Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2025 22:02 Ísak Bergmann Jóhannesson fór yfir málin á hóteli landsliðsins í dag, tveimur dögum fyrir slaginn mikilvæga við Úkraínu. vísir/Sigurjón „Það er mjög gaman að sjá að fólkið er að bakka okkur upp, og að það sé uppselt á báða leikina. Það er mjög spennandi,“ segir Ísak Bergmann Jóhannesson. Hann ætlar að hlaupa manna mest á Laugardalsvelli á föstudaginn, í leiknum mikilvæga við Úkraínu í undankeppni HM í fótbolta. Ísak er þekktur fyrir mikla hlaupagetu og óbilandi baráttu, í bland við gæðasendingar og mörk, og hljóp Skagamaðurinn mest allra í þýsku 2. deildinni á síðustu leiktíð. Nú er hann orðinn leikmaður Köln sem er óvænt í sjötta sæti efstu deildar Þýskalands og nýtur sín í botn þar. Ísak ræddi um stöðu sína í Þýskalandi og komandi stórleiki í undankeppni HM, í skemmtilegu viðtali við Ágúst Orra Arnarson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Ísak ætlar að hlaupa manna mest Ísak átti frábæra leiki í september, þegar Ísland vann Aserbaísjan 5-0 og tapaði afar naumlega gegn Frökkum á útivelli, 2-1. Hlutverk hans í leikjunum voru þó mjög ólík: „Frá því að Arnar [Gunnlaugsson] tók við hefur mér liðið mjög vel í því hlutverki sem hann hefur gefið mér. Tvö mörk í fyrri leiknum og svo ég og Hákon [Arnar Haraldsson] að eiga góðan leik saman á miðjunni á einum erfiðasta útivelli í Evrópufótboltanum. Ég er mjög sáttur með það, líka varnarlega, og við getum byggt ofan á þetta,“ sagði Ísak. Hann er vel meðvitaður um mikilvægi leiksins við Úkraínu: „Þetta verður mjög 50-50 leikur. Ég held að við séum á svipuðum stað og Úkraína, og ef við fáum fólkið með okkur eigum við að vinna alla leiki á heimavelli. Ég held að við vinnum en þetta verður 50-50 leikur.“ Afar ánægður innan sem utan vallar Eins og fyrr segir hefur Skagamanninum gengið afar vel í Þýskalandi, þar sem hann spilar nú með Köln í efstu deild: „Það er mjög erfitt að spila á móti okkur og allir leikirnir hafa verið 50-50 leikir. Ég er gríðarlega ánægður með hlutverkið mitt í liðinu og utan vallar líður mér mjög vel, og kærustunni líka. Ég er mjög sáttur við þetta skref. Við hlaupum held ég næstmest í deildinni, erum mjög þéttir fyrir og erfitt að spila á móti okkur,“ sagði Ísak en er hann aftur sá leikmaður sem hleypur mest allra, eins og í 2. deildinni? „Þjálfarinn hefur verið að taka mig svolítið út af síðustu tíu mínúturnar og þá er erfitt að ná í þessa tölfræði. Í gamla liðinu mínu spilaði ég alltaf allar mínúturnar. En ég reyni að hlaupa þá mest að meðaltali,“ sagði Ísak léttur. Og hann ætlar að hlaupa mest allra á föstudaginn: „Já, hundrað prósent, ef ég næ að spila níutíu mínútur.“ Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Fleiri fréttir Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Sjá meira
Ísak er þekktur fyrir mikla hlaupagetu og óbilandi baráttu, í bland við gæðasendingar og mörk, og hljóp Skagamaðurinn mest allra í þýsku 2. deildinni á síðustu leiktíð. Nú er hann orðinn leikmaður Köln sem er óvænt í sjötta sæti efstu deildar Þýskalands og nýtur sín í botn þar. Ísak ræddi um stöðu sína í Þýskalandi og komandi stórleiki í undankeppni HM, í skemmtilegu viðtali við Ágúst Orra Arnarson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Ísak ætlar að hlaupa manna mest Ísak átti frábæra leiki í september, þegar Ísland vann Aserbaísjan 5-0 og tapaði afar naumlega gegn Frökkum á útivelli, 2-1. Hlutverk hans í leikjunum voru þó mjög ólík: „Frá því að Arnar [Gunnlaugsson] tók við hefur mér liðið mjög vel í því hlutverki sem hann hefur gefið mér. Tvö mörk í fyrri leiknum og svo ég og Hákon [Arnar Haraldsson] að eiga góðan leik saman á miðjunni á einum erfiðasta útivelli í Evrópufótboltanum. Ég er mjög sáttur með það, líka varnarlega, og við getum byggt ofan á þetta,“ sagði Ísak. Hann er vel meðvitaður um mikilvægi leiksins við Úkraínu: „Þetta verður mjög 50-50 leikur. Ég held að við séum á svipuðum stað og Úkraína, og ef við fáum fólkið með okkur eigum við að vinna alla leiki á heimavelli. Ég held að við vinnum en þetta verður 50-50 leikur.“ Afar ánægður innan sem utan vallar Eins og fyrr segir hefur Skagamanninum gengið afar vel í Þýskalandi, þar sem hann spilar nú með Köln í efstu deild: „Það er mjög erfitt að spila á móti okkur og allir leikirnir hafa verið 50-50 leikir. Ég er gríðarlega ánægður með hlutverkið mitt í liðinu og utan vallar líður mér mjög vel, og kærustunni líka. Ég er mjög sáttur við þetta skref. Við hlaupum held ég næstmest í deildinni, erum mjög þéttir fyrir og erfitt að spila á móti okkur,“ sagði Ísak en er hann aftur sá leikmaður sem hleypur mest allra, eins og í 2. deildinni? „Þjálfarinn hefur verið að taka mig svolítið út af síðustu tíu mínúturnar og þá er erfitt að ná í þessa tölfræði. Í gamla liðinu mínu spilaði ég alltaf allar mínúturnar. En ég reyni að hlaupa þá mest að meðaltali,“ sagði Ísak léttur. Og hann ætlar að hlaupa mest allra á föstudaginn: „Já, hundrað prósent, ef ég næ að spila níutíu mínútur.“
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Fleiri fréttir Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Sjá meira