Riða í Skagafirði

Þetta er hrúturinn sem gjörbreytir baráttunni gegn riðuveiki
„Þetta er stórkostlegur gleðidagur,“ segir Eyþór Einarsson, hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, um þau tíðindi að verndandi arfgerðin ARR hafi fundist í fyrsta skipti í íslenskum hrút. Fundurinn stóreykur líkurnar á því að hægt sé að útrýma riðuveiki í íslensku sauðfé á næstu árum og áratugum.

Munu þurfa að skera niður allt fé á Syðra-Skörðugili vegna riðu
Allt fé á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði verður skorið niður eftir að riða greindist á bænum. Ráðist verður í mikið skimunarátak fyrir riðu í Skagafirði í haust.

Nýtt tilfelli riðu í Skagafirði
Riðuveiki hefur verið staðfest á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Um 1.500 fjár eru á bænum, fullorðið fé og lömb. Tæpt ár er síðan riða greindist á fimm bæjum í Skagafirði, sem þó tilheyra öðru varnarhólfi en bærinn þar sem riðan hefur komið upp nú.

Ekkert sýni úr sauðfénu sem fellt var í haust reyndist jákvætt fyrir riðuveiki
Af rúmlega þúsund sýnum, sem voru rannsökuð úr getum og sauðkindum sem skera þurfti niður vegna riðuveiki á bænum Grænumýri í Skagafirði í haust, reyndist ekkert þeirra vera jákvætt. Bóndinn segir þetta bæði góð tíðindi og slæm en mörgum spurningum ósvarað. Hann segir samningaviðræður við ríkið hafa gengið bæði hægt og illa en ennþá hefur ekkert býli fengið greiddar bætur vegna niðurskurðarins.

Áætlar um 200 milljónir í bætur vegna riðunnar
Áætlað er að heildarbætur til bænda vegna riðuveiki í Skagafirði nemi um 200 milljónum króna, samkvæmt frummati á kostnaðinum. Enn stendur yfir vinna við að reikna bæturnar út.

Ekki verjandi að hverfa frá niðurskurðaraðgerðum
Matvælastofnun telur líklegt að riðusmit sé til staðar í hjörðinni á Syðri-Hofdölum og því ekki verjandi að hverfa frá aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST vegna andmæla landbúnaðarnefndar Skagafjarðar.

Tröllaskagahólf sýkt hólf næstu tuttugu árin
Tröllaskagahólf hefur verið skilgreint sem riðusýkt hólf næstu tuttugu árin frá síðasta staðfesta tilfelli, sem staðfest var á miðvikudaginn. Sex varnarhólf á landinu teljast því sýkt hólf.

Riða á Minni-Ökrum í Skagafirði
Riðusmit hefur verið staðfest á einum bæ til viðbótar í Tröllaskagahólfi. Bærinn heitir Minni-Akrar og er staðsettur í Akrahreppi í Skagafirði.

Ekki hefur greinst riða á fleiri bæjum
Ekki hafa komið upp tilfelli riðu í sauðfé á fleiri bæjum í Skagafirði. Enn er þó verið að taka sýni í landshlutanum og raunar landinu öllu.

Ráðherra veitir undanþágu vegna urðunar fjár við Skarðsmóa
Er það mat umhverfis- og auðlindaráðuneytisins að hröð förgun dýranna varði almannaheill og mæti því skilyrðum um undanþágu.

Ætlar að láta endurskoða riðuvarnir á Íslandi
Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir tímabært að endurskoða allt starf hér á landi er varðar riðuvarnir. Förgun fjár í brennslustöð Kölku í Helguvík er hafin.

Niðurskurður sauðfjár hafinn í Skagafirði
Á sjöunda hundrað fjár á Stóru-Ökrum verður fargað í dag eftir að riða kom upp á bænum um miðjan október. Gunnar Sigurðsson, bóndinn á bænum, segir að fjárhagslegar bætur fái aldrei bætt tilfinningalegt tjón. Hann kallar eftir því að vísinda-og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu um þann óvin sem riða sé.

Gæti tekið tíu til tólf vikur að farga sauðfénu sem þarf að skera niður
Umhverfisstofnun hefur lagt það til við Matvælastofnun að hún óski eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingarstöð um brennslu þess sauðfés sem skera þarf niður í Skagafirði vegna riðusmits sem þar er komið upp

Staðfesta riðutilfelli á bæjunum þremur
Matvælastofnun hefur staðfest að riða hefur greinst í sauðfé á þeim þremur bæjum í Skagafirði þar sem sterkur grunur lék á riðusmiti.

Kristján Þór heitir stuðningi við bændur í riðubaráttunni
Ríkið mun greiða bændum, sem skera þurfa niður fé sitt vegna riðuveiki í Skagafirði, bætur og kostnað vegna riðunnar.

Fleiri sýni tekin í Tröllaskagahólfi en ekki grunur um smit á fleiri bæjum
Enn er óvíst hvort grunur sem vaknaði um riðusmit á fleiri bæjum í Tröllaskagahólfi hafi reynst á rökum reistur.

„Alltaf hægt að halda í vonina en ég held að hún sé engin“
Bóndinn á Grænumýri í Skagafirði þar sem sterkur grunur leikur á riðusmiti hefur enga von um að endanleg niðurstaða sýnatöku leiði annað í ljós.

„Þetta er harmleikur“
Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell.

Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár
Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb.

Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið
Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið.

Riða í Skagafirði staðfest
Riða á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði hefur verið staðfest.

Sterkur grunur um riðuveiki í Akrahreppi
Sterkur grunur er um riðuveiki á Stóru-Ökrum 1, Brekkukoti, í Akrahreppi í Skagafirði. Matvælastofnun hefur sett bann á allan flutning líffjár, þ.e. sauð- og geitfjár innan Tröllaskagahólfs til bráðabirgða þar til greining hefur verið staðfest.