Veður

Allt að 18 stig í dag

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Veðurspáin klukkan eitt í dag.
Veðurspáin klukkan eitt í dag. Veðurstofan

Í dag verður minnkandi suðvestanátt, 5-10 m/s síðdegis. Rigning eða þokusúld með köflum, en yfirleitt þurrt á Norðausturlandi. Styttir upp norðan- og vestantil þegar líður á daginn. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.

Svo hljóða hugleiðingar veðurfræðings Veðurstofunnar í morgun.

Sunnan og suðvestan 5-10 á morgun, en 10-15 norðantil síðdegis. Rigning af og til, en lengst af þurrt austan- og norðaustanlands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:

Sunnan og suðvestan 5-13 m/s, hvassast við suðausturströndina. Rigning eða súld, en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hvessir á Norðurlandi seinnipartinn, 10-15 undir kvöld. Hiti 8 til 14 stig.

Á þriðjudag:

Suðvestan 5-10, en 10-15 norðan- og norðvestantil. Dálítil rignig eða súld af og til, en að mestu bjart austantil. Hiti 7 til 14 stig.

Á miðvikudag:

Minnkandi vestanátt, 5-10 seinnipartinn. Skýjað og sums staðar dálítil súld, en bjart með köflum á austanverðu landinu. Hiti 6 til 12 stig.

Á fimmtudag og föstudag:

Hæg breytileg átt. Skýjað og líkur á lítilsháttar súld, en léttskýjað norðan- og austanlands. Heldur kólanandi.

Á laugardag:

Útlit fyrir breytilega átt. Skýjað að mestu og úrkomulítið, en bjart með köflum sunnanlands. Hiti 4 til 9 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×