Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar 11. október 2025 07:00 Allar þessar borgir eru árborgir – byggðar við S-laga hlykkju við ár. Vatnið tengir saman fólk, skapar líf og hefur frá öndverðu verið grunnur að samfélögum. Selfoss er okkar árborg – og hún er á hraðri siglingu inn í framtíðina. En Árborg er meira en Selfoss. Hún er líka Eyrarbakki og Stokkseyri – sjávarbyggðir með ríka sögu, menningu og einstakt umhverfi sem styrkja heildina. . Í Árborg fjölgar íbúum um 500 á ári. Það jafngildir því að á hverju ári rísi heilt nýtt hverfi, með öllum þeim áskorunum og tækifærum sem fylgja. Þetta er ekki bara tölfræði – þetta er samfélagsleg umbreyting. Sem íbúi og varabæjarfulltrúi sé ég hvernig við stöndum frammi fyrir stærstu stefnumótun í sögu sveitarfélagsins. Þetta má samt ekki bara vera spurning um fleiri hús, mikilvægast af öllu er að við byggjum upp aðlaðandi og gott samfélag, Við sem höfum séð heiminn vitum að fólk sækir ekki aðeins í atvinnu eða húsnæði. Það velur sér heimili út frá gæðum lífsins. Í Berlín og Vín er það menningin og þjónustan. Í París er það mannlífið, göngugötur og kaffihús. Árborg hefur tækifæri til að skapa sína eigin útgáfu – þar sem náttúran, menningin og nærumhverfið eru í forgrunni og blómstrandi mannlífi. Gerum Árborg að eftirsóttasta svæði landsins! Viðreisn leggur áherslu á að þessi vöxtur verði mótaður með: Sjálfbærri skipulagsstefnu – Ný hverfi sem eru hönnuð fyrir fólk, ekki bara bíla. Á Eyrarbakka og Stokkseyri þarf að styrkja innviði án þess að skerða sérstöðu og menningararf. Sterku menningarlífi – listir, skapandi greinar og afþreying eru lykill að því að halda í ungt fólk og fjölskyldur, bæði í þéttbýlinu og í sjávarbyggðunum. Framsækinni þjónustu – leikskólar, grunnskólar, heilbrigðisþjónusta og samgöngur þurfa að vaxa í takt við íbúafjölgun og tryggja aðgengi allra. Nýsköpun og atvinnu – Árborg getur orðið miðstöð nýsköpunar, en einnig eru tækifæri í ferðaþjónustu, menningu og skapandi atvinnugreinum. Viðreisn í Árborg er flokkur framtíðarsýnar. Við trúum því að Selfoss, Eyrarbakki og Stokkseyri geti vaxið saman sem ein heild – þar sem fjölbreytni, saga og framtíð mætast. Árborg á að verða ekki aðeins stærsta sveitarfélag Suðurlands – heldur eftirsóttasti staður landsins til að búa á. Það er okkar verkefni, og Viðreisn er tilbúin til að leiða þá vegferð. Viðreisn þorir, má bjóða þér að vera með? Höfundur er formaður Viðreisnar í Árnessýslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Allar þessar borgir eru árborgir – byggðar við S-laga hlykkju við ár. Vatnið tengir saman fólk, skapar líf og hefur frá öndverðu verið grunnur að samfélögum. Selfoss er okkar árborg – og hún er á hraðri siglingu inn í framtíðina. En Árborg er meira en Selfoss. Hún er líka Eyrarbakki og Stokkseyri – sjávarbyggðir með ríka sögu, menningu og einstakt umhverfi sem styrkja heildina. . Í Árborg fjölgar íbúum um 500 á ári. Það jafngildir því að á hverju ári rísi heilt nýtt hverfi, með öllum þeim áskorunum og tækifærum sem fylgja. Þetta er ekki bara tölfræði – þetta er samfélagsleg umbreyting. Sem íbúi og varabæjarfulltrúi sé ég hvernig við stöndum frammi fyrir stærstu stefnumótun í sögu sveitarfélagsins. Þetta má samt ekki bara vera spurning um fleiri hús, mikilvægast af öllu er að við byggjum upp aðlaðandi og gott samfélag, Við sem höfum séð heiminn vitum að fólk sækir ekki aðeins í atvinnu eða húsnæði. Það velur sér heimili út frá gæðum lífsins. Í Berlín og Vín er það menningin og þjónustan. Í París er það mannlífið, göngugötur og kaffihús. Árborg hefur tækifæri til að skapa sína eigin útgáfu – þar sem náttúran, menningin og nærumhverfið eru í forgrunni og blómstrandi mannlífi. Gerum Árborg að eftirsóttasta svæði landsins! Viðreisn leggur áherslu á að þessi vöxtur verði mótaður með: Sjálfbærri skipulagsstefnu – Ný hverfi sem eru hönnuð fyrir fólk, ekki bara bíla. Á Eyrarbakka og Stokkseyri þarf að styrkja innviði án þess að skerða sérstöðu og menningararf. Sterku menningarlífi – listir, skapandi greinar og afþreying eru lykill að því að halda í ungt fólk og fjölskyldur, bæði í þéttbýlinu og í sjávarbyggðunum. Framsækinni þjónustu – leikskólar, grunnskólar, heilbrigðisþjónusta og samgöngur þurfa að vaxa í takt við íbúafjölgun og tryggja aðgengi allra. Nýsköpun og atvinnu – Árborg getur orðið miðstöð nýsköpunar, en einnig eru tækifæri í ferðaþjónustu, menningu og skapandi atvinnugreinum. Viðreisn í Árborg er flokkur framtíðarsýnar. Við trúum því að Selfoss, Eyrarbakki og Stokkseyri geti vaxið saman sem ein heild – þar sem fjölbreytni, saga og framtíð mætast. Árborg á að verða ekki aðeins stærsta sveitarfélag Suðurlands – heldur eftirsóttasti staður landsins til að búa á. Það er okkar verkefni, og Viðreisn er tilbúin til að leiða þá vegferð. Viðreisn þorir, má bjóða þér að vera með? Höfundur er formaður Viðreisnar í Árnessýslu.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun