Fótbolti

Spán­verjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni

Árni Jóhannsson skrifar
Mateo Retegui skorar eitt af mörkum Ítala í kvöld.
Mateo Retegui skorar eitt af mörkum Ítala í kvöld. Vísir / Getty

Fjölmargir leikir fóru fram í undankeppni HM ´26 í dag. Spánverjar stigu gott skref í átt að farseðli til N-Ameríku á næsta ári. Ítalir eru í bílstjórasætinu um að ná öðru sætinu í I-riðli og Albanir unnu í Serbíu.

Spánverjar hafa ekki fengið á sig mark í þeim þremur leikjum sem þeir hafa spilað hingað til í undankeppninni. Georgía lá í kvöld en lokatölur leiksins voru 2-0 þar sem Yéremi Pino og Mikel Oyarszabal skoruðu mörkin.

Ítalir gerðu góða ferð til Eistlands og lögðu heimamenn 1-3 en sigurinn var nauðsynlegur til að treysta tak sitt á öðru sæti I-riðils. Norðmenn hafa fyrsta sætið í sinni vörslu og Ítalir hafa þriggja stiga forskot á Ísraela sem sitja í þriðja sæti.

Leikur Serba og Albana náði að klárast en miklar áhyggjur voru af þessum leik í kvöld. Einhver miður falleg hróp og köll heyrðust frá stuðningsmönnum Serba en það fór ekki allt í bál og brand eins og síðast þegar þjóðirnar mættust árið 2014. Albanir unnu leikinn 0-1 og þeir eru í öðru sæti K-riðils.

Önnur úrslit í undankeppni HM ´26

Búlgaría - Tyrkland 1-6

Ungverjaland - Armenía 2-0

Lettland - Andorra 2-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×