Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar 10. október 2025 13:47 Alþjóðageðheilbrigðisdagurinn hefur verið haldinn árlega í meira en þrjá áratugi með það að markmiði að minna okkur á að það er engin heilsa án geðheilsu. Rétt eins og líkamlega heilsu þá þurfum við að rækta, styrkja og efla geðheilsu okkar ásamt því að tryggja að heilbrigðiskerfið sé í stakk búið að grípa okkur þegar hún bíður hnekki. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur valið geðheilsu á tímum mannúðarkrísu sem þema dagsins í ár – og ekki að ástæðulausu. Við lifum á tímum þar sem ógnir eru margar og samverkandi: vaxandi stríðsátök víða um heim, afleiðingar loftslagsbreytinga og stöðugt aðgengi að upplýsingum sem gerir okkur kleift að fylgjast með hörmungum í rauntíma. Þessi stöðugi flaumur getur reynst yfirþyrmandi fyrir áhorfendur en fyrir þau sem lenda sjálf í hringiðu slíkra atburða geta áhrifin verið djúpstæð og langvinn. Börn og ungmenni sem eru á mikilvægu þroskaskeiði eru þar sérstaklega viðkvæm. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin leggur því áherslu á að þjóðir heims þurfi að vera undir það búnar að mæta bæði þeim sem lenda sjálf í hamförum, átökum og öðrum áföllum og þeim sem upplifa kvíða og hjálparleysi gagnvart þróun mála í heiminum. Lykilatriði er að efla seiglu – bæði einstaklinganna sjálfra en ekki síður samfélagslega seiglu sem felst í traustum innviðum sem skapa öryggisnet okkar allra. Heimsfaraldur COVID-19 var lærdómsrík reynsla um mikilvægi slíkra innviða. Hér á landi tókst á örskotsstundu að virkja skipulagðar forvarnir og viðbrögð sem drógu úr skaða og mannfalli. En erum við jafn vel í stakk búin með innviði geðheilbrigðisþjónustunnar þegar áföll eru fyrst og fremst sálræn og félagsleg? Íslendingar hafa blessunarlega ekki þurft að þola stríðsátök í eigin landi en við þekkjum vel ógnir náttúrunnar. Eldgos, jarðskjálftar, snjóflóð og sjávarháski eru aldagömul stef í íslenskri tilveru sem enn þá marka djúp spor í þjóðarsálina. Nú nýlega þurfti heilt bæjarfélag að rífa sig upp með rótum og byrja nýtt líf á nýjum slóðum vítt og breitt um landið í algjörri óvissu um framtíðina. Slík reynsla er bæði þungbær og lærdómsrík. Þá má ekki gleyma því að við tökum árlega á móti hópum flóttafólks sem hingað leita vegna átaka eða ómannúðlegra aðstæðna í sínu heimalandi. Mörg þeirra bera með sér átakanlega reynslu og áföll sem er mikilvægt að mæta með viðeigandi aðstoð. Þar verður að huga sérstaklega að börnum og ungmennum og styðja foreldra þeirra sem gegna lykilhlutverki í farsæld barna sinna. Á Velsældarþingi í Hörpu fyrr á þessu ári hélt Jóhanna Lilja Birgisdóttir sálfræðingur og forstöðumaður þjónustuteymis Grindvíkinga áhrifamikið erindi um störf teymisins og þann lærdóm sem er að skapast hér á landi hvað varðar viðbrögð við samfélagslegum hörmungum. Hún lýsti því hvernig teyminu tókst að byggja upp stuðning við íbúa með það að markmiði að draga úr þeim skaða sem hamfarirnar ollu. Grundvallarskilaboðin voru skýr – brýnt er að koma sem fyrst á daglegri rútínu, tryggja húsnæði, atvinnu, skólagöngu, íþrótta- og tómstundastarf og annað sem styrkir félagsleg tengsl og virkni. Á meðan hversdagurinn er í uppnámi eru lítil tækifæri til að finna frið og aðlagast nýjum veruleika. Þjónustuteymið lagði jafnframt áherslu á persónulegan og langvarandi stuðning með sérstaka áherslu á viðkvæma hópa. Fjöldi beiðna barst um aðstoð vegna einkenna á borð við áfallastreitu, kvíða, þunglyndi, félagslega einangrun og erfiðleika við að aðlagast nýjum aðstæðum. Lausnir voru mótaðar í virku samráði við íbúa og móttökusveitarfélög með hliðsjón af ólíkum þörfum einstaklinga – allt frá greiðum aðgangi að sérhæfðri þjónustu yfir í fjölbreytt úrræði til að styðja við tilfinningalega og félagslega velferð. Reynsla af bæði nýafstöðnum heimsfaraldri og náttúruhamförum í Grindavík sýnir að við höfum bæði þekkingu og getu hér á landi til að byggja upp öflug viðbrögð – en að hún þarf að vera skipulögð og vel grundvölluð áður en óvæntar áskoranir skella á. Treysta þarf innviði áður en mæðir á þeim fyrir alvöru. Alþjóðageðheilbrigðisdagurinn minnir okkur á að geðheilsa er ekki einkamál einstaklinga heldur sameiginlegt verkefni samfélagsins alls. Við þurfum að styrkja innviði okkar, efla þjónustu og tryggja að ekkert okkar standi eitt þegar áföll og erfiðleikar dynja á. Það er forsenda þess að við getum byggt upp heilbrigt, öruggt og þrautseigt samfélag sem stenst óvissu framtíðarinnar. Höfundur er landlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Heimisdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðageðheilbrigðisdagurinn hefur verið haldinn árlega í meira en þrjá áratugi með það að markmiði að minna okkur á að það er engin heilsa án geðheilsu. Rétt eins og líkamlega heilsu þá þurfum við að rækta, styrkja og efla geðheilsu okkar ásamt því að tryggja að heilbrigðiskerfið sé í stakk búið að grípa okkur þegar hún bíður hnekki. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur valið geðheilsu á tímum mannúðarkrísu sem þema dagsins í ár – og ekki að ástæðulausu. Við lifum á tímum þar sem ógnir eru margar og samverkandi: vaxandi stríðsátök víða um heim, afleiðingar loftslagsbreytinga og stöðugt aðgengi að upplýsingum sem gerir okkur kleift að fylgjast með hörmungum í rauntíma. Þessi stöðugi flaumur getur reynst yfirþyrmandi fyrir áhorfendur en fyrir þau sem lenda sjálf í hringiðu slíkra atburða geta áhrifin verið djúpstæð og langvinn. Börn og ungmenni sem eru á mikilvægu þroskaskeiði eru þar sérstaklega viðkvæm. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin leggur því áherslu á að þjóðir heims þurfi að vera undir það búnar að mæta bæði þeim sem lenda sjálf í hamförum, átökum og öðrum áföllum og þeim sem upplifa kvíða og hjálparleysi gagnvart þróun mála í heiminum. Lykilatriði er að efla seiglu – bæði einstaklinganna sjálfra en ekki síður samfélagslega seiglu sem felst í traustum innviðum sem skapa öryggisnet okkar allra. Heimsfaraldur COVID-19 var lærdómsrík reynsla um mikilvægi slíkra innviða. Hér á landi tókst á örskotsstundu að virkja skipulagðar forvarnir og viðbrögð sem drógu úr skaða og mannfalli. En erum við jafn vel í stakk búin með innviði geðheilbrigðisþjónustunnar þegar áföll eru fyrst og fremst sálræn og félagsleg? Íslendingar hafa blessunarlega ekki þurft að þola stríðsátök í eigin landi en við þekkjum vel ógnir náttúrunnar. Eldgos, jarðskjálftar, snjóflóð og sjávarháski eru aldagömul stef í íslenskri tilveru sem enn þá marka djúp spor í þjóðarsálina. Nú nýlega þurfti heilt bæjarfélag að rífa sig upp með rótum og byrja nýtt líf á nýjum slóðum vítt og breitt um landið í algjörri óvissu um framtíðina. Slík reynsla er bæði þungbær og lærdómsrík. Þá má ekki gleyma því að við tökum árlega á móti hópum flóttafólks sem hingað leita vegna átaka eða ómannúðlegra aðstæðna í sínu heimalandi. Mörg þeirra bera með sér átakanlega reynslu og áföll sem er mikilvægt að mæta með viðeigandi aðstoð. Þar verður að huga sérstaklega að börnum og ungmennum og styðja foreldra þeirra sem gegna lykilhlutverki í farsæld barna sinna. Á Velsældarþingi í Hörpu fyrr á þessu ári hélt Jóhanna Lilja Birgisdóttir sálfræðingur og forstöðumaður þjónustuteymis Grindvíkinga áhrifamikið erindi um störf teymisins og þann lærdóm sem er að skapast hér á landi hvað varðar viðbrögð við samfélagslegum hörmungum. Hún lýsti því hvernig teyminu tókst að byggja upp stuðning við íbúa með það að markmiði að draga úr þeim skaða sem hamfarirnar ollu. Grundvallarskilaboðin voru skýr – brýnt er að koma sem fyrst á daglegri rútínu, tryggja húsnæði, atvinnu, skólagöngu, íþrótta- og tómstundastarf og annað sem styrkir félagsleg tengsl og virkni. Á meðan hversdagurinn er í uppnámi eru lítil tækifæri til að finna frið og aðlagast nýjum veruleika. Þjónustuteymið lagði jafnframt áherslu á persónulegan og langvarandi stuðning með sérstaka áherslu á viðkvæma hópa. Fjöldi beiðna barst um aðstoð vegna einkenna á borð við áfallastreitu, kvíða, þunglyndi, félagslega einangrun og erfiðleika við að aðlagast nýjum aðstæðum. Lausnir voru mótaðar í virku samráði við íbúa og móttökusveitarfélög með hliðsjón af ólíkum þörfum einstaklinga – allt frá greiðum aðgangi að sérhæfðri þjónustu yfir í fjölbreytt úrræði til að styðja við tilfinningalega og félagslega velferð. Reynsla af bæði nýafstöðnum heimsfaraldri og náttúruhamförum í Grindavík sýnir að við höfum bæði þekkingu og getu hér á landi til að byggja upp öflug viðbrögð – en að hún þarf að vera skipulögð og vel grundvölluð áður en óvæntar áskoranir skella á. Treysta þarf innviði áður en mæðir á þeim fyrir alvöru. Alþjóðageðheilbrigðisdagurinn minnir okkur á að geðheilsa er ekki einkamál einstaklinga heldur sameiginlegt verkefni samfélagsins alls. Við þurfum að styrkja innviði okkar, efla þjónustu og tryggja að ekkert okkar standi eitt þegar áföll og erfiðleikar dynja á. Það er forsenda þess að við getum byggt upp heilbrigt, öruggt og þrautseigt samfélag sem stenst óvissu framtíðarinnar. Höfundur er landlæknir.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar