Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. október 2025 07:29 Andrés, Giuffre og Ghislaine Maxwell. Talið er að Epstein hafi tekið myndina. „Við erum saman í þessu,“ sagði Andrés Bretaprins í tölvupósti til athafna- og kynferðisbrotamannsins Jeffrey Epstein 28. febrúar 2011, þegar fjölmiðlar birtu mynd af honum, Virginiu Giuffre og Ghislaine Maxwell. Kaflar úr tölvupóstinum voru birtir í Mail on Sunday og Sun on Sunday í gær en pósturinn vekur ekki síst athygli vegna þess að Andrés sagði í alræmdu viðtali við Newsnight á BBC árið 2019 að hann slitið á öll samskipti við Epstein í desember 2010. Giuffre, sem lést fyrr á árinu, sakaði bæði Epstein og Andrés um að hafa brotið gegn sér þegar hún var undir lögaldri. Andrés neitaði ásökununum og hélt því meðal annars fram að átt hefði verið við umrædda mynd, sem virðist hafa verið tekin af Epstein. Á myndinni sést Andrés halda utan um Giuffre þegar hún var sautján ára gömul en prinsinn sagðist ekki muna eftir því að hafa hitt hana. Hann gerði engu að síður dómsátt við Giuffre árið 2022 og er talinn hafa greitt henni um það bil tvo milljarða. „Ég hef alveg jafn miklar áhyggjur af þessu og þú!“ sagði Andrés í tölvupóstinum til Epstein árið 2011. „Ekki hafa áhyggjur af mér! Það virðist sem við séum í þessu saman og við munu rísa yfir þetta. Vertu annars í sambandi og við leikum bráðum meira!!!!“ Tölvupósturinn var lagður fram í dómsmáli þar sem Jes Staley, fyrrverandi framkvæmdastjóri Barclays, áfrýjaði niðurstöðu breska fjármálaeftirlitsins um að hann hefði sagt ósatt um tengsl sín við Epstein. Hvorki Buckingham höll né skrifstofa Andrésar hafa tjáð sig um fréttaflutning gærdagsins. Bretland Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Kaflar úr tölvupóstinum voru birtir í Mail on Sunday og Sun on Sunday í gær en pósturinn vekur ekki síst athygli vegna þess að Andrés sagði í alræmdu viðtali við Newsnight á BBC árið 2019 að hann slitið á öll samskipti við Epstein í desember 2010. Giuffre, sem lést fyrr á árinu, sakaði bæði Epstein og Andrés um að hafa brotið gegn sér þegar hún var undir lögaldri. Andrés neitaði ásökununum og hélt því meðal annars fram að átt hefði verið við umrædda mynd, sem virðist hafa verið tekin af Epstein. Á myndinni sést Andrés halda utan um Giuffre þegar hún var sautján ára gömul en prinsinn sagðist ekki muna eftir því að hafa hitt hana. Hann gerði engu að síður dómsátt við Giuffre árið 2022 og er talinn hafa greitt henni um það bil tvo milljarða. „Ég hef alveg jafn miklar áhyggjur af þessu og þú!“ sagði Andrés í tölvupóstinum til Epstein árið 2011. „Ekki hafa áhyggjur af mér! Það virðist sem við séum í þessu saman og við munu rísa yfir þetta. Vertu annars í sambandi og við leikum bráðum meira!!!!“ Tölvupósturinn var lagður fram í dómsmáli þar sem Jes Staley, fyrrverandi framkvæmdastjóri Barclays, áfrýjaði niðurstöðu breska fjármálaeftirlitsins um að hann hefði sagt ósatt um tengsl sín við Epstein. Hvorki Buckingham höll né skrifstofa Andrésar hafa tjáð sig um fréttaflutning gærdagsins.
Bretland Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira