„Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2025 09:32 Aron Einar Gunnarsson er reynslumesti leikmaður íslenska landsliðshópsins í dag. Vísir/Sigurjón Aron Einar Gunnarsson segir slæmt umtal undanfarið ekki bíta og telur það jafnvel jákvætt að gagnrýnisraddir heyrist þegar hann er valinn í landsliðshóp. Ágúst Orri Arnarson hitti fyrrum fyrirliða íslenska landsliðsins sem er reynslumesti leikmaður landsliðshópsins með 107 A-landsleiki að baki. Aron þurfti að draga sig úr hópnum í síðasta landsliðsverkefni vegna meiðsla, en verður með liðinu í leikjunum gegn Úkraínu á föstudag og Frakklandi næsta þriðjudag. „Ég rétt missti af síðasta glugga, eins og þú segir, meiddist í leiknum áður en að hópurinn kom saman. Ég var nokkuð fljótur að ná mér eftir það þannig að ég er bara búinn að spila mikið af leikjum úti, er í góðu formi þannig að það er bara virkilega gott,“ sagði Aron Einar. Hef verið að gera þetta síðan 2008 „Þú veist alveg hvað þú færð frá mér. Ég hef verið að gera þetta síðan 2008. Ég kem og legg mig hundrað prósent fram, fórna mér fyrir liðið í hverjum einasta glugga sem ég kem hérna heim,“ sagði Aron Einar. Síðustu keppnisleikir sem hann spilaði með landsliðinu voru umspilsleikir gegn Kósóvó fyrr á þessu ári sem töpuðust illa. Aron fékk rautt spjald í seinni leiknum og í kjölfarið skapaðist neikvæð umræða um fyrrum landsliðsfyrirliðann og hvort hann ætti yfir höfuð enn þá að vera valinn í liðið. En finnst honum það vera vanvirðing? Tek því bara „Nei, nei, allir hafa skoðanir. Fólk má hafa skoðanir á liðum eða liðsvali og það er bara partur af þessu. Ef fólk hefur ekki skoðun á okkur þá erum við bara hættir að skipta máli. Þannig að mér finnst bara gott að það sé, þú veist, umtal, gagnrýni og ég tek því bara. Ég er búinn að vera nógu lengi í því að það er ekki alltaf hægt að tala vel um mann,“ sagði Aron Einar. Hvað hlutverk hans varðar er Aron væntanlega varamaður fyrir miðverjana Daníel Leó og Sverri Inga sem hafa átt fast sæti í síðustu leikjum, en Aron vonast eftir stærra hlutverki. „Ég veit ekki byrjunarliðið en maður vonar það auðvitað. Maður vill leggja sitt af mörkum þannig að maður er náttúrulega tilbúinn ef kallið kemur,“ sagði Aron Einar. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir KSÍ missti af meira en milljarði króna Man City sagt ætla að keppa við Liverpool og Man. United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Sjá meira
Ágúst Orri Arnarson hitti fyrrum fyrirliða íslenska landsliðsins sem er reynslumesti leikmaður landsliðshópsins með 107 A-landsleiki að baki. Aron þurfti að draga sig úr hópnum í síðasta landsliðsverkefni vegna meiðsla, en verður með liðinu í leikjunum gegn Úkraínu á föstudag og Frakklandi næsta þriðjudag. „Ég rétt missti af síðasta glugga, eins og þú segir, meiddist í leiknum áður en að hópurinn kom saman. Ég var nokkuð fljótur að ná mér eftir það þannig að ég er bara búinn að spila mikið af leikjum úti, er í góðu formi þannig að það er bara virkilega gott,“ sagði Aron Einar. Hef verið að gera þetta síðan 2008 „Þú veist alveg hvað þú færð frá mér. Ég hef verið að gera þetta síðan 2008. Ég kem og legg mig hundrað prósent fram, fórna mér fyrir liðið í hverjum einasta glugga sem ég kem hérna heim,“ sagði Aron Einar. Síðustu keppnisleikir sem hann spilaði með landsliðinu voru umspilsleikir gegn Kósóvó fyrr á þessu ári sem töpuðust illa. Aron fékk rautt spjald í seinni leiknum og í kjölfarið skapaðist neikvæð umræða um fyrrum landsliðsfyrirliðann og hvort hann ætti yfir höfuð enn þá að vera valinn í liðið. En finnst honum það vera vanvirðing? Tek því bara „Nei, nei, allir hafa skoðanir. Fólk má hafa skoðanir á liðum eða liðsvali og það er bara partur af þessu. Ef fólk hefur ekki skoðun á okkur þá erum við bara hættir að skipta máli. Þannig að mér finnst bara gott að það sé, þú veist, umtal, gagnrýni og ég tek því bara. Ég er búinn að vera nógu lengi í því að það er ekki alltaf hægt að tala vel um mann,“ sagði Aron Einar. Hvað hlutverk hans varðar er Aron væntanlega varamaður fyrir miðverjana Daníel Leó og Sverri Inga sem hafa átt fast sæti í síðustu leikjum, en Aron vonast eftir stærra hlutverki. „Ég veit ekki byrjunarliðið en maður vonar það auðvitað. Maður vill leggja sitt af mörkum þannig að maður er náttúrulega tilbúinn ef kallið kemur,“ sagði Aron Einar.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir KSÍ missti af meira en milljarði króna Man City sagt ætla að keppa við Liverpool og Man. United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Sjá meira