Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Jón Þór Stefánsson skrifar 7. október 2025 20:13 Karl Gauti, Diljá Mist, og Stefán Vagn ræddu málin í kvöldfréttum Sýnar. Vísir/Vilhelm/Anton Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki í verkahring stjórnarandstöðunar að halda uppi stemmingu, heldur sé það að spyrja gagnrýnna spurninga. Greint var frá því í dag að samkvæmt nýrr könnun Maskínu væru alls 62 prósent landsmanna ósátt við störf flokkanna þriggja í stjórnarandstöðu, Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Framsóknarflokksins. Í síðustu könnun voru 47 prósent óánægð með stjórnarandstöðuna. Sjá nánar: Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Diljá ræddi um málið í kvöldfréttum Sýnar ásamt þeim Karli Gauta Hjaltasyni, þingmanni Miðflokksins, og Stefáni Vagni Stefánssyni. Hvað veldur þessum óvinsældum? „Það er í sjálfu sér ekkert fréttnæmt við það að kjósendur stjórnarflokkana séu óánægðir með stjórnarandstöðuna, það er það fyrsta sem ég gríp út úr þessu. Þetta er ríkisstjórn sem er nýtekin við völdum, búin að vera í níu mánuði, og áhrif af þeirra gjörðum eru alls ekki byrjuð að koma fram, þannig að það er ekkert fréttnæmt þó stjórnin hafi meðbyr fyrstu skref sinnar tíðar,“ sagði Karl Gauti. Athygli vakti þegar nýtt þing kom saman í byrjun árs að þingmenn stjórnaranstöðunar funduðu saman til þess að stilla saman strengi. Þar virtist mikið stuð, áfengi í boðstólnum og spreyttu fundargestir sig á karaoke. Þurfið þið að endurtaka leikinn? „Það er alltaf gott að stilla saman strengi. En að sjálfsögðu eru þetta þrír flokkar. Stjórnarandstaðan er ekki einn flokkur. Við erum þrír mismunandi flokkar með þrjár mismunandi áherslur á ýmis mál. Þó við séum sammála um margt þá erum við líka ósammála um annað, þannig það hafa alveg komið mál sem okkur greina á um,“ sagði Stefán Vagn. „Ég tek undir með Karli Gauta: Það á ýmislegt eftir að koma í ljós. En engu að síður held ég að við þurfum að taka þessu alvarlega Við þurfum bara að skerpa á okkar málflutningi og vera skýrari hver fyrir sig, og sem ein held sem stjórnarandstaða.“ Diljá Mist sagði að mörg sóknarfæri væru í hendi hjá stjórnarandstöðunni. „Maður hefur þolað ýmislegt í gegnum tíðina, en óvinsældir og það að vera kallaður neikvæður og leiðinlegur er ekki eitt af því,“ sagði hún. „Ég myndi ekki segja að það væri hlutverk okkar að halda uppi stemmingu. Þú talar um partý og samstöðufund, en auðvitað er okkar hlutverk er að spyrja gagnrýnna spurninga. Við höfum sannarlega ekki verið í gríðarlega mikilli samkeppni við fjölmiðla hvað það varðar. Þannig við munum halda áfram okkar striki. Það eru margir ytri þættir sem við ættum að kafa dýpra ofan í.“ Alþingi Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Greint var frá því í dag að samkvæmt nýrr könnun Maskínu væru alls 62 prósent landsmanna ósátt við störf flokkanna þriggja í stjórnarandstöðu, Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Framsóknarflokksins. Í síðustu könnun voru 47 prósent óánægð með stjórnarandstöðuna. Sjá nánar: Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Diljá ræddi um málið í kvöldfréttum Sýnar ásamt þeim Karli Gauta Hjaltasyni, þingmanni Miðflokksins, og Stefáni Vagni Stefánssyni. Hvað veldur þessum óvinsældum? „Það er í sjálfu sér ekkert fréttnæmt við það að kjósendur stjórnarflokkana séu óánægðir með stjórnarandstöðuna, það er það fyrsta sem ég gríp út úr þessu. Þetta er ríkisstjórn sem er nýtekin við völdum, búin að vera í níu mánuði, og áhrif af þeirra gjörðum eru alls ekki byrjuð að koma fram, þannig að það er ekkert fréttnæmt þó stjórnin hafi meðbyr fyrstu skref sinnar tíðar,“ sagði Karl Gauti. Athygli vakti þegar nýtt þing kom saman í byrjun árs að þingmenn stjórnaranstöðunar funduðu saman til þess að stilla saman strengi. Þar virtist mikið stuð, áfengi í boðstólnum og spreyttu fundargestir sig á karaoke. Þurfið þið að endurtaka leikinn? „Það er alltaf gott að stilla saman strengi. En að sjálfsögðu eru þetta þrír flokkar. Stjórnarandstaðan er ekki einn flokkur. Við erum þrír mismunandi flokkar með þrjár mismunandi áherslur á ýmis mál. Þó við séum sammála um margt þá erum við líka ósammála um annað, þannig það hafa alveg komið mál sem okkur greina á um,“ sagði Stefán Vagn. „Ég tek undir með Karli Gauta: Það á ýmislegt eftir að koma í ljós. En engu að síður held ég að við þurfum að taka þessu alvarlega Við þurfum bara að skerpa á okkar málflutningi og vera skýrari hver fyrir sig, og sem ein held sem stjórnarandstaða.“ Diljá Mist sagði að mörg sóknarfæri væru í hendi hjá stjórnarandstöðunni. „Maður hefur þolað ýmislegt í gegnum tíðina, en óvinsældir og það að vera kallaður neikvæður og leiðinlegur er ekki eitt af því,“ sagði hún. „Ég myndi ekki segja að það væri hlutverk okkar að halda uppi stemmingu. Þú talar um partý og samstöðufund, en auðvitað er okkar hlutverk er að spyrja gagnrýnna spurninga. Við höfum sannarlega ekki verið í gríðarlega mikilli samkeppni við fjölmiðla hvað það varðar. Þannig við munum halda áfram okkar striki. Það eru margir ytri þættir sem við ættum að kafa dýpra ofan í.“
Alþingi Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira