Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar 12. október 2025 16:30 Á síðustu mánuðum hafa ítrekað borist fréttir um þann mikla vanda sem ríkir í málefnum barna. Um nokkurn tíma hefur ríkt neyðarástand í barnaverndarmálum, barnaverndartilkynningum fjölgar, og líkt og komið hefur fram í fréttum undanfarið hafa foreldrar í einhverjum tilvikum farið með börn sín til útlanda til að nálgast sérhæfða meðferð. Bið fyrir þau börn sem þurfa sérhæfða þjónustu heldur áfram að lengjast, eins og kemur fram í síðustu samantekt embættisins, og dæmi eru um að heildarbiðtími barns eftir ADHD greiningu séu fjögur ár. Það hefur óumflýjanlega mikil áhrif á þroska barna ef þau þurfa að bíða stóran hluta af sinni grunnskólagöngu eftir greiningu eða heilbrigðisþjónustu. Þetta eru mikilvæg mótunarár þar sem félagsþroski, námsgeta og sjálfsmynd barnsins er að mótast. Ljóst er að staðan er grafalvarleg og mikilvægt að stjórnvöld setji þennan málflokk í algjöran forgang. Fjölgun barnaverndartilkynninga Nýverið birti Barna- og fjölskyldustofa nýjar tölur um fjölda barnaverndartilkynninga. Þar kemur fram að tilkynningum hefur fjölgað umtalsvert á síðustu misserum. Ekki fylgdi með hversu mörg börn eru að baki þessum fjölda tilkynninga, og þá ekki hvort fjölgun tilkynninga varði fámennan hóp barna og sé þar af leiðandi birtingarmynd af úrræðaleysi innan kerfisins, eða hvort börnum í vanda hafi fjölgað til muna. Til að fá betri mynd af stöðunni óskaði embætti umboðsmanns barna eftir upplýsingum frá Barna- og fjölskyldustofu um fjölda barnaverndarmála síðustu fimm ára, en skv. þeim svörum sem bárust liggja þær upplýsingar aðeins fyrir fram til ársins 2022. Ljóst er að skortur á tölfræðilegum upplýsingum gerir stjórnvöldum erfitt fyrir að leggja raunhæft mat á stöðuna og bregðast við með viðeigandi hætti. Neyðarástand vegna úrræðaleysis Á íslenska ríkinu hvílir sú skylda að veita börnum sérhæfða meðferð til að tryggja öryggi þeirra vegna meintra afbrota, alvarlegra hegðunarerfiðleika eða vímuefnaneyslu. Í nóvember 2024 sendi embætti umboðsmanns barna bréf til mennta- og barnamálaráðherra vegna þess neyðarástands sem hafði skapast í málaflokknum. Síðan þá hefur embættið ítrekað lýst yfir áhyggjum af stöðunni og þeim afleiðingum sem úrræðaleysið hefur óhjákvæmilega á þennan hóp barna og fjölskyldur þeirra. Þrátt fyrir það og ákall frá barnaverndarþjónustum og foreldrum hafa litlar sem engar umbætur átt sér stað. Ekkert langtíma meðferðarúrræði hefur verið í boði fyrir drengi í 18 mánuði, eða frá því meðferðarheimilinu Lækjarbakka var lokað í mars 2024. Vistunartími barna á Stuðlum hefur verið styttur úr 14 dögum í 7 vegna plássleysis og aukinnar aðsóknar. Þá berast ítrekað fréttir af stroki barna og viðvarandi fíkniefnaneyslu á Stuðlum og Blönduhlíð á Vogi. Vegna þessarar stöðu hafa foreldrar séð sig knúna til þess að leita út fyrir landsteinana til þess að koma börnum sínum í meðferð. Komið hefur fram í viðtölum við foreldra að þeir beri ekki lengur traust til kerfisins og þeirrar meðferðar sem hér er veitt. Þá hafa foreldrar stigið fram á síðustu vikum og lýst með átakanlegum hætti hvernig vandi barna þeirra, sem eru í lífshættulegum aðstæðum, hefur vaxið hratt og því miður í sumum tilvikum endað á versta veg. Afdrif barna Embætti umboðsmanns barna hefur sent forsætisráðherra erindi þess efnis að nauðsynlegt sé að rannsaka afdrif barna sem vistuð hafa verið í meðferðarúrræðum frá því að ríkið tók við rekstri þeirra samhliða því að Barnaverndarstofa var sett á fót árið 1996. Mikilvægt er að lagt verði sérstakt mat á það hvort meðferðarkerfið skili tilætluðum árangri og gagnist þeim börnum sem þurfa á slíkri þjónustu að halda. Í því samhengi er brýnt að meta hvernig þessum börnum reiðir af og vegnar á lífsleiðinni, en bent hefur verið á að óæskileg blöndun barna í meðferð hafi haft skaðlegar afleiðingar fyrir líf og heilsu þeirra. Einnig eru margvíslegar vísbendingar til staðar um að þessi hópur standi höllum fæti á ýmsum sviðum samfélagsins eftir 18 ára aldur. Að mati embættisins er rík ástæða til að rannsaka sérstaklega dánartíðni, atvinnuþátttöku, menntun, húsnæðisstöðu, örorku, afplánun dóma og geðheilbrigði. Barnvænt Ísland? Þrátt fyrir aukna áherslu stjórnvalda á málefni barna á umliðnum árum hefur staða barna versnað á mörgum sviðum, einkum vegna langvarandi biðar eftir þjónustu og úrræðaleysis. Stjórnvöldum ber að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til lífs og þroska í samræmi við 6. gr. Barnasáttmálans. Embættið telur ljóst að Ísland standi ekki að fullu við skuldbindingar sínar gagnvart þessum hópi barna eins og málum er háttað. Það er brýnt að stjórnvöld sem bera ábyrgð á málefnum barna horfist í augu við þá alvaralegu stöðu sem ríkir og grípi tafarlaust til aðgerða. Það ástand sem blasir við í málaflokknum vekur upp áleitnar spurningar um hvort við getum í raun og veru talið samfélagið okkar barnvænt þar sem réttindi barna og hagsmunir eru í forgangi. Börnin okkar verðskulda að við virðum réttindi þeirra, það er mikið í húfi fyrir líf þeirra og þroska, en ekki síður fyrir samfélag okkar til framtíðar. Höfundur er umboðsmaður barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salvör Nordal Börn og uppeldi Barnavernd Geðheilbrigði Fíkn Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Sjá meira
Á síðustu mánuðum hafa ítrekað borist fréttir um þann mikla vanda sem ríkir í málefnum barna. Um nokkurn tíma hefur ríkt neyðarástand í barnaverndarmálum, barnaverndartilkynningum fjölgar, og líkt og komið hefur fram í fréttum undanfarið hafa foreldrar í einhverjum tilvikum farið með börn sín til útlanda til að nálgast sérhæfða meðferð. Bið fyrir þau börn sem þurfa sérhæfða þjónustu heldur áfram að lengjast, eins og kemur fram í síðustu samantekt embættisins, og dæmi eru um að heildarbiðtími barns eftir ADHD greiningu séu fjögur ár. Það hefur óumflýjanlega mikil áhrif á þroska barna ef þau þurfa að bíða stóran hluta af sinni grunnskólagöngu eftir greiningu eða heilbrigðisþjónustu. Þetta eru mikilvæg mótunarár þar sem félagsþroski, námsgeta og sjálfsmynd barnsins er að mótast. Ljóst er að staðan er grafalvarleg og mikilvægt að stjórnvöld setji þennan málflokk í algjöran forgang. Fjölgun barnaverndartilkynninga Nýverið birti Barna- og fjölskyldustofa nýjar tölur um fjölda barnaverndartilkynninga. Þar kemur fram að tilkynningum hefur fjölgað umtalsvert á síðustu misserum. Ekki fylgdi með hversu mörg börn eru að baki þessum fjölda tilkynninga, og þá ekki hvort fjölgun tilkynninga varði fámennan hóp barna og sé þar af leiðandi birtingarmynd af úrræðaleysi innan kerfisins, eða hvort börnum í vanda hafi fjölgað til muna. Til að fá betri mynd af stöðunni óskaði embætti umboðsmanns barna eftir upplýsingum frá Barna- og fjölskyldustofu um fjölda barnaverndarmála síðustu fimm ára, en skv. þeim svörum sem bárust liggja þær upplýsingar aðeins fyrir fram til ársins 2022. Ljóst er að skortur á tölfræðilegum upplýsingum gerir stjórnvöldum erfitt fyrir að leggja raunhæft mat á stöðuna og bregðast við með viðeigandi hætti. Neyðarástand vegna úrræðaleysis Á íslenska ríkinu hvílir sú skylda að veita börnum sérhæfða meðferð til að tryggja öryggi þeirra vegna meintra afbrota, alvarlegra hegðunarerfiðleika eða vímuefnaneyslu. Í nóvember 2024 sendi embætti umboðsmanns barna bréf til mennta- og barnamálaráðherra vegna þess neyðarástands sem hafði skapast í málaflokknum. Síðan þá hefur embættið ítrekað lýst yfir áhyggjum af stöðunni og þeim afleiðingum sem úrræðaleysið hefur óhjákvæmilega á þennan hóp barna og fjölskyldur þeirra. Þrátt fyrir það og ákall frá barnaverndarþjónustum og foreldrum hafa litlar sem engar umbætur átt sér stað. Ekkert langtíma meðferðarúrræði hefur verið í boði fyrir drengi í 18 mánuði, eða frá því meðferðarheimilinu Lækjarbakka var lokað í mars 2024. Vistunartími barna á Stuðlum hefur verið styttur úr 14 dögum í 7 vegna plássleysis og aukinnar aðsóknar. Þá berast ítrekað fréttir af stroki barna og viðvarandi fíkniefnaneyslu á Stuðlum og Blönduhlíð á Vogi. Vegna þessarar stöðu hafa foreldrar séð sig knúna til þess að leita út fyrir landsteinana til þess að koma börnum sínum í meðferð. Komið hefur fram í viðtölum við foreldra að þeir beri ekki lengur traust til kerfisins og þeirrar meðferðar sem hér er veitt. Þá hafa foreldrar stigið fram á síðustu vikum og lýst með átakanlegum hætti hvernig vandi barna þeirra, sem eru í lífshættulegum aðstæðum, hefur vaxið hratt og því miður í sumum tilvikum endað á versta veg. Afdrif barna Embætti umboðsmanns barna hefur sent forsætisráðherra erindi þess efnis að nauðsynlegt sé að rannsaka afdrif barna sem vistuð hafa verið í meðferðarúrræðum frá því að ríkið tók við rekstri þeirra samhliða því að Barnaverndarstofa var sett á fót árið 1996. Mikilvægt er að lagt verði sérstakt mat á það hvort meðferðarkerfið skili tilætluðum árangri og gagnist þeim börnum sem þurfa á slíkri þjónustu að halda. Í því samhengi er brýnt að meta hvernig þessum börnum reiðir af og vegnar á lífsleiðinni, en bent hefur verið á að óæskileg blöndun barna í meðferð hafi haft skaðlegar afleiðingar fyrir líf og heilsu þeirra. Einnig eru margvíslegar vísbendingar til staðar um að þessi hópur standi höllum fæti á ýmsum sviðum samfélagsins eftir 18 ára aldur. Að mati embættisins er rík ástæða til að rannsaka sérstaklega dánartíðni, atvinnuþátttöku, menntun, húsnæðisstöðu, örorku, afplánun dóma og geðheilbrigði. Barnvænt Ísland? Þrátt fyrir aukna áherslu stjórnvalda á málefni barna á umliðnum árum hefur staða barna versnað á mörgum sviðum, einkum vegna langvarandi biðar eftir þjónustu og úrræðaleysis. Stjórnvöldum ber að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til lífs og þroska í samræmi við 6. gr. Barnasáttmálans. Embættið telur ljóst að Ísland standi ekki að fullu við skuldbindingar sínar gagnvart þessum hópi barna eins og málum er háttað. Það er brýnt að stjórnvöld sem bera ábyrgð á málefnum barna horfist í augu við þá alvaralegu stöðu sem ríkir og grípi tafarlaust til aðgerða. Það ástand sem blasir við í málaflokknum vekur upp áleitnar spurningar um hvort við getum í raun og veru talið samfélagið okkar barnvænt þar sem réttindi barna og hagsmunir eru í forgangi. Börnin okkar verðskulda að við virðum réttindi þeirra, það er mikið í húfi fyrir líf þeirra og þroska, en ekki síður fyrir samfélag okkar til framtíðar. Höfundur er umboðsmaður barna.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun