Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2025 17:54 Johnathan Rinderknecht, er sakaður um að hafa kveikt Pacific Palisades eldinn, sem er sá skæðasti í sögu Los Angeles. AP Lögreglan í Los Angeles hefur handtekið mann sem talinn er hafa kveikt banvænan eld sem olli gífurlegum skemmdum í borginni í upphafi árs. Eldurinn í Pacific Palisades eldurinn er talinn sá skæðasti í sögu borgarinnar en tólf létu lífið og rúmlega sex þúsund byggingar brunnu til grunna. Hinn 29 ára gamli Johnathan Rinderknecht er sagður hafa kveikt gróðureld á nýársdag og flýja af vettvangi. Eldurinn var slökktur, eða svo var haldið, en hann er sagður hafa kraumað áfram neðanjarðar, þar til hann náði aftur á yfirborðið nokkrum dögum síðar og dreifðist mjög hratt. Gróðurinn var þurr og vindur töluverður. Sjá einnig: „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Rannsókn leiddi í ljós að eldurinn var líklega kveiktur viljandi á nýársdag. Hann var slökktur en blossaði aftur upp þann 7. janúar. AP fréttaveitan hefur eftir yfirvöldum að Rinderknecht hafi flúið eftir að hann kveikti eldinn upprunalega en hann sneri svo aftur til að horfa á eldinn brenna. Þá sagði hann lögregluþjónum ósatt um hvar hann hefði verið fyrr um daginn. Hann var handtekinn í Flórída í dag og verður færður fyrir dómara í Los Angeles á miðvikudaginn. LA Times segir að lögregluþjónar hafi fundið í síma Rinderknechts mynd sem hann lét gervigreind gera af borg í ljósum logum. Áhugasamir geta horft á blaðamannafund sem haldinn var um málið í dag í spilaranum hér að neðan. Rinferknecht starfar sem ökumaður Uber-bíls og var að vinna í Pacific Palisades á nýársag. Farþegar sögðu hann hafa verið í miklu uppnámi. Þá segja forsvarsmenn lögreglunnar að þegar hann kveikti eldinn hafi hann margsinnis reynt að hringja í Neyðarlínuna en ekki tekist það vegna sambandsleysis. Þegar hann náði loks sambandi hafði annar vegfarandi þegar tilkynnt eldinn. Hann sagðist þó hafa snúið aftur og boðist til að hjálpa við að slökkva eldinn. Eldurinn dreifði hratt úr sér en ekki var hægt að berjast við hann úr lofti vegna mikils vinds. Það tókst þó á endanum en líklegt þykir að seinna meir verði skoðað hvernig slökkviliðsmönnum yfirsást að eldurinn kraumaði áfram undir yfirborðinu. Þegar aftur varð hvasst nokkrum dögum síðar blossaði hann upp aftur. Enn liggur ekki fyrir hvernig Eaton-eldurinn svokallaði kviknaði. Hann blossaði einnig upp sjöunda janúar, í öðru úthverfi Los Angeles, en átján dóu vegna hans. Bandaríkin Erlend sakamál Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Nýr gróðureldur hefur kviknað í Los Angeles-sýslu og hefur breiðst hratt út sökum stífra vinda á svæðinu. Borgin er enn í sárum eftir einn skæðasta gróðureld í sögunni. 22. janúar 2025 23:35 Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Slökkviliðsmenn eru sagðir hafa náð miklum árangri í baráttunni við tvo stóra elda sem brennt hafa heilu hverfin í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær. Það var eftir að vinda tók að lægja en enn stafar ógn af hviðum úr fjöllunum kringum borgina. 16. janúar 2025 11:06 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Johnathan Rinderknecht er sagður hafa kveikt gróðureld á nýársdag og flýja af vettvangi. Eldurinn var slökktur, eða svo var haldið, en hann er sagður hafa kraumað áfram neðanjarðar, þar til hann náði aftur á yfirborðið nokkrum dögum síðar og dreifðist mjög hratt. Gróðurinn var þurr og vindur töluverður. Sjá einnig: „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Rannsókn leiddi í ljós að eldurinn var líklega kveiktur viljandi á nýársdag. Hann var slökktur en blossaði aftur upp þann 7. janúar. AP fréttaveitan hefur eftir yfirvöldum að Rinderknecht hafi flúið eftir að hann kveikti eldinn upprunalega en hann sneri svo aftur til að horfa á eldinn brenna. Þá sagði hann lögregluþjónum ósatt um hvar hann hefði verið fyrr um daginn. Hann var handtekinn í Flórída í dag og verður færður fyrir dómara í Los Angeles á miðvikudaginn. LA Times segir að lögregluþjónar hafi fundið í síma Rinderknechts mynd sem hann lét gervigreind gera af borg í ljósum logum. Áhugasamir geta horft á blaðamannafund sem haldinn var um málið í dag í spilaranum hér að neðan. Rinferknecht starfar sem ökumaður Uber-bíls og var að vinna í Pacific Palisades á nýársag. Farþegar sögðu hann hafa verið í miklu uppnámi. Þá segja forsvarsmenn lögreglunnar að þegar hann kveikti eldinn hafi hann margsinnis reynt að hringja í Neyðarlínuna en ekki tekist það vegna sambandsleysis. Þegar hann náði loks sambandi hafði annar vegfarandi þegar tilkynnt eldinn. Hann sagðist þó hafa snúið aftur og boðist til að hjálpa við að slökkva eldinn. Eldurinn dreifði hratt úr sér en ekki var hægt að berjast við hann úr lofti vegna mikils vinds. Það tókst þó á endanum en líklegt þykir að seinna meir verði skoðað hvernig slökkviliðsmönnum yfirsást að eldurinn kraumaði áfram undir yfirborðinu. Þegar aftur varð hvasst nokkrum dögum síðar blossaði hann upp aftur. Enn liggur ekki fyrir hvernig Eaton-eldurinn svokallaði kviknaði. Hann blossaði einnig upp sjöunda janúar, í öðru úthverfi Los Angeles, en átján dóu vegna hans.
Bandaríkin Erlend sakamál Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Nýr gróðureldur hefur kviknað í Los Angeles-sýslu og hefur breiðst hratt út sökum stífra vinda á svæðinu. Borgin er enn í sárum eftir einn skæðasta gróðureld í sögunni. 22. janúar 2025 23:35 Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Slökkviliðsmenn eru sagðir hafa náð miklum árangri í baráttunni við tvo stóra elda sem brennt hafa heilu hverfin í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær. Það var eftir að vinda tók að lægja en enn stafar ógn af hviðum úr fjöllunum kringum borgina. 16. janúar 2025 11:06 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Nýr gróðureldur hefur kviknað í Los Angeles-sýslu og hefur breiðst hratt út sökum stífra vinda á svæðinu. Borgin er enn í sárum eftir einn skæðasta gróðureld í sögunni. 22. janúar 2025 23:35
Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Slökkviliðsmenn eru sagðir hafa náð miklum árangri í baráttunni við tvo stóra elda sem brennt hafa heilu hverfin í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær. Það var eftir að vinda tók að lægja en enn stafar ógn af hviðum úr fjöllunum kringum borgina. 16. janúar 2025 11:06