Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar 9. október 2025 19:01 Á undanförnum árum hefur orðið mikil aukning í byggingu íbúða á Íslandi, einkum í þéttbýli. Þétting byggðar hefur leitt til þess að fjölmargar íbúðir rísa nú á svæðum sem þegar voru mótuð af byggð. Þar er rými milli bygginga oft takmarkað og ásýnd hverfa mótast af fjölbreyttum byggingarstílum og hæðum. Þessi þróun getur stuðlað að betri landnotkun og nýtingu innviða ef farið er rétt að hlutunum en felur jafnframt í sér nýjar áskoranir fyrir hönnuði og skipulagsyfirvöld. Ein af þeim áskorunum er dagsbirtan en það sem skiptir máli fyrir íbúana er hvernig megi tryggja góða dagsbirtu inni í húsunum. Nýlega var gefin út skýrsla með niðurstöðum rannsóknarverkefnis sem nefnist „Dagsbirta í íbúðarbyggð við íslenskar aðstæður“.Í skýrslunni kemur meðal annars fram að dagsbirtan gerir okkur kleift að skynja form, liti og hreyfingu sem dregur úr streitu og slysum. Einnig stjórnar sólarljósið dægursveiflum eða innri „klukku“ líkamans sem samhæfir svefn, vöku, hormóna, efnaskipti og tilfinningalegt jafnvægi. Þannig bætir morgunbirtan árvekni og svefn en kvöldbirtan undirbýr líkamann fyrir hvíld. Það gefur því auga leið að það er mikilvægt að huga markvisst að dagsbirtuhönnun strax á skipulags- og hönnunarstigum húsa. Hvernig tryggjum við að svo sé gert? Í núgildandi byggingarreglugerð er umfjöllun um dagsbirtu af skornum skammti. Grein 6.7.2. segir að „samanlagt ljósop glugga hvers íbúðarherbergis skuli ekki vera minna en sem svarar til 1/10 af gólffleti þess, þó aldrei minna en 1m2.“ Auk þess segir að íbúðir skuli njóta „fullnægjandi birtuskilyrða og loftskipta“ og að „í djúpum byggingum beri að huga sérstaklega að aukinni lofthæð svo að dagsbirtu gæti innan íbúðar.“ Sérfræðingar hafa gagnrýnt þessar kröfur og segja þær mjög takmarkaðar og ófullnægjandi. Vinna við endurskoðun hefur þó verið hafin en í dag er ár síðan tillagan var birt í samráðsgátt. Þar er lagt til að bæta við nýjum kafla í byggingarreglugerð þar sem skýrar kröfur eru gerðar til dagsbirtu í íverurýmum. Í einhverjum tilfellum hefur skortur á kröfum um dagsbirtu haft sýnileg áhrif á gæði nýrra íbúða og byggðar. Umhverfisvottanir, eins og Svanurinn, BREEAM og fleiri, ganga almennt lengra en reglugerðir. Þegar kemur að byggingum er það bæði til að tryggja góða innivist og stuðla að heilsusamlegu og sjálfbæru umhverfi. Í Svansvottuðum byggingum er krafa gerð um að birta eða svokallað dagsbirtugildi sé reiknað fyrir helstu íverurými bygginga. Það segir til um hversu mikið náttúrulegt ljós frá himni nær inn í herbergi miðað við dagsbirtuna úti. Gildið þarf að vera innan ákveðinna marka: Ekki of lágt því það segir okkur að rýmið njóti ekki nægilegrar dagsbirtu Ekki of hátt af því að það getur orðið til þess að rými séu of björt og að þau geti ofhitnað Til að tryggja að gildin séu innan marka þarf að huga að þessu í hönnunarferlinu. Það getur orðið til þess að hönnuðir þurfi að aðlaga lögun, dýpt íbúða, gluggastærð og fleira til að ná settum markmiðum. Í vottunarferlinu þarf svo að sýna fram á útreikninga sem staðfesta gildin. Allar Svansvottaðar nýbyggingar þurfa að standast kröfur um dagsbirtu, sem tryggir að hönnun taki mið af líðan og heilsu fólks. Með því að gera dagsbirtu að mælanlegri og ófrávíkjanlegri kröfu stuðlar Svansvottunin að bættri innivist, minni þörf á raflýsingu og heilnæmari byggingum þar sem fólk upplifir jafnvægi og vellíðan í daglegu lífi. Nú þegar hefur töluverður fjöldi Svansvottaðra íbúða komið á markað hér á landi, sem sýnir að byggingargeirinn er smám saman að tileinka sér þessar áherslur - sem skilar sér í betri byggingum. Höfundur er sérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur orðið mikil aukning í byggingu íbúða á Íslandi, einkum í þéttbýli. Þétting byggðar hefur leitt til þess að fjölmargar íbúðir rísa nú á svæðum sem þegar voru mótuð af byggð. Þar er rými milli bygginga oft takmarkað og ásýnd hverfa mótast af fjölbreyttum byggingarstílum og hæðum. Þessi þróun getur stuðlað að betri landnotkun og nýtingu innviða ef farið er rétt að hlutunum en felur jafnframt í sér nýjar áskoranir fyrir hönnuði og skipulagsyfirvöld. Ein af þeim áskorunum er dagsbirtan en það sem skiptir máli fyrir íbúana er hvernig megi tryggja góða dagsbirtu inni í húsunum. Nýlega var gefin út skýrsla með niðurstöðum rannsóknarverkefnis sem nefnist „Dagsbirta í íbúðarbyggð við íslenskar aðstæður“.Í skýrslunni kemur meðal annars fram að dagsbirtan gerir okkur kleift að skynja form, liti og hreyfingu sem dregur úr streitu og slysum. Einnig stjórnar sólarljósið dægursveiflum eða innri „klukku“ líkamans sem samhæfir svefn, vöku, hormóna, efnaskipti og tilfinningalegt jafnvægi. Þannig bætir morgunbirtan árvekni og svefn en kvöldbirtan undirbýr líkamann fyrir hvíld. Það gefur því auga leið að það er mikilvægt að huga markvisst að dagsbirtuhönnun strax á skipulags- og hönnunarstigum húsa. Hvernig tryggjum við að svo sé gert? Í núgildandi byggingarreglugerð er umfjöllun um dagsbirtu af skornum skammti. Grein 6.7.2. segir að „samanlagt ljósop glugga hvers íbúðarherbergis skuli ekki vera minna en sem svarar til 1/10 af gólffleti þess, þó aldrei minna en 1m2.“ Auk þess segir að íbúðir skuli njóta „fullnægjandi birtuskilyrða og loftskipta“ og að „í djúpum byggingum beri að huga sérstaklega að aukinni lofthæð svo að dagsbirtu gæti innan íbúðar.“ Sérfræðingar hafa gagnrýnt þessar kröfur og segja þær mjög takmarkaðar og ófullnægjandi. Vinna við endurskoðun hefur þó verið hafin en í dag er ár síðan tillagan var birt í samráðsgátt. Þar er lagt til að bæta við nýjum kafla í byggingarreglugerð þar sem skýrar kröfur eru gerðar til dagsbirtu í íverurýmum. Í einhverjum tilfellum hefur skortur á kröfum um dagsbirtu haft sýnileg áhrif á gæði nýrra íbúða og byggðar. Umhverfisvottanir, eins og Svanurinn, BREEAM og fleiri, ganga almennt lengra en reglugerðir. Þegar kemur að byggingum er það bæði til að tryggja góða innivist og stuðla að heilsusamlegu og sjálfbæru umhverfi. Í Svansvottuðum byggingum er krafa gerð um að birta eða svokallað dagsbirtugildi sé reiknað fyrir helstu íverurými bygginga. Það segir til um hversu mikið náttúrulegt ljós frá himni nær inn í herbergi miðað við dagsbirtuna úti. Gildið þarf að vera innan ákveðinna marka: Ekki of lágt því það segir okkur að rýmið njóti ekki nægilegrar dagsbirtu Ekki of hátt af því að það getur orðið til þess að rými séu of björt og að þau geti ofhitnað Til að tryggja að gildin séu innan marka þarf að huga að þessu í hönnunarferlinu. Það getur orðið til þess að hönnuðir þurfi að aðlaga lögun, dýpt íbúða, gluggastærð og fleira til að ná settum markmiðum. Í vottunarferlinu þarf svo að sýna fram á útreikninga sem staðfesta gildin. Allar Svansvottaðar nýbyggingar þurfa að standast kröfur um dagsbirtu, sem tryggir að hönnun taki mið af líðan og heilsu fólks. Með því að gera dagsbirtu að mælanlegri og ófrávíkjanlegri kröfu stuðlar Svansvottunin að bættri innivist, minni þörf á raflýsingu og heilnæmari byggingum þar sem fólk upplifir jafnvægi og vellíðan í daglegu lífi. Nú þegar hefur töluverður fjöldi Svansvottaðra íbúða komið á markað hér á landi, sem sýnir að byggingargeirinn er smám saman að tileinka sér þessar áherslur - sem skilar sér í betri byggingum. Höfundur er sérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar