Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar 9. október 2025 09:01 Það er vert að vekja athygli landsmanna á að RÚV mun sýna heimildarmyndina „Acting Normal with CVI“ eða „Fyrir allra augum“ á alþjóðlega sjónverndardeginum þann 9. október. Þetta er fyrsta og enn sem komið er eina heimildarmyndin í heiminum í fullri lengd um heilatengda sjónskerðingu (CVI - Cerebral visual impairment), sem er nokkuð merkileg staðreynd í ljósi þess að talið er að um 3% mannkyns eða 1 af hverjum 30 (og mögulega fleiri í dag) séu með CVI – en fæstir vita af því. Við þessar aðstæður geta augun í sjálfu sér verið í fullkomnu lagi en sjónskerðingin orsakast af skemmdum á sjónbraut og/eða sjónúrvinnslustöðvum í heilanum. Myndin markaði þannig tímamót í vitundarvakningu um áhrif heilatengdrar sjónskerðingar. En sjón er sögu ríkari og hvet ég alla til að horfa. Myndin verður sýnd á sama tíma á RÚV 2 með íslenskri sjónlýsingu. Það eru ekki síður eftirminnileg tímamót því að þetta verður í fyrsta sinn sem boðið er upp á sjónlýsingu í íslensku sjónvarpi. En sjónlýsing er þegar sjónræn upplifun er færð yfir í orð þannig að þau sem ekki sjá geri sér grein fyrir hvað er að gerast. Sjónlýsingar eru notaðar við margs konar aðstæður og tilefni. Svo sem eins og í söfnum til að lýsa því sem er til sýnis, í leikhúsum og í sjónvarps- og kvikmyndum til að lýsa því sem er að gerast og einnig við hvers konar aðrar athafnir, eins og brúðkaup, íþróttakappleiki og fleira. Sjónlýsing er þannig mikilvægt aðgengisverkfæri sem opnar dyrnar að menningar- og afþreyingarefni fyrir sjónhamlað fólk. Vöntun á sjónlýsingum gerir það ekki aðeins að verkum að sjónhamlað fólk missir af að njóta þess efnis sem í boði er. Heldur hefur það einnig í för með sér keðjuverkandi áhrif því að þú verður út undan í samfélaginu þegar þú upplifir ekki það sama og fólkið í kringum þig og tilheyrir þar með ekki sama reynsluheimi. Gildir þar einu hvort um er að ræða afþreyingar-, menningar- eða barnaefni. Það er allt í senn ánægjuleg og sorgleg staðreynd að verið er að sýna sjónlýst efni í sjónvarpi allra landsmanna í fyrsta sinn í kvöld. Ánægjuleg því með þessu er vissulega brotið blað og er vonandi fyrsti vísir að því sem koma skal. Sorgleg af því að þessi tímamót hefðu að réttu átt að gerast fyrir löngu síðan og sjónlýsingar þar með að vera jafn sjálfsagðar og textun á erlendu efni. Það er sérkennileg staðreynd að íslenskir sjónvarpsþættir sem framleiddir eru fyrir erlendar streymisveitur eru sýndir með sjónlýsingu. Þá hlýtur að mega álykta að innlendar stöðvar geti gert slíkt hið sama. Vissulega þarf vandvirkni og fagmennsku til að gera góða sjónlýsingu en fyrirhöfnin og kostnaðurinn er mun lægri en halda mætti við fyrstu sýn. Til að liðka fyrir sjónlýsingum í innlendri kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð mætti taka tillit til þess við úthlutun opinberra framleiðslustyrkja og jafnvel gera það að skilyrði. Það er með réttu eðlileg krafa að sjónlýsing verði normið en ekki undantekning við framleiðslu á innlendu sjónvarpsefni og kvikmyndum. En nú er tími til að fagna tímamótunum og njóta myndarinnar „Fyrir allra augum“ á RÚV klukkan 21.00 í kvöld Fyrir þau sem njóta þess að hafa góða sjón er þetta líka kjörið tækifæri til að stilla á RÚV 2 og upplifa hvernig sjónlýsing virkar. Höfundur er formaður Blindrafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Það er vert að vekja athygli landsmanna á að RÚV mun sýna heimildarmyndina „Acting Normal with CVI“ eða „Fyrir allra augum“ á alþjóðlega sjónverndardeginum þann 9. október. Þetta er fyrsta og enn sem komið er eina heimildarmyndin í heiminum í fullri lengd um heilatengda sjónskerðingu (CVI - Cerebral visual impairment), sem er nokkuð merkileg staðreynd í ljósi þess að talið er að um 3% mannkyns eða 1 af hverjum 30 (og mögulega fleiri í dag) séu með CVI – en fæstir vita af því. Við þessar aðstæður geta augun í sjálfu sér verið í fullkomnu lagi en sjónskerðingin orsakast af skemmdum á sjónbraut og/eða sjónúrvinnslustöðvum í heilanum. Myndin markaði þannig tímamót í vitundarvakningu um áhrif heilatengdrar sjónskerðingar. En sjón er sögu ríkari og hvet ég alla til að horfa. Myndin verður sýnd á sama tíma á RÚV 2 með íslenskri sjónlýsingu. Það eru ekki síður eftirminnileg tímamót því að þetta verður í fyrsta sinn sem boðið er upp á sjónlýsingu í íslensku sjónvarpi. En sjónlýsing er þegar sjónræn upplifun er færð yfir í orð þannig að þau sem ekki sjá geri sér grein fyrir hvað er að gerast. Sjónlýsingar eru notaðar við margs konar aðstæður og tilefni. Svo sem eins og í söfnum til að lýsa því sem er til sýnis, í leikhúsum og í sjónvarps- og kvikmyndum til að lýsa því sem er að gerast og einnig við hvers konar aðrar athafnir, eins og brúðkaup, íþróttakappleiki og fleira. Sjónlýsing er þannig mikilvægt aðgengisverkfæri sem opnar dyrnar að menningar- og afþreyingarefni fyrir sjónhamlað fólk. Vöntun á sjónlýsingum gerir það ekki aðeins að verkum að sjónhamlað fólk missir af að njóta þess efnis sem í boði er. Heldur hefur það einnig í för með sér keðjuverkandi áhrif því að þú verður út undan í samfélaginu þegar þú upplifir ekki það sama og fólkið í kringum þig og tilheyrir þar með ekki sama reynsluheimi. Gildir þar einu hvort um er að ræða afþreyingar-, menningar- eða barnaefni. Það er allt í senn ánægjuleg og sorgleg staðreynd að verið er að sýna sjónlýst efni í sjónvarpi allra landsmanna í fyrsta sinn í kvöld. Ánægjuleg því með þessu er vissulega brotið blað og er vonandi fyrsti vísir að því sem koma skal. Sorgleg af því að þessi tímamót hefðu að réttu átt að gerast fyrir löngu síðan og sjónlýsingar þar með að vera jafn sjálfsagðar og textun á erlendu efni. Það er sérkennileg staðreynd að íslenskir sjónvarpsþættir sem framleiddir eru fyrir erlendar streymisveitur eru sýndir með sjónlýsingu. Þá hlýtur að mega álykta að innlendar stöðvar geti gert slíkt hið sama. Vissulega þarf vandvirkni og fagmennsku til að gera góða sjónlýsingu en fyrirhöfnin og kostnaðurinn er mun lægri en halda mætti við fyrstu sýn. Til að liðka fyrir sjónlýsingum í innlendri kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð mætti taka tillit til þess við úthlutun opinberra framleiðslustyrkja og jafnvel gera það að skilyrði. Það er með réttu eðlileg krafa að sjónlýsing verði normið en ekki undantekning við framleiðslu á innlendu sjónvarpsefni og kvikmyndum. En nú er tími til að fagna tímamótunum og njóta myndarinnar „Fyrir allra augum“ á RÚV klukkan 21.00 í kvöld Fyrir þau sem njóta þess að hafa góða sjón er þetta líka kjörið tækifæri til að stilla á RÚV 2 og upplifa hvernig sjónlýsing virkar. Höfundur er formaður Blindrafélagsins.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun