Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar 10. október 2025 09:45 Barna- og fjölskyldustofa rekur meðferðarheimili fyrir börn og ungmenni. Hlutverk heimilanna er að vera meðferðarúrræði fyrir börn sem búa við alvarlegan tilfinninga-, hegðunar- eða félagslegan vanda. Flest börn sem dvelja á heimilunum glíma við flókna blöndu erfiðra félagslegra aðstæðna, geðræns vanda, taugaþroskafrávika og mjög oft vímuefnavanda sem í sumum tilfellum er afar þungur. Meirihluti þeirra barna sem dvelja á meðferðarheimilum eru einnig á lyfjameðferð af einhverju tagi. Sum þessara barna standa svo illa að þau eru í raun og veru í lífshættu frá degi til dags. Starfsemi heimilanna er reglulega í fréttum og því miður eru þær fréttir að sjaldnast góðar. Við heyrum af tíðum strokum barna, að vímuefni berist að því er virðist nær óhindrað inn á a.m.k. sum heimilin og aðeins fyrir um ári síðan varð eldsvoði að Stuðlum sem dró ungmenni til dauða. Því fer ekki á milli mála að starfsemin er erfið enda er notendahópur þjónustunnar okkar verst settu börn og ungmenni. Þetta er flestum ljóst og eðlilegt að spurt sé hvað sé til ráða, hvort ekki sé hægt að hafa áhrif á stöðuna. Veikustu börnin fá ekki heilbrigðisþjónustu Það sem færri átta sig á er að þrátt fyrir að á meðferðarheimilum Barna- og fjölskyldustofu dvelji okkar veikustu börn, þá eru þau ekki heilbrigðisstofnanir. Heimilin eru rekin í samræmi við lög um félagsþjónustu og barnavernd auk fleiri lagabálka en ekki samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu. Lög um réttindi sjúklinga og lög um heilbrigðisþjónustu – lög sem hafa það markmið að tryggja réttindi sjúklinga og gæði heilbrigðisþjónustu – eiga því ekki við um starfsemi meðferðarheimilanna vegna þess að þau eru ekki skilgreind eða rekin sem heilbrigðisstofnanir. Hér er vert að árétta aftur að mikill meirihluti þeirra barna sem þar dvelja glímir við flókinn vanda þar sem saman fléttast erfiðar félagslegar aðstæður, geðraskanir, taugaþroskaraskanir og oft á tíðum vímuefnavandi. Áhrifin af því að meðferðarheimilin eru ekki heilbrigðisstofnanir eru margvísleg. Það sem fyrst blasir við er að ekki er gerð krafa um að starfsfólk sem vinnur með börnunum frá degi til dags hafi heilbrigðismenntun. Þannig búum við í dag við þá þversögn að á þeim stofnunum þar sem okkar veikustu börn eru vistuð er meirihluti starfsfólks án heilbrigðismenntunar. Það er ólíklegt að fullorðnir notendur heilbrigðisþjónustu létu bjóða sér slíkt. Veikari lagaleg vernd á meðferðarheimilum Það sem ekki er eins augljóst er að þar sem lög um heilbrigðisþjónustu og réttindi sjúklinga ná ekki yfir meðferðarheimilin, þá njóta börn og unglingar á meðferðarheimilum ekki sömu lagalegu verndar og réttinda og væru þau vistuð á heilbrigðisstofnun. Lög um heilbrigðisþjónustu kveða m.a. á um að tryggð sé að minnsta kosti lágmarksmönnun heilbrigðisstarfsfólks og að þar starfi fagstjórar sem bera ábyrgð á faglegu starfi. Þá eiga lögin að tryggja faglegar kröfur til þjónustunnar. Lög um réttindi sjúklinga árétta svo að sjúklingur á rétt á þjónustu sem miðast við ástand hans á hverjum tíma út frá bestu þekkingu sem völ er á. Sterkari staða og ríkari réttindi innan heilbrigðiskerfis Núverandi fyrirkomulag meðferðarheimilanna hefur í öllum meginatriðum verið við lýði um langt árabil. Þótt að stjórnsýslustofnanir hafi komið og farið og aðrar skipt um nöfn eða færst á milli ráðuneyta er skipulag starfseminnar í grundvallaratriðum hið sama og áður. Þrátt fyrir góðan hug og mikinn vilja þeirra sem staðið hafa að alls konar tilfærslum í kerfinu undanfarin ár og áratugi heldur staða okkar verst settu barna áfram að versna. Að mati undirritaðs er það alveg skýrt að hag þeirra barna sem þurfa að dvelja á meðferðarheimilum BOFS væri betur borgið væru heimilin skilgreind sem heilbrigðisstofnanir, enda nýtur barn sem er inniliggjandi á BUGL verndar skv. lögum um réttindi sjúklinga en barn sem dvelur á Stuðlum nýtur ekki þeirrar verndar. Áskorun á stjórnvöld Á undanförnum árum og áratugum hafa komið fram upplýsingar um hræðilega dvöl barna á meðferðarheimilum á árum áður. Þó að við vildum svo gjarnan að þessar sögur tilheyrðu fortíðinni vitum við líka að þessi saga teygir sig langt inn á þessa öld. Ritaðar hafa verið grænbækur og hvítbækur og fjöldi starfshópa og spretthópa hefur hafið störf og lokið störfum. Þrátt fyrir alla þessa vinnu virðist staða þess þó tiltölulega fámenna hóps ungmenna sem verst standa fara versnandi frá ári til árs. Við þetta verður ekki unað lengur. Því skora ég nú á stjórnvöld að tryggja þessum börnum viðunnandi heilbrigðisþjónustu strax. Fyrsta skrefið í þeirri aðgerð er að endurskilgreina meðferðarheimilin sem heilbrigðisstofnanir, færa starfsemi þeirra undir heilbrigðisráðuneyti og eftirlit með starfseminni til Embættis Landlæknis og ráða inn á stofnanirnar heilbrigðisstarfsfólk með viðeigandi þekkingu og þjálfun til að veita þessum börnum meðferð og hjálpa þeim og fjölskyldum þeirra að fóta sig saman á ný að meðferð lokinni. Það væri viðeigandi gjöf á Alþjóða geðheilbrigðisdeginum. Höfundur er formaður Sálfræðingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Maack Þorsteinsson Geðheilbrigði Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Barna- og fjölskyldustofa rekur meðferðarheimili fyrir börn og ungmenni. Hlutverk heimilanna er að vera meðferðarúrræði fyrir börn sem búa við alvarlegan tilfinninga-, hegðunar- eða félagslegan vanda. Flest börn sem dvelja á heimilunum glíma við flókna blöndu erfiðra félagslegra aðstæðna, geðræns vanda, taugaþroskafrávika og mjög oft vímuefnavanda sem í sumum tilfellum er afar þungur. Meirihluti þeirra barna sem dvelja á meðferðarheimilum eru einnig á lyfjameðferð af einhverju tagi. Sum þessara barna standa svo illa að þau eru í raun og veru í lífshættu frá degi til dags. Starfsemi heimilanna er reglulega í fréttum og því miður eru þær fréttir að sjaldnast góðar. Við heyrum af tíðum strokum barna, að vímuefni berist að því er virðist nær óhindrað inn á a.m.k. sum heimilin og aðeins fyrir um ári síðan varð eldsvoði að Stuðlum sem dró ungmenni til dauða. Því fer ekki á milli mála að starfsemin er erfið enda er notendahópur þjónustunnar okkar verst settu börn og ungmenni. Þetta er flestum ljóst og eðlilegt að spurt sé hvað sé til ráða, hvort ekki sé hægt að hafa áhrif á stöðuna. Veikustu börnin fá ekki heilbrigðisþjónustu Það sem færri átta sig á er að þrátt fyrir að á meðferðarheimilum Barna- og fjölskyldustofu dvelji okkar veikustu börn, þá eru þau ekki heilbrigðisstofnanir. Heimilin eru rekin í samræmi við lög um félagsþjónustu og barnavernd auk fleiri lagabálka en ekki samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu. Lög um réttindi sjúklinga og lög um heilbrigðisþjónustu – lög sem hafa það markmið að tryggja réttindi sjúklinga og gæði heilbrigðisþjónustu – eiga því ekki við um starfsemi meðferðarheimilanna vegna þess að þau eru ekki skilgreind eða rekin sem heilbrigðisstofnanir. Hér er vert að árétta aftur að mikill meirihluti þeirra barna sem þar dvelja glímir við flókinn vanda þar sem saman fléttast erfiðar félagslegar aðstæður, geðraskanir, taugaþroskaraskanir og oft á tíðum vímuefnavandi. Áhrifin af því að meðferðarheimilin eru ekki heilbrigðisstofnanir eru margvísleg. Það sem fyrst blasir við er að ekki er gerð krafa um að starfsfólk sem vinnur með börnunum frá degi til dags hafi heilbrigðismenntun. Þannig búum við í dag við þá þversögn að á þeim stofnunum þar sem okkar veikustu börn eru vistuð er meirihluti starfsfólks án heilbrigðismenntunar. Það er ólíklegt að fullorðnir notendur heilbrigðisþjónustu létu bjóða sér slíkt. Veikari lagaleg vernd á meðferðarheimilum Það sem ekki er eins augljóst er að þar sem lög um heilbrigðisþjónustu og réttindi sjúklinga ná ekki yfir meðferðarheimilin, þá njóta börn og unglingar á meðferðarheimilum ekki sömu lagalegu verndar og réttinda og væru þau vistuð á heilbrigðisstofnun. Lög um heilbrigðisþjónustu kveða m.a. á um að tryggð sé að minnsta kosti lágmarksmönnun heilbrigðisstarfsfólks og að þar starfi fagstjórar sem bera ábyrgð á faglegu starfi. Þá eiga lögin að tryggja faglegar kröfur til þjónustunnar. Lög um réttindi sjúklinga árétta svo að sjúklingur á rétt á þjónustu sem miðast við ástand hans á hverjum tíma út frá bestu þekkingu sem völ er á. Sterkari staða og ríkari réttindi innan heilbrigðiskerfis Núverandi fyrirkomulag meðferðarheimilanna hefur í öllum meginatriðum verið við lýði um langt árabil. Þótt að stjórnsýslustofnanir hafi komið og farið og aðrar skipt um nöfn eða færst á milli ráðuneyta er skipulag starfseminnar í grundvallaratriðum hið sama og áður. Þrátt fyrir góðan hug og mikinn vilja þeirra sem staðið hafa að alls konar tilfærslum í kerfinu undanfarin ár og áratugi heldur staða okkar verst settu barna áfram að versna. Að mati undirritaðs er það alveg skýrt að hag þeirra barna sem þurfa að dvelja á meðferðarheimilum BOFS væri betur borgið væru heimilin skilgreind sem heilbrigðisstofnanir, enda nýtur barn sem er inniliggjandi á BUGL verndar skv. lögum um réttindi sjúklinga en barn sem dvelur á Stuðlum nýtur ekki þeirrar verndar. Áskorun á stjórnvöld Á undanförnum árum og áratugum hafa komið fram upplýsingar um hræðilega dvöl barna á meðferðarheimilum á árum áður. Þó að við vildum svo gjarnan að þessar sögur tilheyrðu fortíðinni vitum við líka að þessi saga teygir sig langt inn á þessa öld. Ritaðar hafa verið grænbækur og hvítbækur og fjöldi starfshópa og spretthópa hefur hafið störf og lokið störfum. Þrátt fyrir alla þessa vinnu virðist staða þess þó tiltölulega fámenna hóps ungmenna sem verst standa fara versnandi frá ári til árs. Við þetta verður ekki unað lengur. Því skora ég nú á stjórnvöld að tryggja þessum börnum viðunnandi heilbrigðisþjónustu strax. Fyrsta skrefið í þeirri aðgerð er að endurskilgreina meðferðarheimilin sem heilbrigðisstofnanir, færa starfsemi þeirra undir heilbrigðisráðuneyti og eftirlit með starfseminni til Embættis Landlæknis og ráða inn á stofnanirnar heilbrigðisstarfsfólk með viðeigandi þekkingu og þjálfun til að veita þessum börnum meðferð og hjálpa þeim og fjölskyldum þeirra að fóta sig saman á ný að meðferð lokinni. Það væri viðeigandi gjöf á Alþjóða geðheilbrigðisdeginum. Höfundur er formaður Sálfræðingafélags Íslands.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun