Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2025 12:47 Frakkar eru mættir til Íslands og mæta okkar mönnum á Laugardalsvellinum klukkan 18:45 í kvöld. getty/Tnani Badreddine Íslendingar geta komið í veg fyrir að Frakkar tryggi sér sæti á HM í fótbolta í kvöld. Ísland og Frakkland eigast þá við á Laugardalsvellinum í D-riðli undankeppni HM 2026. Frakkar hafa unnið alla þrjá leiki sína í undankeppninni og eru með níu stig á toppi D-riðils. Úkraínumenn eru í 2. sæti með fjögur stig, Íslendingar í 3. sætinu með þrjú og Aserar reka lestina með eitt stig. Franska liðið getur gulltryggt sér farseðilinn á HM 2026 í kvöld. Til þess þurfa Frakkar að vinna Íslendinga og treysta á að Aserar taki stig af Úkraínumönnum en liðin mætast í Kraká í Póllandi. Aserbaísjan og Úkraína gerðu 1-1 jafntefli í síðasta mánuði. Sviss getur einnig tryggt sér sæti á HM í kvöld. Svisslendingar mæta þá Slóvenum á útivelli á meðan Svíar mæta Kósovóum á heimavelli í B-riðli undankeppninnar. Ef Sviss vinnur Slóveníu og Svíþjóð tekur stig af Kósovó komast Svisslendingar á sjötta heimsmeistaramótið í röð. Í dag kemur einnig í ljós hvort Grænhöfðaeyjar eða Kamerún komast á HM. Grænhöfðaeyjar, sem hafa aldrei áður komist á HM, tryggja sér sæti í lokakeppninni með sigri á Esvatíní. Vinni Kamerún Angóla og Grænhöfðaeyjar misstíga sig gegn Esvatíni komast Kamerúnar á HM í níunda sinn. Alls hefur 21 þjóð tryggt sig inn á HM sem verður haldið í Kanada, Bandaríkjunum og Mexíkó næsta sumar. Það verður fyrsta heimsmeistaramótið með 48 þátttökuliðum. Lið sem eru komin á HM Kanada (gestgjafi) Bandaríkin (gestgjafi) Bandaríkin (gestgjafi) Japan Nýja-Sjáland Íran Argentína Úsbekistan Suður-Kórea Jórdanía Ástralía Brasilía Ekvador Úrúgvæ Kólumbía Paragvæ Marokkó Túnis Egyptaland Alsír Gana Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Sýn Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:00. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Meiðsli herja á leikmannahóp franska landsliðsins sem sækir Ísland heim á Laugardalsvöll í undankeppni HM 2026 í kvöld. Kylian Mbappé heltist úr lestinni um helgina og eru þónokkrir framsæknir leikmenn frá vegna meiðsla. 13. október 2025 12:01 „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Arnar Gunnlaugsson vonast til að fjarvera Kylian Mbappé reynist íslenska landsliðinu vel er Frakkar heimsækja Laugardalsvöll í undankeppni HM í kvöld. Ljóst er að sterkur maður kemur í manns stað í breiðum frönskum hópi. 13. október 2025 10:32 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Frakkar hafa unnið alla þrjá leiki sína í undankeppninni og eru með níu stig á toppi D-riðils. Úkraínumenn eru í 2. sæti með fjögur stig, Íslendingar í 3. sætinu með þrjú og Aserar reka lestina með eitt stig. Franska liðið getur gulltryggt sér farseðilinn á HM 2026 í kvöld. Til þess þurfa Frakkar að vinna Íslendinga og treysta á að Aserar taki stig af Úkraínumönnum en liðin mætast í Kraká í Póllandi. Aserbaísjan og Úkraína gerðu 1-1 jafntefli í síðasta mánuði. Sviss getur einnig tryggt sér sæti á HM í kvöld. Svisslendingar mæta þá Slóvenum á útivelli á meðan Svíar mæta Kósovóum á heimavelli í B-riðli undankeppninnar. Ef Sviss vinnur Slóveníu og Svíþjóð tekur stig af Kósovó komast Svisslendingar á sjötta heimsmeistaramótið í röð. Í dag kemur einnig í ljós hvort Grænhöfðaeyjar eða Kamerún komast á HM. Grænhöfðaeyjar, sem hafa aldrei áður komist á HM, tryggja sér sæti í lokakeppninni með sigri á Esvatíní. Vinni Kamerún Angóla og Grænhöfðaeyjar misstíga sig gegn Esvatíni komast Kamerúnar á HM í níunda sinn. Alls hefur 21 þjóð tryggt sig inn á HM sem verður haldið í Kanada, Bandaríkjunum og Mexíkó næsta sumar. Það verður fyrsta heimsmeistaramótið með 48 þátttökuliðum. Lið sem eru komin á HM Kanada (gestgjafi) Bandaríkin (gestgjafi) Bandaríkin (gestgjafi) Japan Nýja-Sjáland Íran Argentína Úsbekistan Suður-Kórea Jórdanía Ástralía Brasilía Ekvador Úrúgvæ Kólumbía Paragvæ Marokkó Túnis Egyptaland Alsír Gana Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Sýn Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:00.
Kanada (gestgjafi) Bandaríkin (gestgjafi) Bandaríkin (gestgjafi) Japan Nýja-Sjáland Íran Argentína Úsbekistan Suður-Kórea Jórdanía Ástralía Brasilía Ekvador Úrúgvæ Kólumbía Paragvæ Marokkó Túnis Egyptaland Alsír Gana
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Meiðsli herja á leikmannahóp franska landsliðsins sem sækir Ísland heim á Laugardalsvöll í undankeppni HM 2026 í kvöld. Kylian Mbappé heltist úr lestinni um helgina og eru þónokkrir framsæknir leikmenn frá vegna meiðsla. 13. október 2025 12:01 „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Arnar Gunnlaugsson vonast til að fjarvera Kylian Mbappé reynist íslenska landsliðinu vel er Frakkar heimsækja Laugardalsvöll í undankeppni HM í kvöld. Ljóst er að sterkur maður kemur í manns stað í breiðum frönskum hópi. 13. október 2025 10:32 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Meiðsli herja á leikmannahóp franska landsliðsins sem sækir Ísland heim á Laugardalsvöll í undankeppni HM 2026 í kvöld. Kylian Mbappé heltist úr lestinni um helgina og eru þónokkrir framsæknir leikmenn frá vegna meiðsla. 13. október 2025 12:01
„Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Arnar Gunnlaugsson vonast til að fjarvera Kylian Mbappé reynist íslenska landsliðinu vel er Frakkar heimsækja Laugardalsvöll í undankeppni HM í kvöld. Ljóst er að sterkur maður kemur í manns stað í breiðum frönskum hópi. 13. október 2025 10:32