Innlent

Bein út­sending: Lands­þing Mið­flokksins

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð ávarpaði landsþingið.
Sigmundur Davíð ávarpaði landsþingið. Vísir/Lýður Valberg

Landsþing Miðflokksins fer fram á Hilton um helgina. Þingið nær hápunkti á sunnudag þegar kjörið verður í embætti flokksins, en þrír eru í varaformannsframboði.

Ekki er búist við öðru en að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verði endurkjörinn formaður en flokkurinn hefur ekki haft varaformann síðan embættið var lagt niður árið 2020, en nú verður embættið endurvakið.

Líkt og fram hefur komið er varaformannsslagur í uppsiglingu hjá flokknum. Þrír þingmenn hafa lýst yfir framboði til embættisins, þau Bergþór Ólason, Ingibjörg Davíðsdóttir og Snorri Másson.

Uppfært: Bergþór Ólason dró framboð sitt til baka síðdegis á laugardag. Meira hér

Beint streymi af landsþinginu má nálgast hér að neðan. 

Sigmundur Davíð ávarpaði þingið í gær en upptöku af því má nálgast hér að neðan. 

Laugardagur 11. október

  • 9.30 Afhending Landsþingsgagna
  • 10.10 Þingsetning og ávarp formanns
  • Þingforsetar taka til starfa og lýsa dagskrá þingsins
  • Tilnefning og kosning þriggja þingforseta, þingritara og 3ja manna í kjörnefnd þingsins.
  • 10.20 Lög flokksins – tillögur um breytingar
  • 10.40 Kynning á ályktunum frá málefnanefnd og skipulag málefnastarfs
  • 11.15 Málefnastarf hefst
  • 12.00 Hádegishlé
  • 13.00 Ræða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Afhending Velferðar- og menntaviðurkenningar til minningar um Önnu Kolbrúnu Árnadóttur Alþingismann Miðflokksins.
  • 14.30 Málefnastarf heldur áfram
  • 15.30 Kaffihlé
  • 16.00 Almennar umræður
  • 17:15 Þinghlé
  • 19.30 Fordrykkur í boði Miðflokksins
  • 20:00 Kvöldverðarhóf

Sunnudagur 12. október

  • 9.00 Húsið opnar
  • 9.30 Afgreiðsla lagabreytinga og málefnaályktana
  • 11.15 Kosningar. Kosning formanns. 
  • 11.20 Kynningar frambjóðenda og kosning varaformanns
  • 12.10 Kynning frambjóðenda og kosning tveggja stjórnarmanna
  • 12.40 Kosning formanns og fjögurra fulltrúa í laganefnd. Kynning á skipun 6 aðalmanna og 6 varamanna í málefnanefnd. Kynning á skipun 6 aðalmanna og 6 varamanna í nefnd um innra starf flokksins.
  • 12.50 Hádegisverðarhlé
  • 13.15 Sveitarstjórnarmál
  • 13.30 Almennar umræður, önnur mál
  • 14:30 Þingslit




Fleiri fréttir

Sjá meira


×