Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Lovísa Arnardóttir skrifar 13. október 2025 09:09 Freyja segir ekki skynsamlegt að deila lyfjum og það beinlínis geta verið hættulegt í sumum tilfellum, eins og með ADHD-lyf. Bylgjan Niðurstöður samevrópskrar rannsóknar sýna að um 40 prósent Íslendinga hafa fengið lánað eða lánað lyfsseðilsskyld lyf síðasta árið. Algengast var að fólk fengi lánuð eða lánaði verkjalyf eða róandi lyf. Sextán prósent þeirra sem höfðu lánað eða fengið lánað sögðu það hafa verið gert í neyð. Freyja Jónsdóttir, dósent við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, segir þetta hlutfall hátt og koma á óvart. Alls tóku 400 tóku þátt í rannsókninni. Lyfseðilsskyld lyf eru ávísuð af lækni eftir eitthvað mat og er yfirleitt ávísað við langvarandi veikindum eða alvarlegum kvillum. Freyja ræddi niðurstöðurnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Freyja segir þessar niðurstöður að einhverju leyti varpa ljósi á aðgengi að heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Algengast hafi verið að fólk hafi lánað eða fengið lánuð lyf í neyð, en einnig hafi verið algengt að fólk hafi fengið lánað eða lánað lyf vegna langrar biðar eftir því að hitta lækni eða vegna lyfjaskorts. Þáttastjórnendur taka undir það og segjast oft heyra um fólk sem þarf að fara til læknis en fær ekki tíma fyrr en eftir mánuð. Freyja segir að fyrir fólk í þeirri stöðu séu til aðrar leiðir. Það sé hægt að fá ráðgjöf í gegnum Heilsuveru, hægt að fara á Læknavaktina eða hringja í 1700. Einnig geti lyfjafræðingar aðstoðað í apótekum. „Við þurfum að bera virðingu fyrir lyfjum. Þau eru gríðarlega mikilvæg og ástæðan fyrir því að við erum að eldast og lifum lengur en þegar lyfi er ávísað þá er ákveðið mat á einstaklingsbundum þáttum,“ segir hún. Það séu ákveðnir sjúklingahópar í samfélaginu sem séu í meiri áhættu, eins og þeir sem eru fjölveikir, börn og eldra fólk og því sé mikilvægt að það sé mat á því hvort meðferðin sé viðeigandi. Ekki vegna kostnaðar Hún segir niðurstöður rannsóknarinnar sýna að það séu ólíkar ástæður fyrir því að fólk deili lyfjum. Sambærilegar rannsóknir hafi oft sýnt að fólk deili lyfjum vegna kostnaðar en það sé ekki niðurstaðan hér á Íslandi. Greiðsluþátttökukerfið sé jafnara. „Við sáum það í þessari rannsókn að sumir voru að fá lánuð lyf vegna þess að þeirra lyfjameðferð var ekki fáanleg,“ segir Freyja og að lyfjaskortur sé alþjóðlegt vandamál. Það séu ýmsar ástæður fyrir því. Það séu gerðar miklar kröfur til lyfjaframleiðenda og svo séu miklar áskoranir eftir heimsfaraldur Covid. Samkvæmt rannsókninni var algengast að fólk væri að lána eða fá lánuð verkjalyf og svo næstalgengast róandi lyf. Lyfseðilsskyld verkjalyf séu að stærstum hluta ópíóíðar eða sterkari verkjalyf. Báðum þessum flokkum fylgi mikil áhætta og ávanahætta og því sé mikilvægt að fólk noti þau ekki nema í samræmi og samráði við lækni eða annan heilbrigðisstarfsmann. Freyja segir Íslendinga skera sig úr miðað við önnur Norðurlönd á notkun slíkra lyfja. Hún sé meiri hér. Hún segir rannsóknina ekki ná að grípa í það hvort að um sé að ræða fíknivanda hjá notendum en miðað við að verkja- og róandi lyf séu algengustu lyfin sem fólk sé að deila geti niðurstöðurnar bent til þess að fólk sé að glíma við einhvers konar vímuefnavanda. Ekki skynsamlegt að deila sýklalyfjum Aðrir flokkar lyfja sem algengt var að fólk væri að lána eða fá lánuð samkvæmt rannsókninni voru ofnæmis- og sýklalyf. Freyja segir sýklalyf gríðarlega mikilvæg. Sýklalyfjaónæmi sé alltaf að aukast og því sé mikilvægt að nota þau á skynsaman hátt, upp á að hafa lyf til að meðhöndla þau í framtíðinni. „Ef ég á sýklalyf upp í skáp og svo fær maðurinn minn eða vinkona mín sýkingu. Það er ekki ábyrgt að nota sömu sýklalyf af því það eru allar líkur á að þetta sé ekki bakteríusýking sem þarfnast sýklalyfja, ekki sama bakterían og svo geta verið einstaklingsbundnir þættir hjá viðkomandi sem gera það ekki öruggt að deila sýklalyfjum.“ Fjögur prósent deila ADHD-lyfjum Þá sýndi rannsóknin einnig að um fjögur prósent þátttakenda fékk lánuð eða lánaði lyf við ADHD. „Það getur verið hættulegt að taka ADHD-lyf ef þú ert ekki með ADHD. Þetta eru lyf sem hafa ólík áhrif á þá sem eru með ADHD og þá sem eru ekki með ADHD. Það getur haft áhrif á hjartað, hækkað blóðþrýsting, valdið hjartsláttaróreglu og ýmsum aukaverkunum. Það er lyfjaflokkur sem er ekki skynsamlegt að deila á milli.“ Freyja segir mikilvægt að kynna þessar niðurstöður svo fólk viti hvað sé best að gera. Þá sé gott að leiðbeina fólki um hvar það getur fundið upplýsingar eða ráðgjöf. Það sé best fyrir fólk að leita sér ráðgjafar hjá heilbrigðisstarfsfólki standi það frammi fyrir því að vera í vanda með að fá þau lyf sem það þarf á að halda. Freyja segir samanburðinn ekki enn liggja fyrir, það sé enn verið að leggja rannsóknina fyrir í öðrum Evrópulöndum. Þegar hann liggi fyrir verði hann kynntur bæði hér og erlendis. Lyf ADHD Geðheilbrigði Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Freyja Jónsdóttir, dósent við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, segir þetta hlutfall hátt og koma á óvart. Alls tóku 400 tóku þátt í rannsókninni. Lyfseðilsskyld lyf eru ávísuð af lækni eftir eitthvað mat og er yfirleitt ávísað við langvarandi veikindum eða alvarlegum kvillum. Freyja ræddi niðurstöðurnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Freyja segir þessar niðurstöður að einhverju leyti varpa ljósi á aðgengi að heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Algengast hafi verið að fólk hafi lánað eða fengið lánuð lyf í neyð, en einnig hafi verið algengt að fólk hafi fengið lánað eða lánað lyf vegna langrar biðar eftir því að hitta lækni eða vegna lyfjaskorts. Þáttastjórnendur taka undir það og segjast oft heyra um fólk sem þarf að fara til læknis en fær ekki tíma fyrr en eftir mánuð. Freyja segir að fyrir fólk í þeirri stöðu séu til aðrar leiðir. Það sé hægt að fá ráðgjöf í gegnum Heilsuveru, hægt að fara á Læknavaktina eða hringja í 1700. Einnig geti lyfjafræðingar aðstoðað í apótekum. „Við þurfum að bera virðingu fyrir lyfjum. Þau eru gríðarlega mikilvæg og ástæðan fyrir því að við erum að eldast og lifum lengur en þegar lyfi er ávísað þá er ákveðið mat á einstaklingsbundum þáttum,“ segir hún. Það séu ákveðnir sjúklingahópar í samfélaginu sem séu í meiri áhættu, eins og þeir sem eru fjölveikir, börn og eldra fólk og því sé mikilvægt að það sé mat á því hvort meðferðin sé viðeigandi. Ekki vegna kostnaðar Hún segir niðurstöður rannsóknarinnar sýna að það séu ólíkar ástæður fyrir því að fólk deili lyfjum. Sambærilegar rannsóknir hafi oft sýnt að fólk deili lyfjum vegna kostnaðar en það sé ekki niðurstaðan hér á Íslandi. Greiðsluþátttökukerfið sé jafnara. „Við sáum það í þessari rannsókn að sumir voru að fá lánuð lyf vegna þess að þeirra lyfjameðferð var ekki fáanleg,“ segir Freyja og að lyfjaskortur sé alþjóðlegt vandamál. Það séu ýmsar ástæður fyrir því. Það séu gerðar miklar kröfur til lyfjaframleiðenda og svo séu miklar áskoranir eftir heimsfaraldur Covid. Samkvæmt rannsókninni var algengast að fólk væri að lána eða fá lánuð verkjalyf og svo næstalgengast róandi lyf. Lyfseðilsskyld verkjalyf séu að stærstum hluta ópíóíðar eða sterkari verkjalyf. Báðum þessum flokkum fylgi mikil áhætta og ávanahætta og því sé mikilvægt að fólk noti þau ekki nema í samræmi og samráði við lækni eða annan heilbrigðisstarfsmann. Freyja segir Íslendinga skera sig úr miðað við önnur Norðurlönd á notkun slíkra lyfja. Hún sé meiri hér. Hún segir rannsóknina ekki ná að grípa í það hvort að um sé að ræða fíknivanda hjá notendum en miðað við að verkja- og róandi lyf séu algengustu lyfin sem fólk sé að deila geti niðurstöðurnar bent til þess að fólk sé að glíma við einhvers konar vímuefnavanda. Ekki skynsamlegt að deila sýklalyfjum Aðrir flokkar lyfja sem algengt var að fólk væri að lána eða fá lánuð samkvæmt rannsókninni voru ofnæmis- og sýklalyf. Freyja segir sýklalyf gríðarlega mikilvæg. Sýklalyfjaónæmi sé alltaf að aukast og því sé mikilvægt að nota þau á skynsaman hátt, upp á að hafa lyf til að meðhöndla þau í framtíðinni. „Ef ég á sýklalyf upp í skáp og svo fær maðurinn minn eða vinkona mín sýkingu. Það er ekki ábyrgt að nota sömu sýklalyf af því það eru allar líkur á að þetta sé ekki bakteríusýking sem þarfnast sýklalyfja, ekki sama bakterían og svo geta verið einstaklingsbundnir þættir hjá viðkomandi sem gera það ekki öruggt að deila sýklalyfjum.“ Fjögur prósent deila ADHD-lyfjum Þá sýndi rannsóknin einnig að um fjögur prósent þátttakenda fékk lánuð eða lánaði lyf við ADHD. „Það getur verið hættulegt að taka ADHD-lyf ef þú ert ekki með ADHD. Þetta eru lyf sem hafa ólík áhrif á þá sem eru með ADHD og þá sem eru ekki með ADHD. Það getur haft áhrif á hjartað, hækkað blóðþrýsting, valdið hjartsláttaróreglu og ýmsum aukaverkunum. Það er lyfjaflokkur sem er ekki skynsamlegt að deila á milli.“ Freyja segir mikilvægt að kynna þessar niðurstöður svo fólk viti hvað sé best að gera. Þá sé gott að leiðbeina fólki um hvar það getur fundið upplýsingar eða ráðgjöf. Það sé best fyrir fólk að leita sér ráðgjafar hjá heilbrigðisstarfsfólki standi það frammi fyrir því að vera í vanda með að fá þau lyf sem það þarf á að halda. Freyja segir samanburðinn ekki enn liggja fyrir, það sé enn verið að leggja rannsóknina fyrir í öðrum Evrópulöndum. Þegar hann liggi fyrir verði hann kynntur bæði hér og erlendis.
Lyf ADHD Geðheilbrigði Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?