Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2025 14:05 Tiger Woods heldur upp á fimmtugsafmælið sitt undir lok ársins. Getty/Michael Owens Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods segir frá því á miðlum sínum að hann gekkst undir sína sjöundu bakaðgerð á föstudag. Þetta er önnur stóra aðgerðin sem hann fer í á þessu ári. Woods sagði í færslu á samfélagsmiðlum að hann hefði gengist undir aðgerðina í New York og bætti við að það hefði verið rétt ákvörðun fyrir heilsu hans og bakið sem hefur verið til vandræða. Hann minntist ekki á hversu lengi þetta myndi halda honum frá golfinu, þótt óljóst væri hvort hann hefði ætlað sér að spila á Hero World Challenge-mótinu sínu á Bahamaeyjum eða PNC Championship-mótinu með syni sínum, Charlie. Bæði mótin fara fram í desember. pic.twitter.com/7bMmiyQ2vy— Tiger Woods (@TigerWoods) October 11, 2025 Woods hefur ekki spilað síðan hann tapaði í umspili á PNC Championship-mótinu á síðasta ári. Þetta var önnur aðgerð hans á árinu því hann gekkst undir aðgerð í mars eftir að hafa slitið vinstri hásin. Þetta var líka önnur bakaðgerð hans á síðustu 13 mánuðum. Woods sagðist hafa ráðfært sig við lækna og skurðlækna eftir að hafa fundið fyrir verkjum og skertri hreyfigetu í bakinu. „Myndgreiningar leiddu í ljós að ég var með fallinn brjóskþófa og þrengsli í mænugöngum,“ skrifaði Woods í færslunni á laugardag. „Ég ákvað að láta skipta um brjóskþófann í gær og ég veit nú þegar að ég tók góða ákvörðun fyrir heilsu mína og bakið.“ Woods gekkst undir fyrstu af sjö bakaðgerðum sínum í apríl 2014, sem að lokum leiddi til þess að mjóbak hans var spelkað árið 2017. Ári síðar vann hann Tour Championship-mótið og náði svo í sinn fimmtánda risatitil og fimmta græna jakkann á Masters-mótinu 2019. View this post on Instagram A post shared by Golf Monthly (@golfmonthly) Hann lenti í bílslysi í febrúar 2021 þar sem hægri fótleggur hans og ökkli brotnuðu illa, en Woods hefur sagt að nærri hefði legið að taka þyrfti fótinn af. Woods sneri aftur ári síðar á Masters-mótið 2022. Frá bílslysinu hefur Woods aðeins spilað fimmtán sinnum á síðustu fjórum árum, þar af fjórum sinnum á PNC Championship-mótinu, þar sem hann má nota golfbíl á 36 holu mótinu. Golf Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Woods sagði í færslu á samfélagsmiðlum að hann hefði gengist undir aðgerðina í New York og bætti við að það hefði verið rétt ákvörðun fyrir heilsu hans og bakið sem hefur verið til vandræða. Hann minntist ekki á hversu lengi þetta myndi halda honum frá golfinu, þótt óljóst væri hvort hann hefði ætlað sér að spila á Hero World Challenge-mótinu sínu á Bahamaeyjum eða PNC Championship-mótinu með syni sínum, Charlie. Bæði mótin fara fram í desember. pic.twitter.com/7bMmiyQ2vy— Tiger Woods (@TigerWoods) October 11, 2025 Woods hefur ekki spilað síðan hann tapaði í umspili á PNC Championship-mótinu á síðasta ári. Þetta var önnur aðgerð hans á árinu því hann gekkst undir aðgerð í mars eftir að hafa slitið vinstri hásin. Þetta var líka önnur bakaðgerð hans á síðustu 13 mánuðum. Woods sagðist hafa ráðfært sig við lækna og skurðlækna eftir að hafa fundið fyrir verkjum og skertri hreyfigetu í bakinu. „Myndgreiningar leiddu í ljós að ég var með fallinn brjóskþófa og þrengsli í mænugöngum,“ skrifaði Woods í færslunni á laugardag. „Ég ákvað að láta skipta um brjóskþófann í gær og ég veit nú þegar að ég tók góða ákvörðun fyrir heilsu mína og bakið.“ Woods gekkst undir fyrstu af sjö bakaðgerðum sínum í apríl 2014, sem að lokum leiddi til þess að mjóbak hans var spelkað árið 2017. Ári síðar vann hann Tour Championship-mótið og náði svo í sinn fimmtánda risatitil og fimmta græna jakkann á Masters-mótinu 2019. View this post on Instagram A post shared by Golf Monthly (@golfmonthly) Hann lenti í bílslysi í febrúar 2021 þar sem hægri fótleggur hans og ökkli brotnuðu illa, en Woods hefur sagt að nærri hefði legið að taka þyrfti fótinn af. Woods sneri aftur ári síðar á Masters-mótið 2022. Frá bílslysinu hefur Woods aðeins spilað fimmtán sinnum á síðustu fjórum árum, þar af fjórum sinnum á PNC Championship-mótinu, þar sem hann má nota golfbíl á 36 holu mótinu.
Golf Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira