Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2025 07:01 Andriy Lunin er ósáttur við að fá ekki að vera aðalmarkvörður Úkraínu. Getty/Vaughn Ridley Nú eru aðeins tveir dagar í gríðarlega mikilvægan leik Íslands og Úkraínu í undankeppni HM karla í fótbolta, á Laugardalsvelli. Einn af þeim sem íslensku strákarnir munu þó ekki glíma við er markvörðurinn Andriy Lunin, leikmaður Real Madrid, sem sagður er í fýlu við landsliðsþjálfarann. Eftir að hafa dregið sig úr landsliðshópi Sergei Rebrov í síðasta mánuði, þar sem ástæðan var sögð bakmeiðsli, er Lunin ekki í hópnum sem mætir Íslandi og Aserbaísjan í þessum mánuði. Úkraínskir miðlar segja ósætti á milli Lunins og Rebrov, og að markvörðurinn geti ekki sætt sig við að sitja á varamannabekk landsliðsins líkt og hann gerir hjá Real Madrid. Í stað þess að búin yrði til einhver skýring á því að hann drægi sig úr hópnum, líkt og gerst hafi oftar en einu sinni, hafi hann því einfaldlega ekki verið valinn í þetta sinn. Ósættið má rekja aftur til EM í fyrra. Lunin fór á mótið eftir að hafa unnið Meistaradeild Evrópu með Real Madrid en eftir slaka frammistöðu í 3-0 tapi gegn Rúmeníu í fyrsta leik missti hann sæti sitt til Anatoliy Trubin. Trubin, sem er 24 ára lærisveinn Jose Mourinho hjá Benfica í Portúgal, hefur svo verið markvörður númer eitt hjá Rebrov. Hann varði markið í 2-0 tapinu gegn Frökkum og 1-1 jafnteflinu við Aserbaísjan í síðasta mánuði. Zinchenko og fleiri meiddir Fyrir utan Lunin vantar fleiri af þekktustu stjörnum Úkraínu. Oleksandr Zinchenko, leikmaður Nottingham Forest og áður Arsenal, er til að mynda meiddur og Mykhailo Mudryk enn í banni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Tveir leikmenn heltust svo úr lestinni hjá Úkraínu í gær. Miðjumaðurinn Viktor Tsygankov, leikmaður Girona á Spáni, og Oleksandr Tymchyk, varnarmaður Dynamo Kiev, hafa nefnilega dregið sig úr hópnum vegna meiðsla. Úkraínumenn hófu undirbúning sinn í Póllandi en eru svo væntanlegir til Reykjavíkur í dag þar sem leikurinn mikilvægi hefst á föstudagskvöld, klukkan 18:45, í beinni útsendingu á Sýn Sport. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Daníel Tristan Guðjohnsen stimplaði sig inn í íslenska A-landsliðið í fótbolta í síðasta mánuði og er spenntur fyrir komandi stórleikjum. Hann er þó enn aðeins 19 ára og tekur undir með Eiði Smára föður sínum um að hafa gerst sekur um „heimsku“ í leik með Malmö á dögunum. 7. október 2025 22:42 „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Logi Tómasson er ánægður með sína stöðu hjá Samsunspor eftir komuna í tyrkneska fótboltann. Núna bíður hann eftir tækifæri á ný með íslenska landsliðinu en styður fyllilega við bakið á Mikael Agli Ellertssyni, keppinaut sínum um vinstri bakvarðarstöðuna. 7. október 2025 18:46 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Fleiri fréttir Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Sjá meira
Eftir að hafa dregið sig úr landsliðshópi Sergei Rebrov í síðasta mánuði, þar sem ástæðan var sögð bakmeiðsli, er Lunin ekki í hópnum sem mætir Íslandi og Aserbaísjan í þessum mánuði. Úkraínskir miðlar segja ósætti á milli Lunins og Rebrov, og að markvörðurinn geti ekki sætt sig við að sitja á varamannabekk landsliðsins líkt og hann gerir hjá Real Madrid. Í stað þess að búin yrði til einhver skýring á því að hann drægi sig úr hópnum, líkt og gerst hafi oftar en einu sinni, hafi hann því einfaldlega ekki verið valinn í þetta sinn. Ósættið má rekja aftur til EM í fyrra. Lunin fór á mótið eftir að hafa unnið Meistaradeild Evrópu með Real Madrid en eftir slaka frammistöðu í 3-0 tapi gegn Rúmeníu í fyrsta leik missti hann sæti sitt til Anatoliy Trubin. Trubin, sem er 24 ára lærisveinn Jose Mourinho hjá Benfica í Portúgal, hefur svo verið markvörður númer eitt hjá Rebrov. Hann varði markið í 2-0 tapinu gegn Frökkum og 1-1 jafnteflinu við Aserbaísjan í síðasta mánuði. Zinchenko og fleiri meiddir Fyrir utan Lunin vantar fleiri af þekktustu stjörnum Úkraínu. Oleksandr Zinchenko, leikmaður Nottingham Forest og áður Arsenal, er til að mynda meiddur og Mykhailo Mudryk enn í banni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Tveir leikmenn heltust svo úr lestinni hjá Úkraínu í gær. Miðjumaðurinn Viktor Tsygankov, leikmaður Girona á Spáni, og Oleksandr Tymchyk, varnarmaður Dynamo Kiev, hafa nefnilega dregið sig úr hópnum vegna meiðsla. Úkraínumenn hófu undirbúning sinn í Póllandi en eru svo væntanlegir til Reykjavíkur í dag þar sem leikurinn mikilvægi hefst á föstudagskvöld, klukkan 18:45, í beinni útsendingu á Sýn Sport.
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Daníel Tristan Guðjohnsen stimplaði sig inn í íslenska A-landsliðið í fótbolta í síðasta mánuði og er spenntur fyrir komandi stórleikjum. Hann er þó enn aðeins 19 ára og tekur undir með Eiði Smára föður sínum um að hafa gerst sekur um „heimsku“ í leik með Malmö á dögunum. 7. október 2025 22:42 „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Logi Tómasson er ánægður með sína stöðu hjá Samsunspor eftir komuna í tyrkneska fótboltann. Núna bíður hann eftir tækifæri á ný með íslenska landsliðinu en styður fyllilega við bakið á Mikael Agli Ellertssyni, keppinaut sínum um vinstri bakvarðarstöðuna. 7. október 2025 18:46 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Fleiri fréttir Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Sjá meira
Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Daníel Tristan Guðjohnsen stimplaði sig inn í íslenska A-landsliðið í fótbolta í síðasta mánuði og er spenntur fyrir komandi stórleikjum. Hann er þó enn aðeins 19 ára og tekur undir með Eiði Smára föður sínum um að hafa gerst sekur um „heimsku“ í leik með Malmö á dögunum. 7. október 2025 22:42
„Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Logi Tómasson er ánægður með sína stöðu hjá Samsunspor eftir komuna í tyrkneska fótboltann. Núna bíður hann eftir tækifæri á ný með íslenska landsliðinu en styður fyllilega við bakið á Mikael Agli Ellertssyni, keppinaut sínum um vinstri bakvarðarstöðuna. 7. október 2025 18:46