Dularfull brotlending nærri Area 51 Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2025 23:55 Area 51 er leynileg herstöð og hefur lengi verið bendluð við fljúgandi furðuhluti og geimverur. Getty/Bernard Friel Lofthelginni yfir hinni leynilegu flugstöð „Area 51“ í Nevada í Bandaríkjunum var lokað í síðasta mánuði eftir að ótilgreint flugfar brotlenti þar nærri. Engan mun hafa sakað en mikil leynd hvílir yfir slysinu og hafa hernaðaryfirvöld varist allra frétta. Héraðsmiðlar vestanhafs hafa sagt frá því að svæðinu kringum staðinn þar sem flugfarið brotlenti hafi einnig verið lokað í nokkra daga. Það var gert á meðan tiltekt fór þar fram en talið er að um dróna hafi verið að ræða. Farið brotlenti þann 23. september og lauk störfum á vettvangi nokkrum dögum síðar. Rannsakendur fóru aftur á staðinn síðastliðinn föstudag, 3. október, en þá fundu þeir vísbendingar um að búið væri að eiga við vettvanginn. Einn héraðsmiðill hefur eftir talsmanni flughersins að óvirk sprengja sem notuð er við þjálfun hafi fundist og hlutur úr öðru óþekktu flugfari og mun þessu hafa verið komið fyrir á vettvangi einhvern tímann eftir að flugfarið brotlenti. Málið ku vera til rannsóknar hjá bandaríska flughernum og Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Joerg Arnu, sem hefur lengi vaktað Area 51, og býr þar nærri, heimsótti slysstaðinn eftir að rannsakendur luku störfum þar og áður en hlutirnir fundust þar. Hann tók það ferðalag sitt upp og birti á Youtube. Drónasveitir virkar á svæðinu Bandaríski miðillinn The WarZone segir að flugfarið sem brotlenti hafi komið frá Creech-flugstöðinni. Þar er til húsa sérstök flugsveit sem sérhæfir sig í notkun MQ-9 dróna, svokallaðra Reaper-dróna. Flugherinn hefur sagt að flugfarið sem brotlenti hafi tilheyrt þeirri sveit. Þar eru þó aðrar og leynilegri flugsveitir sem eru sagðar notast við ýmsa háleynilega eftirlitsdróna, suma sem byggðir eru til að vera svo gott sem ósýnilegir á ratsjám. Aðrir drónar sem flugsveitirnar eru sagðar nota eru mögulega enn í þróun og háleynilegir. Þessi sprengja og flugfarapartur sem fundust eftir að frágangi á vettvangi brotlendingarinnar hefur vakið mikla furðu. Mögulegt er að þar sé um að ræða hluti sem hafi fallið af öðrum flugvélum eða drónum sem verið var að fljúga um svæðið en það þykir mikil tilviljun ef svo er. Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Héraðsmiðlar vestanhafs hafa sagt frá því að svæðinu kringum staðinn þar sem flugfarið brotlenti hafi einnig verið lokað í nokkra daga. Það var gert á meðan tiltekt fór þar fram en talið er að um dróna hafi verið að ræða. Farið brotlenti þann 23. september og lauk störfum á vettvangi nokkrum dögum síðar. Rannsakendur fóru aftur á staðinn síðastliðinn föstudag, 3. október, en þá fundu þeir vísbendingar um að búið væri að eiga við vettvanginn. Einn héraðsmiðill hefur eftir talsmanni flughersins að óvirk sprengja sem notuð er við þjálfun hafi fundist og hlutur úr öðru óþekktu flugfari og mun þessu hafa verið komið fyrir á vettvangi einhvern tímann eftir að flugfarið brotlenti. Málið ku vera til rannsóknar hjá bandaríska flughernum og Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Joerg Arnu, sem hefur lengi vaktað Area 51, og býr þar nærri, heimsótti slysstaðinn eftir að rannsakendur luku störfum þar og áður en hlutirnir fundust þar. Hann tók það ferðalag sitt upp og birti á Youtube. Drónasveitir virkar á svæðinu Bandaríski miðillinn The WarZone segir að flugfarið sem brotlenti hafi komið frá Creech-flugstöðinni. Þar er til húsa sérstök flugsveit sem sérhæfir sig í notkun MQ-9 dróna, svokallaðra Reaper-dróna. Flugherinn hefur sagt að flugfarið sem brotlenti hafi tilheyrt þeirri sveit. Þar eru þó aðrar og leynilegri flugsveitir sem eru sagðar notast við ýmsa háleynilega eftirlitsdróna, suma sem byggðir eru til að vera svo gott sem ósýnilegir á ratsjám. Aðrir drónar sem flugsveitirnar eru sagðar nota eru mögulega enn í þróun og háleynilegir. Þessi sprengja og flugfarapartur sem fundust eftir að frágangi á vettvangi brotlendingarinnar hefur vakið mikla furðu. Mögulegt er að þar sé um að ræða hluti sem hafi fallið af öðrum flugvélum eða drónum sem verið var að fljúga um svæðið en það þykir mikil tilviljun ef svo er.
Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira