Erlent

Harðar á­rásir á Kænugarð í nótt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Slökkviliðsmenn börðust víða við elda í morgun eftir árásásir Rússa í nótt.
Slökkviliðsmenn börðust víða við elda í morgun eftir árásásir Rússa í nótt. AP Photo/Dan Bashakov

Rússar gerðu í nótt harðar árásir á Kænugarð höfuðborg Úkraínu og notuðu til verksins dróna og skotflaugar.

Níu eru sagðir hafa særst og stórir hlutar borgarinnar eru nú án rafmagns. Þá er vatnslaust hjá mörgum einnig segir borgastjórinn Vitali Klitschko.

Þá lét sjö ára gömul stúlka lífið í dróna-árás sem gerð var í Zaporizhzhia héraði í suðausturhluta Úkraínu.

Rússar hafa síðustu vikur sett aukinn kraft í árásir á orkuinnviði Úkraínu og Selenskí forseti sakar Rússa um tilraunir til að skapa öngþveiti og hræðslu í landinu nú þegar vetur nálgast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×