hafi reglulega komið upp þar um slóðir. „Ég vona að maður hafi náð að stoppa þetta strax í byrjun, það er ástæðan fyrir því að maður tilkynnti þetta strax. Maður vill ekki vera að dreifa þessu á fleiri hjarðir,“ sagði Aron og bætti við að samskipti hans við MAST hefðu verið fín hingað til og engu yfir að kvarta. „Auðvitað eru einhverjar kindur í miklu uppáhaldi Hann hefur stundað búskap á Kirkjuhóli síðan 2016 en ætlar að halda ótrauður áfram þrátt fyrir áfallið og þá miklu vinnu sem framundan er bæði í þrifum og ræktunarstarfi. „Nú þurfum við að taka nýjan vinkil í það,“ segir hann og að jafnframt muni hann aðeins nota arfhreina hrúta við ræktunina sem ónæmir eru fyrir riðuveikinni. Þá þurfi féð á bænum að vera í einangrun og má ekki blandast öðru fé næstu tvö árin. Fjárhagslegt tjón er óljóst enda stutt síðan smitið var staðfest. Tilfinningatjónið er hins vegar mikið, ekki síst hjá börnunum. „Þeir tóku þetta svolítið inn á sig þegar þeir fengu fréttirnar, þeir eru að átta sig á þessu. Auðvitað eru einhverjar kindur sem hafa verið í miklu uppáhaldi sem þurfa að fara en aðrar fá að vera. Það breytir stöðunni mikið að fá að halda eitthvað af fénu, að þurfa ekki að horfa á eftir allri hjörðinni fara,“ sagði Aron að lokum.
Dýraheilbrigði Riða í Skagafirði Matvælastofnun Skagafjörður Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Setur útlendingum sem sækja nám strangari skilyrði Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira