Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2025 07:01 Andriy Lunin er ósáttur við að fá ekki að vera aðalmarkvörður Úkraínu. Getty/Vaughn Ridley Nú eru aðeins tveir dagar í gríðarlega mikilvægan leik Íslands og Úkraínu í undankeppni HM karla í fótbolta, á Laugardalsvelli. Einn af þeim sem íslensku strákarnir munu þó ekki glíma við er markvörðurinn Andriy Lunin, leikmaður Real Madrid, sem sagður er í fýlu við landsliðsþjálfarann. Eftir að hafa dregið sig úr landsliðshópi Sergei Rebrov í síðasta mánuði, þar sem ástæðan var sögð bakmeiðsli, er Lunin ekki í hópnum sem mætir Íslandi og Aserbaísjan í þessum mánuði. Úkraínskir miðlar segja ósætti á milli Lunins og Rebrov, og að markvörðurinn geti ekki sætt sig við að sitja á varamannabekk landsliðsins líkt og hann gerir hjá Real Madrid. Í stað þess að búin yrði til einhver skýring á því að hann drægi sig úr hópnum, líkt og gerst hafi oftar en einu sinni, hafi hann því einfaldlega ekki verið valinn í þetta sinn. Ósættið má rekja aftur til EM í fyrra. Lunin fór á mótið eftir að hafa unnið Meistaradeild Evrópu með Real Madrid en eftir slaka frammistöðu í 3-0 tapi gegn Rúmeníu í fyrsta leik missti hann sæti sitt til Anatoliy Trubin. Trubin, sem er 24 ára lærisveinn Jose Mourinho hjá Benfica í Portúgal, hefur svo verið markvörður númer eitt hjá Rebrov. Hann varði markið í 2-0 tapinu gegn Frökkum og 1-1 jafnteflinu við Aserbaísjan í síðasta mánuði. Zinchenko og fleiri meiddir Fyrir utan Lunin vantar fleiri af þekktustu stjörnum Úkraínu. Oleksandr Zinchenko, leikmaður Nottingham Forest og áður Arsenal, er til að mynda meiddur og Mykhailo Mudryk enn í banni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Tveir leikmenn heltust svo úr lestinni hjá Úkraínu í gær. Miðjumaðurinn Viktor Tsygankov, leikmaður Girona á Spáni, og Oleksandr Tymchyk, varnarmaður Dynamo Kiev, hafa nefnilega dregið sig úr hópnum vegna meiðsla. Úkraínumenn hófu undirbúning sinn í Póllandi en eru svo væntanlegir til Reykjavíkur í dag þar sem leikurinn mikilvægi hefst á föstudagskvöld, klukkan 18:45, í beinni útsendingu á Sýn Sport. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Daníel Tristan Guðjohnsen stimplaði sig inn í íslenska A-landsliðið í fótbolta í síðasta mánuði og er spenntur fyrir komandi stórleikjum. Hann er þó enn aðeins 19 ára og tekur undir með Eiði Smára föður sínum um að hafa gerst sekur um „heimsku“ í leik með Malmö á dögunum. 7. október 2025 22:42 „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Logi Tómasson er ánægður með sína stöðu hjá Samsunspor eftir komuna í tyrkneska fótboltann. Núna bíður hann eftir tækifæri á ný með íslenska landsliðinu en styður fyllilega við bakið á Mikael Agli Ellertssyni, keppinaut sínum um vinstri bakvarðarstöðuna. 7. október 2025 18:46 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Sjá meira
Eftir að hafa dregið sig úr landsliðshópi Sergei Rebrov í síðasta mánuði, þar sem ástæðan var sögð bakmeiðsli, er Lunin ekki í hópnum sem mætir Íslandi og Aserbaísjan í þessum mánuði. Úkraínskir miðlar segja ósætti á milli Lunins og Rebrov, og að markvörðurinn geti ekki sætt sig við að sitja á varamannabekk landsliðsins líkt og hann gerir hjá Real Madrid. Í stað þess að búin yrði til einhver skýring á því að hann drægi sig úr hópnum, líkt og gerst hafi oftar en einu sinni, hafi hann því einfaldlega ekki verið valinn í þetta sinn. Ósættið má rekja aftur til EM í fyrra. Lunin fór á mótið eftir að hafa unnið Meistaradeild Evrópu með Real Madrid en eftir slaka frammistöðu í 3-0 tapi gegn Rúmeníu í fyrsta leik missti hann sæti sitt til Anatoliy Trubin. Trubin, sem er 24 ára lærisveinn Jose Mourinho hjá Benfica í Portúgal, hefur svo verið markvörður númer eitt hjá Rebrov. Hann varði markið í 2-0 tapinu gegn Frökkum og 1-1 jafnteflinu við Aserbaísjan í síðasta mánuði. Zinchenko og fleiri meiddir Fyrir utan Lunin vantar fleiri af þekktustu stjörnum Úkraínu. Oleksandr Zinchenko, leikmaður Nottingham Forest og áður Arsenal, er til að mynda meiddur og Mykhailo Mudryk enn í banni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Tveir leikmenn heltust svo úr lestinni hjá Úkraínu í gær. Miðjumaðurinn Viktor Tsygankov, leikmaður Girona á Spáni, og Oleksandr Tymchyk, varnarmaður Dynamo Kiev, hafa nefnilega dregið sig úr hópnum vegna meiðsla. Úkraínumenn hófu undirbúning sinn í Póllandi en eru svo væntanlegir til Reykjavíkur í dag þar sem leikurinn mikilvægi hefst á föstudagskvöld, klukkan 18:45, í beinni útsendingu á Sýn Sport.
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Daníel Tristan Guðjohnsen stimplaði sig inn í íslenska A-landsliðið í fótbolta í síðasta mánuði og er spenntur fyrir komandi stórleikjum. Hann er þó enn aðeins 19 ára og tekur undir með Eiði Smára föður sínum um að hafa gerst sekur um „heimsku“ í leik með Malmö á dögunum. 7. október 2025 22:42 „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Logi Tómasson er ánægður með sína stöðu hjá Samsunspor eftir komuna í tyrkneska fótboltann. Núna bíður hann eftir tækifæri á ný með íslenska landsliðinu en styður fyllilega við bakið á Mikael Agli Ellertssyni, keppinaut sínum um vinstri bakvarðarstöðuna. 7. október 2025 18:46 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Sjá meira
Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Daníel Tristan Guðjohnsen stimplaði sig inn í íslenska A-landsliðið í fótbolta í síðasta mánuði og er spenntur fyrir komandi stórleikjum. Hann er þó enn aðeins 19 ára og tekur undir með Eiði Smára föður sínum um að hafa gerst sekur um „heimsku“ í leik með Malmö á dögunum. 7. október 2025 22:42
„Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Logi Tómasson er ánægður með sína stöðu hjá Samsunspor eftir komuna í tyrkneska fótboltann. Núna bíður hann eftir tækifæri á ný með íslenska landsliðinu en styður fyllilega við bakið á Mikael Agli Ellertssyni, keppinaut sínum um vinstri bakvarðarstöðuna. 7. október 2025 18:46